Í tilkynningu frá KPMG segir að þau hafi öll starfað hjá félaginu um árabil, en alls starfa yfir þrjú hundruð manns á Íslandi og yfir 265 þúsund manns á heimsvísu í yfir 143 löndum.
„Ásgeir Skorri Thoroddsen hefur bæst í hóp eigenda hjá KPMG. Ásgeir hefur starfað hjá KPMG frá árinu 2015. Hann er lögfræðingur að mennt og stundar MBA nám samhliða störfum sínum hjá KPMG. Ásgeir hefur sérhæft sig í fyrirtækja-, félaga- og skattarétti. Í störfum sínum hefur hann ásamt fleirum farið fyrir alhliða þjónustu KPMG við nýsköpunargeirann. Auk þess tengist stór hluti þeirra verkefna sem Ásgeir sinnir ráðgjöf vegna kaupa og sölu á fyrirtækjum og fjármögnun þeirra.
Díana Hilmarsdóttir er ný í eigendahópi KPMG og starfar á endurskoðunarsviði. Hún lauk meistaragráðu í endurskoðun og reikningsskilum frá Háskóla Íslands og öðlaðist löggildingu til endurskoðunarstarfa árið 2011. Díana er með víðtæka reynslu við að þjónusta fjölbreytt fyrirtæki og hefur síðustu ár verið verkefnastjóri í endurskoðun félaga af öllum stærðargráðum í ýmsum atvinnugreinum, þ.m.t. skráðum félögum sem gera upp samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum. Þá hefur hún einnig unnið að mörgum verkefnum í reikningshaldi og skattamálum sem og í innri verkefnum einna helst tengdum gæðamálum og þekkingarmiðlun.
Helgi Níelsson er nýr í eigendahópi KPMG. Helgi er Eyfirðingur og hefur starfað á endurskoðunarsviði KPMG í tæp tuttugu og fjögur ár eða frá árinu 1998. Helgi er með próf í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og hlaut löggildingu í endurskoðun árið 2008. Helgi hefur unnið að margvíslegum verkefnum fyrir félagið þó aðallega í endurskoðun, reikningshaldi og verkefnum tengdum sköttum. Hann hefur m.a. unnið á skrifstofum KPMG í Reykjavík, á Akureyri og í Vestmannaeyjum en þar stýrði hann rekstrinum síðastliðin sex ár, en heldur nú aftur norður á Akureyri.
Lilja Dögg Karlsdóttir er ný í eigendahópi KPMG. Hún er fædd og uppalin í Reykjanesbæ og býr þar enn. Lilja Dögg er með Cand Oecon próf frá Háskóla Íslands og löggiltur endurskoðandi frá árinu 2009. Hún hefur starfað hjá KPMG í rúm tuttugu ár og er í forsvari fyrir skrifstofu KPMG í Reykjanesbæ. Lilja Dögg hefur komið að endurskoðun og reikningsskilum ýmissa aðila bæði í einkageiranum og þeim opinbera
Sigurvin Bárður Sigurjónsson er nýr í eigandahópi KPMG en hann hóf störf á ráðgjafarsviði KPMG í september 2008. Hann er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri, með mastersgráðu í Quantitative Finance frá Cass Business School og er með löggildingu í verðbréfaviðskiptum. Sigurvin vann áður sem verðbréfamiðlari hjá Íslenskum verðbréfum. Í störfum sínum hjá KPMG leggur hann áherslu á áhættustjórnun, eftirlitsskýrslugjöf, áætlanagerð og verkefnastjórnun. Sigurvin hefur þjónustað félög í flestum atvinnugreinum, en leggur sérstaka áherslu á fjármálafyrirtæki, opinbera aðila og skráð félög,“ segir í tilkynningunni.