„Við viljum ekki að svona komi fyrir aftur“ Árni Sæberg skrifar 20. desember 2022 15:32 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair group. Vísir/Vilhelm Búið er að opna Reykjanesbrautina í báðar áttir og brátt mun eðlileg flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefjast á ný. Forstjóri Icelandair tók á móti farþegum tveggja þota sem flogið var frá Keflavík til Reykjavíkur í dag. „Staðan er að lagast, við stefnum á flug til Kaupmannahafnar og London núna seinnipartinn, tíu flug til Norður-Ameríku, fjögur flug til Tenerife og eitt til Kanarí. Það er svona planið okkar núna og vonandi gengur það eftir,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri í samtali við fréttastofu á Reykjavíkurflugvelli. Icelandair hefur ákveðið að halda sínu striki og fljúga fólki frá Keflavíkurflugvelli á tveimur Boeing 757 vélum þrátt fyrir að búið sé að opna Reykjanesbrautina í báðar áttir. Þá segir Bogi Nils að tvö tonn af matvælum verði flutt til keflavíkur til þess að fylla á matarbirgðir í Leifsstöð. „Við erum að vinna að því hörðum höndum að koma ástandinu í betra horf,“ segir Bogi Nils. Veðrið hafði áhrif á rúmlega fimm þúsund farþega Í gær hafði veðrið áhrif á fimm þúsund farþega Icelandair og fjölmarga í dag. „Við erum náttúrulega að nálgast jólin þannig að þetta hefur verið mjög erfitt ástand fyrir okkar farþega,“ segir Bogi Nils. Þá segir hann að ástandið hafi ekki síður reynst starfsfólki erfitt. Það hafi unnið kraftaverk í stöðunni þrátt fyrir að erfitt hafi verið að komast upp á völl, hvort sem það væri frá höfuðborgarsvæðinu eða Suðurnesjum. „Okkar fólk er búið að vera að vaða snjóskafla frá Keflavík og Ásbrú, og í gegnum snjóbyl bara til að komast á völlinn. Skoða möguleikann á að leigja aukaflugvél Bogi Nils segir að til skoðunar sé að leigja flugvél til þess að létta álagið sem safnast hefur upp síðustu daga. „Svona miklar truflanir á áætluninni okkar, í þetta langan tíma, hafa náttúrulega keðjuverkandi áhrif,“ segir hann og bætir við að áætlunin hafi verið þétt og vel bókuð. Samgöngutruflanir komu Icelandair að óvörum Bogi Nils segir að samgöngutruflanir hafi haft mikil áhrif á félagið og komið því á óvart. Vel hafi verið fylgst með veðurspám hvað varðar flugvöllinn og ekkert hafi bent til þess að flugraskanir yrðu vegna veðurs. „Þetta er eitthvað sem við, í samstarfi við þá sem stjórna þessum málum, verðum að skoða mjög alvarlega. Við viljum ekki að svona komi fyrir aftur, þetta er náttúrulega gríðarlegt tjón fyrir okkur, tjón fyrir okkar farþega og veldur óbeinu tjóni fyrir Ísland sem ferðamannaland, því að umræðan verður neikvæð úti í heimi út af þessu,“ segir hann. Þó segir hann að erfitt sé að fullyrða um það sem betur hefði mátt fara. Viðtal við Boga Nils má sjá í spilaranum hér að neðan: Icelandair Veður Samgöngur Snjómokstur Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Staðan er að lagast, við stefnum á flug til Kaupmannahafnar og London núna seinnipartinn, tíu flug til Norður-Ameríku, fjögur flug til Tenerife og eitt til Kanarí. Það er svona planið okkar núna og vonandi gengur það eftir,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri í samtali við fréttastofu á Reykjavíkurflugvelli. Icelandair hefur ákveðið að halda sínu striki og fljúga fólki frá Keflavíkurflugvelli á tveimur Boeing 757 vélum þrátt fyrir að búið sé að opna Reykjanesbrautina í báðar áttir. Þá segir Bogi Nils að tvö tonn af matvælum verði flutt til keflavíkur til þess að fylla á matarbirgðir í Leifsstöð. „Við erum að vinna að því hörðum höndum að koma ástandinu í betra horf,“ segir Bogi Nils. Veðrið hafði áhrif á rúmlega fimm þúsund farþega Í gær hafði veðrið áhrif á fimm þúsund farþega Icelandair og fjölmarga í dag. „Við erum náttúrulega að nálgast jólin þannig að þetta hefur verið mjög erfitt ástand fyrir okkar farþega,“ segir Bogi Nils. Þá segir hann að ástandið hafi ekki síður reynst starfsfólki erfitt. Það hafi unnið kraftaverk í stöðunni þrátt fyrir að erfitt hafi verið að komast upp á völl, hvort sem það væri frá höfuðborgarsvæðinu eða Suðurnesjum. „Okkar fólk er búið að vera að vaða snjóskafla frá Keflavík og Ásbrú, og í gegnum snjóbyl bara til að komast á völlinn. Skoða möguleikann á að leigja aukaflugvél Bogi Nils segir að til skoðunar sé að leigja flugvél til þess að létta álagið sem safnast hefur upp síðustu daga. „Svona miklar truflanir á áætluninni okkar, í þetta langan tíma, hafa náttúrulega keðjuverkandi áhrif,“ segir hann og bætir við að áætlunin hafi verið þétt og vel bókuð. Samgöngutruflanir komu Icelandair að óvörum Bogi Nils segir að samgöngutruflanir hafi haft mikil áhrif á félagið og komið því á óvart. Vel hafi verið fylgst með veðurspám hvað varðar flugvöllinn og ekkert hafi bent til þess að flugraskanir yrðu vegna veðurs. „Þetta er eitthvað sem við, í samstarfi við þá sem stjórna þessum málum, verðum að skoða mjög alvarlega. Við viljum ekki að svona komi fyrir aftur, þetta er náttúrulega gríðarlegt tjón fyrir okkur, tjón fyrir okkar farþega og veldur óbeinu tjóni fyrir Ísland sem ferðamannaland, því að umræðan verður neikvæð úti í heimi út af þessu,“ segir hann. Þó segir hann að erfitt sé að fullyrða um það sem betur hefði mátt fara. Viðtal við Boga Nils má sjá í spilaranum hér að neðan:
Icelandair Veður Samgöngur Snjómokstur Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira