„Það á bara að splundra þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. desember 2022 15:01 Það þarf mikla tiltekt hjá Chicago Bulls samkvæmt Tómasi Steindórssyni og öðrum sérfræðingum Lögmáls leiksins. Vísir/Samsett Farið var yfir stóru málin í NBA-deildinni í Lögmáli leiksins í gær. Mikil umræða skapaðist um lið Chicago Bulls. Í liðnum Nei eða já var því velt upp hvort Bulls-liðið ætti að draga saman seglin í rekstri sínum, losa leikmenn á háum launum og hefja uppbyggingarfasa. Enda hefur liðið að litlu að keppa í ár. „Já. Peningarnir þeirra eru svo illa nýttir, stóru samningarnir: Zach LaVine, [Nikola] Vucevic þeir eru á alltof háum launum miðað við gæði,“ segir Bulls-stuðningsmaðurinn Tómas Steindórsson. „Það á bara að splundra þessu og taka pickin,“ segir hann enn fremur. Auka líkur á valrétti sem annars er tapaður Þáttaastjórnandinn Kjartan Atli Kjartansson hefur einnig sterkar skoðanir á málinu. „Ekki bara ættu Bulls að bara að draga saman seglin, annað er eiginlega fáránlegt. Því að núna er liðið með sjöunda versta recordið í NBA, eitthvað svoleiðis,“ segir Kjartan sem útskýrir afstöðu sína út frá stöðu liðsins. Bulls og Orlando Magic gerðu með sér leikmannaskipti. Vucevic fór til Bulls, Wendell Carter Jr. til Magic og tveir valréttir. Þessir valréttur í ár sem fór til Orlando Magic er það sem er kallað top four protected,“ segir Kjartan. Klippa: Lögmál leiksins: Á Bulls að hreinsa út? Þetta þýðir að ef Bulls fær einn af fjóru fyrstu valréttunum í nýliðavalinu næsta vor þá heldur félagið þeim rétti, á kostnað Magic. Orlando-liðið heldur honum ef hann er fimmti eða neðar. Kjartan útskýrir enn fremur að því neðar sem Bulls endar í deildinni, þeim mun líklegri eru þeir til að vera á meðal þeirra fyrstu í valinu. Þeir hagnist því raunverulega á því að enda eins neðarlega og hægt er, til að auka líkur á því að fá góðan valrétt, sem annars nýtist Orlando Magic. „Það meikar ekkert annað sens. Því það er ekkert að fara að gerast í ár, það er ekkert að fara að gerast á næsta ári. Eina leiðin út úr þessum öldudal er að hreinsa út,“ Þeir eru í fínni stöðu til að tanka,“ segir Hörður Unnsteinsson. Þeir félagar veltu svo vöngum um það hvaða leikmenn ættu að yfirgefa liðið og hverjum ætti að halda í þessu samhengi. Fleiri þættir voru svo til umræðu í Nei eða já, sem eru eftirfarandi: Bulls ætti að draga saman seglin. Dallas ætti að reka Jason Kidd Jokic getur unnið MVP þriðja árið í röð Cavs ná Boston í deildarkeppninni Umræðu um þess fjóra punkta, þar á meðal veigamikla umræðu um Bulls-liðið, má sjá í spilaranum að ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NBA Lögmál leiksins Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Sjá meira
Í liðnum Nei eða já var því velt upp hvort Bulls-liðið ætti að draga saman seglin í rekstri sínum, losa leikmenn á háum launum og hefja uppbyggingarfasa. Enda hefur liðið að litlu að keppa í ár. „Já. Peningarnir þeirra eru svo illa nýttir, stóru samningarnir: Zach LaVine, [Nikola] Vucevic þeir eru á alltof háum launum miðað við gæði,“ segir Bulls-stuðningsmaðurinn Tómas Steindórsson. „Það á bara að splundra þessu og taka pickin,“ segir hann enn fremur. Auka líkur á valrétti sem annars er tapaður Þáttaastjórnandinn Kjartan Atli Kjartansson hefur einnig sterkar skoðanir á málinu. „Ekki bara ættu Bulls að bara að draga saman seglin, annað er eiginlega fáránlegt. Því að núna er liðið með sjöunda versta recordið í NBA, eitthvað svoleiðis,“ segir Kjartan sem útskýrir afstöðu sína út frá stöðu liðsins. Bulls og Orlando Magic gerðu með sér leikmannaskipti. Vucevic fór til Bulls, Wendell Carter Jr. til Magic og tveir valréttir. Þessir valréttur í ár sem fór til Orlando Magic er það sem er kallað top four protected,“ segir Kjartan. Klippa: Lögmál leiksins: Á Bulls að hreinsa út? Þetta þýðir að ef Bulls fær einn af fjóru fyrstu valréttunum í nýliðavalinu næsta vor þá heldur félagið þeim rétti, á kostnað Magic. Orlando-liðið heldur honum ef hann er fimmti eða neðar. Kjartan útskýrir enn fremur að því neðar sem Bulls endar í deildinni, þeim mun líklegri eru þeir til að vera á meðal þeirra fyrstu í valinu. Þeir hagnist því raunverulega á því að enda eins neðarlega og hægt er, til að auka líkur á því að fá góðan valrétt, sem annars nýtist Orlando Magic. „Það meikar ekkert annað sens. Því það er ekkert að fara að gerast í ár, það er ekkert að fara að gerast á næsta ári. Eina leiðin út úr þessum öldudal er að hreinsa út,“ Þeir eru í fínni stöðu til að tanka,“ segir Hörður Unnsteinsson. Þeir félagar veltu svo vöngum um það hvaða leikmenn ættu að yfirgefa liðið og hverjum ætti að halda í þessu samhengi. Fleiri þættir voru svo til umræðu í Nei eða já, sem eru eftirfarandi: Bulls ætti að draga saman seglin. Dallas ætti að reka Jason Kidd Jokic getur unnið MVP þriðja árið í röð Cavs ná Boston í deildarkeppninni Umræðu um þess fjóra punkta, þar á meðal veigamikla umræðu um Bulls-liðið, má sjá í spilaranum að ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NBA Lögmál leiksins Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn