Ormsson, Ilva og Heimkaup sektuð fyrir Taxfree auglýsingar Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 20. desember 2022 16:13 Neytendastofa hefur sektað Ormsson, Ilvu og Heimkaup vegna Taxfree auglýsinga. Vísir/Hanna Neytendastofa hefur sektað Heimkaup, Ormsson og Ilvu fyrir að tilgreina ekki prósentuhlutfall verðlækkunar þegar fyrirtækin auglýstu taxfree afslátt af vörum sínum. Ormsson var auk þess sektað fyrir að auglýsa sjónvörp á afslætti í lengri tíma en sex vikur þrátt fyrir að þau hafi aldrei verið seld á tilgreindu fyrra verði. Úrskurðirnir voru birtir á vef Neytendastofu í dag. Í tilfelli Heimkaups kemur fram að stofnuninni hafi borist ábendingar í tengslum við taxfree auglýsingar félagsins. „Í ábendingum hafi komið fram að félagið hafi ekki tilgreint prósentuhlutfall verðlækkunar á öllum þeim stöðum sem Tax Free verðlækkunin var kynnt,“ segir í úrskurðinum. Óskað var eftir skýringum og athugasemdum frá félaginu vegna erindisins. Höfuðstöðvar Heimkaupa eru í Smáratorgi. Í svari Heimkaups segir að þetta hafi ekki verið með vilja gert „heldur hafi fyrst og fremst verið um mannleg mistök að ræða. Félagið prófarkalesi allt efni sem fari frá þeim á netið og því þyki félaginu það hálf skömmustulegt að þetta skyldi hafa sloppið þar í gegn. Þetta hafi sem betur fer aðeins gerst á forsíðu vefsíðunnar, en ekki þegar komið hafi verið inn á sjálft sölusvæðið.“ Wedo efh, rekstraraðili Heimkaupa var gert að greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð 600.000 krónur vegna brotsins. Ilva sektuð um 200.000 krónur Ilva tiltók ekki prósentuhlutfall afsláttar þegar Taxfree afsláttur var auglýsturIlva Svipaða sögu má segja í tilfelli Ilvu en Neytendastofa sendi félaginu bréf þann 25. ágúst þar sem fram kom að stofnunin hafi orðið vör við auglýsingar félagsins um Tax Free afslátt sem birtist á facebooksíðu ILVA og á vefsíðu félagsins, www.ilva.is. Laut erindið að því að í auglýsingunni væri ekki tilgreint prósentuhlutfall afsláttarins. Þá kom fram að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem Neytendastofa hefði afskipti af auglýsingum félagsins vegna Tax Free tilboðs þar prósentuhlutfall afsláttar var ekki tilgreint. Ilvu var gert að greiða 200.000 krónur vegna málsins. Ormson var sektað fyrir að auglýsa sjónvörp á afslætti í lengri tíma en sex vikur þrátt fyrir að þau hafi aldrei verið seld á tilgreindu fyrra verði. Neytendastofa sendi Ormsson bréf þann 6. júlí. Þar greindi stofnunin frá ábendingu sem henni hafði borist í tengslum við viðskiptahætti félagsins. Í ábendingunni var tekið fram að félagið hafi auglýst sjónvörp á afslætti í lengri tíma en sex vikur og þau aldrei verið seld á tilgreindu fyrra verði. Í miðri uppfærslu á nýju fjárhagskerfi Einnig var bent á að Ormsson hafi auglýst svokallaða Risa Taxfree daga án þess að tilgreina prósentuhlutfall verðlækkunar á öllum þeim stöðum sem verðlækkunin var kynnt. Í úrskurði Neytendastofu kemur fram að í svari Ormsson hafi komið fram að félagið væri í miðri uppfærslu á nýju fjárhagskerfi. „Það fjárhagskerfi sem félagið notaðist við í dag væri ekki með þann möguleika á að skrá hjá sér verðsögu líkt og stofnunin væri að óska eftir og því gæti félagið ekki skilað þeim upplýsingum af sér. Þá tiltók félagið að þau tæki sem Neytendastofa gerði athugasemdir við væru á sérstöku tilboði þar sem verið væri að klára ákveðin módel frá fyrra ári, árinu 2021, með sérstökum markaðsstuðningi frá Samsung en verið væri að rýma fyrir nýjum módelum.“ Var Ormsson gert að greiða 150.000 krónur í sekt til ríkissjóðs vegna málsins. Neytendur Verslun Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Úrskurðirnir voru birtir á vef Neytendastofu í dag. Í tilfelli Heimkaups kemur fram að stofnuninni hafi borist ábendingar í tengslum við taxfree auglýsingar félagsins. „Í ábendingum hafi komið fram að félagið hafi ekki tilgreint prósentuhlutfall verðlækkunar á öllum þeim stöðum sem Tax Free verðlækkunin var kynnt,“ segir í úrskurðinum. Óskað var eftir skýringum og athugasemdum frá félaginu vegna erindisins. Höfuðstöðvar Heimkaupa eru í Smáratorgi. Í svari Heimkaups segir að þetta hafi ekki verið með vilja gert „heldur hafi fyrst og fremst verið um mannleg mistök að ræða. Félagið prófarkalesi allt efni sem fari frá þeim á netið og því þyki félaginu það hálf skömmustulegt að þetta skyldi hafa sloppið þar í gegn. Þetta hafi sem betur fer aðeins gerst á forsíðu vefsíðunnar, en ekki þegar komið hafi verið inn á sjálft sölusvæðið.“ Wedo efh, rekstraraðili Heimkaupa var gert að greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð 600.000 krónur vegna brotsins. Ilva sektuð um 200.000 krónur Ilva tiltók ekki prósentuhlutfall afsláttar þegar Taxfree afsláttur var auglýsturIlva Svipaða sögu má segja í tilfelli Ilvu en Neytendastofa sendi félaginu bréf þann 25. ágúst þar sem fram kom að stofnunin hafi orðið vör við auglýsingar félagsins um Tax Free afslátt sem birtist á facebooksíðu ILVA og á vefsíðu félagsins, www.ilva.is. Laut erindið að því að í auglýsingunni væri ekki tilgreint prósentuhlutfall afsláttarins. Þá kom fram að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem Neytendastofa hefði afskipti af auglýsingum félagsins vegna Tax Free tilboðs þar prósentuhlutfall afsláttar var ekki tilgreint. Ilvu var gert að greiða 200.000 krónur vegna málsins. Ormson var sektað fyrir að auglýsa sjónvörp á afslætti í lengri tíma en sex vikur þrátt fyrir að þau hafi aldrei verið seld á tilgreindu fyrra verði. Neytendastofa sendi Ormsson bréf þann 6. júlí. Þar greindi stofnunin frá ábendingu sem henni hafði borist í tengslum við viðskiptahætti félagsins. Í ábendingunni var tekið fram að félagið hafi auglýst sjónvörp á afslætti í lengri tíma en sex vikur og þau aldrei verið seld á tilgreindu fyrra verði. Í miðri uppfærslu á nýju fjárhagskerfi Einnig var bent á að Ormsson hafi auglýst svokallaða Risa Taxfree daga án þess að tilgreina prósentuhlutfall verðlækkunar á öllum þeim stöðum sem verðlækkunin var kynnt. Í úrskurði Neytendastofu kemur fram að í svari Ormsson hafi komið fram að félagið væri í miðri uppfærslu á nýju fjárhagskerfi. „Það fjárhagskerfi sem félagið notaðist við í dag væri ekki með þann möguleika á að skrá hjá sér verðsögu líkt og stofnunin væri að óska eftir og því gæti félagið ekki skilað þeim upplýsingum af sér. Þá tiltók félagið að þau tæki sem Neytendastofa gerði athugasemdir við væru á sérstöku tilboði þar sem verið væri að klára ákveðin módel frá fyrra ári, árinu 2021, með sérstökum markaðsstuðningi frá Samsung en verið væri að rýma fyrir nýjum módelum.“ Var Ormsson gert að greiða 150.000 krónur í sekt til ríkissjóðs vegna málsins.
Neytendur Verslun Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“