Mælast til þess að Trump verði ákærður Árni Sæberg skrifar 19. desember 2022 23:09 Myndskeið af ræðu Donalds Trump var sýnt á lokafundi þingnefndarinnar. Al Drago/AP Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti einróma í kvöld að mælast til þess að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, verði ákærður í fjórum ákæruliðum fyrir þátt hans í árásinni á þinghúsið þann 6. janúar árið 2020. Níu manna þingnefnd, skipuð sjö þingmönnum Demókrata og tveimur þingmönnum Repúblikana, kom saman á sínum síðasta fundi í kvöld eftir að hafa varið átján mánuðum í að rannsaka árásina á þinghúsið og aðdraganda hennar. Þann 6. janúar árið 2020 ruddist stór hópur stuðningsmanna Trump inn í þinghúsið í Washington með það að markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020, þegar Joe Biden vann Trump. Niðurstaða nefndarinnar, sem samþykkt var með öllum níu atkvæðum, var að mæla með því við dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að Trump yrði ákærður í fjórum ákæruliðum fyrir hindrun á opinberum erindagjörðum, samsæri um svik gegn Bandaríkjunum, samsæri um að fara með rangt mál og að hvetja til uppreisnar. Í samantektarskýrslu nefndarinnar segir að forsetinn fyrrverandi hafi framið fjölþætt samsæri um að koma í veg fyrir að vilji kjósenda næði fram að ganga. Eini forsetinn sem hafi ekki tryggt venjuleg valdaskipti Formaður nefndarinnar, Demókratinn Bennie Thompson, sagði á fundinum að Trump hefði skemmt trú þjóðarinnar á lýðræðislegum kosningum og að tilmæli um að hann yrði ákærður gæti reynst vegvísir til réttlætis. „Ég trúi því að nú tveimur árum síðar lifum við enn á tímum sjálfskoðunar og skuldadaga. Ef við eigum að lifa þetta af sem þjóð laga og lýðræðis má þetta aldrei gerast aftur,“ hefur AP fréttaveitan eftir honum. Þá sagði Repúblikaninn Liz Cheney, sem er varaforseti nefndarinnar, að allir forsetar Bandaríkjanna hefðu tryggt venjuleg og friðsæl valdaskipti, nema einn. „Sigur er það eina sem skiptir máli“ Á fundi sínum opinberaði nefndin ný sönnunargögn í rannsókninni á árásinni á þinghúsið. Þeirra á meðal var skýrslutaka yfir Hope Hicks, sem var um langt skeið aðstoðarmaður Trump. Þar lýsti hún meðal annars samtali sem hún átti við forsetann skömmu fyrir árásina þar sem hann sagði henni að enginn myndi muna eftir arfleifð hans ef hann tapaði kosningunum. „Sigur er það eina sem skiptir máli,“ hafði hún eftir honum. Liðsmenn Donald Trump hafa ekki orðið við beiðnum AP um viðtal eftir fund nefndarinnar. Í frétt AP segir að tilmæli nefndarinnar séu einungis ráðgefandi, þau hafi engin raunveruleg lagaleg áhrif. Þó auki þau á þrýsting á Merrick Garland, ríkissaksóknara Bandaríkjanna, að gefa út ákæru á hendur forsetanum fyrrverandi. Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Erfið vika í vændum hjá Trump Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, stendur frammi fyrir erfiðri viku. Þingnefnd mun mögulega leggja til að hann verði ákærður vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra og skattaskýrslur hans verða mögulega opinberaðar. 19. desember 2022 15:48 „Ofbeldið var engin tilviljun“ Donald Trump spilaði lykilhlutverk í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 að mati þingnefndar. Formaður nefndarinnar segir ofbeldið ekki hafa verið neina tilviljun heldur hafi verið um að ræða tilraun til valdaráns. 10. júní 2022 22:00 Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Sjá meira
Níu manna þingnefnd, skipuð sjö þingmönnum Demókrata og tveimur þingmönnum Repúblikana, kom saman á sínum síðasta fundi í kvöld eftir að hafa varið átján mánuðum í að rannsaka árásina á þinghúsið og aðdraganda hennar. Þann 6. janúar árið 2020 ruddist stór hópur stuðningsmanna Trump inn í þinghúsið í Washington með það að markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020, þegar Joe Biden vann Trump. Niðurstaða nefndarinnar, sem samþykkt var með öllum níu atkvæðum, var að mæla með því við dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að Trump yrði ákærður í fjórum ákæruliðum fyrir hindrun á opinberum erindagjörðum, samsæri um svik gegn Bandaríkjunum, samsæri um að fara með rangt mál og að hvetja til uppreisnar. Í samantektarskýrslu nefndarinnar segir að forsetinn fyrrverandi hafi framið fjölþætt samsæri um að koma í veg fyrir að vilji kjósenda næði fram að ganga. Eini forsetinn sem hafi ekki tryggt venjuleg valdaskipti Formaður nefndarinnar, Demókratinn Bennie Thompson, sagði á fundinum að Trump hefði skemmt trú þjóðarinnar á lýðræðislegum kosningum og að tilmæli um að hann yrði ákærður gæti reynst vegvísir til réttlætis. „Ég trúi því að nú tveimur árum síðar lifum við enn á tímum sjálfskoðunar og skuldadaga. Ef við eigum að lifa þetta af sem þjóð laga og lýðræðis má þetta aldrei gerast aftur,“ hefur AP fréttaveitan eftir honum. Þá sagði Repúblikaninn Liz Cheney, sem er varaforseti nefndarinnar, að allir forsetar Bandaríkjanna hefðu tryggt venjuleg og friðsæl valdaskipti, nema einn. „Sigur er það eina sem skiptir máli“ Á fundi sínum opinberaði nefndin ný sönnunargögn í rannsókninni á árásinni á þinghúsið. Þeirra á meðal var skýrslutaka yfir Hope Hicks, sem var um langt skeið aðstoðarmaður Trump. Þar lýsti hún meðal annars samtali sem hún átti við forsetann skömmu fyrir árásina þar sem hann sagði henni að enginn myndi muna eftir arfleifð hans ef hann tapaði kosningunum. „Sigur er það eina sem skiptir máli,“ hafði hún eftir honum. Liðsmenn Donald Trump hafa ekki orðið við beiðnum AP um viðtal eftir fund nefndarinnar. Í frétt AP segir að tilmæli nefndarinnar séu einungis ráðgefandi, þau hafi engin raunveruleg lagaleg áhrif. Þó auki þau á þrýsting á Merrick Garland, ríkissaksóknara Bandaríkjanna, að gefa út ákæru á hendur forsetanum fyrrverandi.
Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Erfið vika í vændum hjá Trump Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, stendur frammi fyrir erfiðri viku. Þingnefnd mun mögulega leggja til að hann verði ákærður vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra og skattaskýrslur hans verða mögulega opinberaðar. 19. desember 2022 15:48 „Ofbeldið var engin tilviljun“ Donald Trump spilaði lykilhlutverk í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 að mati þingnefndar. Formaður nefndarinnar segir ofbeldið ekki hafa verið neina tilviljun heldur hafi verið um að ræða tilraun til valdaráns. 10. júní 2022 22:00 Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Sjá meira
Erfið vika í vændum hjá Trump Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, stendur frammi fyrir erfiðri viku. Þingnefnd mun mögulega leggja til að hann verði ákærður vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra og skattaskýrslur hans verða mögulega opinberaðar. 19. desember 2022 15:48
„Ofbeldið var engin tilviljun“ Donald Trump spilaði lykilhlutverk í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 að mati þingnefndar. Formaður nefndarinnar segir ofbeldið ekki hafa verið neina tilviljun heldur hafi verið um að ræða tilraun til valdaráns. 10. júní 2022 22:00
Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent