Taldi sig dauðvona, afhenti dóttur sinni fúlgur fjár og vildi þær svo til baka Jakob Bjarnar skrifar 19. desember 2022 16:14 Konan vildi meina að um gjöf hafi verið að ræða en faðir hennar þvertók fyrir það, hún hafi bara átt að varðveita féð. vísir/vilhelm Einstakt mál var til úrlausnar hjá Héraðsdómi Reykjaness en það snýst um að maður nokkur sem var á leið í aðgerð og taldi litlar líkur á að hann myndi lifa hana af afhenti dóttur sinni fúlgur fjár. Aðgerðin gekk hins vegar vel en um var að ræða hjartaþræðingu. Maðurinn, sem hresstist allur í kjölfar hennar, krafði þá konuna um fjármunina aftur. Hún neitaði því hins vegar og hélt því fram að fjármunirnir hefðu verið gjöf. Hún notaði peningana meðal annars til þess að greiða inn á íbúð. Sandra Baldvinsdóttir héraðsdómari taldi hins vegar óumdeilt að maðurinn hafi gefið dóttur sinni fyrirmæli um að varðveita féð í bankahólfi sem hún átti að stofna. Það benti til þess að ekki hafi verið um gjöf að ræða. Um verulega fjármuni er að ræða og var hún í nokkrum hlutum. Stefnandi gerði kröfu um 14 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum að frádregnum fimm milljónum sem greidd hafði verið til baka. Þá vildi hann fá 40 þúsund bandaríkjadali sem eru liðlega 5,6 milljónir, að frádreginni innborgun að fjárhæð 20 þúsund bandaríkjadala auk málskostnaðar. Dómari taldi vert að konan greiddi til baka 5 milljónir króna auk dráttavaxta og 700 þúsund krónur í málskostnað. Í dómsorði segir að konan hafi aðallega gert kröfu um að málinu yrði vísað frá vegna vanreifunar en ágreiningslaust er að maðurinn afhenti henni fjármunina í tvennu lagi, í október 2018. Meðal annars var að ræða seðlavöndla vafða inn í álpappír sem konan tók til varðveislu og afhenti honum aftur þegar eftir því var leitað. Hún sagði staðfastlega að annað sem út af stæði hafi verið gjöf en í dómi er vísað til laga þess efnis að sá sem heldur því fram að tiltekin ráðstöfun fjármuna til hans helgist af gjöf eða öðrum örlætisgerningi beri almennt sönnunarbyrði fyrir staðhæfingu sinni. Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Aðgerðin gekk hins vegar vel en um var að ræða hjartaþræðingu. Maðurinn, sem hresstist allur í kjölfar hennar, krafði þá konuna um fjármunina aftur. Hún neitaði því hins vegar og hélt því fram að fjármunirnir hefðu verið gjöf. Hún notaði peningana meðal annars til þess að greiða inn á íbúð. Sandra Baldvinsdóttir héraðsdómari taldi hins vegar óumdeilt að maðurinn hafi gefið dóttur sinni fyrirmæli um að varðveita féð í bankahólfi sem hún átti að stofna. Það benti til þess að ekki hafi verið um gjöf að ræða. Um verulega fjármuni er að ræða og var hún í nokkrum hlutum. Stefnandi gerði kröfu um 14 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum að frádregnum fimm milljónum sem greidd hafði verið til baka. Þá vildi hann fá 40 þúsund bandaríkjadali sem eru liðlega 5,6 milljónir, að frádreginni innborgun að fjárhæð 20 þúsund bandaríkjadala auk málskostnaðar. Dómari taldi vert að konan greiddi til baka 5 milljónir króna auk dráttavaxta og 700 þúsund krónur í málskostnað. Í dómsorði segir að konan hafi aðallega gert kröfu um að málinu yrði vísað frá vegna vanreifunar en ágreiningslaust er að maðurinn afhenti henni fjármunina í tvennu lagi, í október 2018. Meðal annars var að ræða seðlavöndla vafða inn í álpappír sem konan tók til varðveislu og afhenti honum aftur þegar eftir því var leitað. Hún sagði staðfastlega að annað sem út af stæði hafi verið gjöf en í dómi er vísað til laga þess efnis að sá sem heldur því fram að tiltekin ráðstöfun fjármuna til hans helgist af gjöf eða öðrum örlætisgerningi beri almennt sönnunarbyrði fyrir staðhæfingu sinni.
Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira