Íslensk lög:
700 þúsund stólar - GDRN & Magnús Jóhann
„Þetta lag með Hjálmum er líklega mitt uppáhalds lag allra tíma, að fá það í nýjan búning í flutningi Guðrúnar og Magnúsar er æðislegt. Platan öll er virkilega vönduð og kósý.“
Hæ Stína - Snorri Helgason
„Mögulega repeat lag ársins. Textarnir hans Snorra eru svo skemmtilega hversdagslegir en fallega ljóðrænir á sama tíma. P.S. hvar er stuðningshópur þeirra sem sakna Sprengjuhallarinnar?“
Desember - Klara
„Þetta er svo rómantískt jólalag að mig langar að hætta með manninum mínum bara til að byrja með honum upp á nýtt. Klara er með einstaklega fallega rödd og þetta lag verður á repeat langt fram á sumar.“
En - Una Torfa
„Una er virkilega fersk og hæfileikarík tónlistarkona. Dýrka þetta lag og dýrka þessa plötu, hún er ekkert smá vel gerð.“
Under my underwear - Inspector Spacetime
„Partýhljómsveit Íslands með enn einn partýsmellinn.“
Erlend lög:
I love you bitch - Lizzo
„Ég elska þegar tónlistarfólk gefur manni plötu með engu skip lagi. Þessi plata er SJÚK og Lizzo heldur áfram að vera empowerment drottning lífs míns. Dóttir mín elskar þetta lag, byrjar að dilla sér um leið og það byrjar og það er bókstaflega ekkert sætara.“
CUFF IT - Beyoncé
„Ahhhhh. Loksins kom nýtt efni frá gyðjunni. Dýrka þetta klúbba-diskó vibe og vil meira meira meira.“
Special - Lizzo
„Lizzo á skilið annað lag á þessum lista því hún bjargaði geðheilsu minni svo oft á þessu ári með sínum sjálfsástar víbrum. Lizzo syngur með allri sálinni og er efst á lista yfir þau sem ég vil sjá live á næsta ári.“
I hate U - SZA
„Búin að bíða lengi eftir nýrri plötu frá SZA. Hún er kannski ekki alveg jafn sturluð og CTRL var en það eru nokkur lög sem eru í algjöru uppáhaldi, eins og þetta.“
Question...? - Taylor Swift
„Ég veit að það þykir töff að hata Taylor en ég bara elska hana. Nýja platan greip mig ekki eins mikið og til dæmis Folklore en þau lög sem eru góð eru GÓÐ. Hún er frábær textahöfundur.“