Pyntingameistari einræðisstjórnar fangelsaður Kjartan Kjartansson skrifar 22. desember 2022 14:06 Mario Sandoval í dómsal í Buenos Aires í september. Honum hefur verið lýst sem einum harðskeyttasta pyntara herforingjastjórnarinnar á 8. og 9. áratug síðustu aldar. Vísir/EPA Dómstóll í Argentínu dæmdi fyrrverandi lögreglumann í fimmtán ára fangelsi fyrir að ræna og pynta námsmann í tíð herforingjastjórnarinnar á áttunda áratug síðustu aldar. Lögreglumaðurinn starfaði í alræmdri pyntingastöð. Mario Sandoval, 69 ára, er sakaður um að hafa tekið þátt í að láta hundruð vinstrimanna hverfa og pyntað þá þegar herforingjastjórn réði ríkjum í Argentínu frá 1976 til 1983. Alls er talið að herforingjastjórnin hafi látið um þrjátíu þúsund manns hverfa. Ákæra gegn Sandoval laut þó aðeins að máli Hernáns Abriata, vinstrisinnaðs arkítektarnema. Lögreglumenn drógu Abriata út af heimili sínu árið 1976. Ekki er vitað hvað varð um hann en talið er fullvíst að hann hafi verið myrtur. Sandoval var fundinn sekur um að hafa rænt Abriata og pyntað hann í vélstjóraskóla sjóhersins sem var á tíma herforingjastjórnarinnar stærsta leynifangelsi landsins. Fangelsið gekk undir nafninu Esma á meðal Argentínumanna. Áætlað er að af þeim fimm þúsund körlum og konum sem voru færð í Esma hafi aðeins hundrað komist lífs af. Fangar voru yfirheyrðir og pyntaðir. Mörgum þeirra voru síðar gefin lyf og þeim hent út úr flugvélum út í sjó í svonefndu „skítugu stríði“ herforingjastjórnarinnar gegn vinstrisinnum og öðrum stjórnarandstæðingum. Börn fólks sem var látið hverfa með þessum hætti voru mörg ættleidd til vildarvina stjórnarinnar. Monica Dittmar, eiginkona Hernáns Abriata, heldur á mynd af honum við upphaf réttarhaldanna yfir Sandoval. Skilaboð frá Abriata til Dittmar fundust í fangaklefa í Esma fundust fyrir sex árum. Abriata var 24 ára þegar lögreglumenn rændu honum af heimili sínu.Vísir/EPA Gerðist háskólakennari og ráðgjafi í Frakklandi Þeir sem lifðu stríðið af lýsa Sandoval sem einum miskunnarlausasta pyntingarmeistaranum í Esma, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann á meðal annars að hafa bundið fanga við rúmgrindur úr málmi og pynta þá með rafmagnsstöng sem er annars notuð til þess að smala nautgripum. Sandoval flúði Argentínu tveimur árum eftir að herforingjastjórnin féll og settist að í Frakklandi. Þar gerðist hann háskólakennari í Sorbonne og ráðgjafi í öryggis- og varnarmálum. Árið 2008 kom í ljós hver hann væri í raun og veru. Franskur dómstóll úrskurðaði að lokum að hann mætti framselja til Argentínu. Fyrrverandi lögreglumaðurinn heldur enn fram sakleysi sínu. Í sumar hlutu nítján fyrrverandi herforingjar þunga fangelsisdóma fyrir glæpi gegn mannkyninu. Á meðal þeirra var Santiago Riveros, 98 ára gamall fyrrverandi hershöfðingi. Riveros var fundinn sekur um fleiri en hundrað glæpi og hlaut lífstíðardóm. Glæpirnir voru gegn 350 fórnarlömbum, á meðal þeirra sex starfsmenn verksmiðju bílaframleiðandans Mercedes Benz sem hægrisinnuð dauðasveit rændi vegna stuðnings þeirra við verkalýðsbaráttu. Verkamennirnir voru fluttir í Campo de Mayo-fangelsið sem Riveros stýrði þar sem þeir voru pyntaðir. Aldrei spurðist frá þeim aftur. Argentína Erlend sakamál Mannréttindi Tengdar fréttir Ein forystukvenna mæðranna á Maítorgi látin Baráttukona sem átti þátt í að stofna samtökin Mæðurnar á Maítorgi sem kröfðust þess að fá að vita um afdrif fólks sem herforingjastjórn Argentínu lét hverfa er látin, 93 ára að aldri. Tveir synir hennar voru á meðal fórnarlamba stjórnarinnar. 22. nóvember 2022 11:59 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Mario Sandoval, 69 ára, er sakaður um að hafa tekið þátt í að láta hundruð vinstrimanna hverfa og pyntað þá þegar herforingjastjórn réði ríkjum í Argentínu frá 1976 til 1983. Alls er talið að herforingjastjórnin hafi látið um þrjátíu þúsund manns hverfa. Ákæra gegn Sandoval laut þó aðeins að máli Hernáns Abriata, vinstrisinnaðs arkítektarnema. Lögreglumenn drógu Abriata út af heimili sínu árið 1976. Ekki er vitað hvað varð um hann en talið er fullvíst að hann hafi verið myrtur. Sandoval var fundinn sekur um að hafa rænt Abriata og pyntað hann í vélstjóraskóla sjóhersins sem var á tíma herforingjastjórnarinnar stærsta leynifangelsi landsins. Fangelsið gekk undir nafninu Esma á meðal Argentínumanna. Áætlað er að af þeim fimm þúsund körlum og konum sem voru færð í Esma hafi aðeins hundrað komist lífs af. Fangar voru yfirheyrðir og pyntaðir. Mörgum þeirra voru síðar gefin lyf og þeim hent út úr flugvélum út í sjó í svonefndu „skítugu stríði“ herforingjastjórnarinnar gegn vinstrisinnum og öðrum stjórnarandstæðingum. Börn fólks sem var látið hverfa með þessum hætti voru mörg ættleidd til vildarvina stjórnarinnar. Monica Dittmar, eiginkona Hernáns Abriata, heldur á mynd af honum við upphaf réttarhaldanna yfir Sandoval. Skilaboð frá Abriata til Dittmar fundust í fangaklefa í Esma fundust fyrir sex árum. Abriata var 24 ára þegar lögreglumenn rændu honum af heimili sínu.Vísir/EPA Gerðist háskólakennari og ráðgjafi í Frakklandi Þeir sem lifðu stríðið af lýsa Sandoval sem einum miskunnarlausasta pyntingarmeistaranum í Esma, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann á meðal annars að hafa bundið fanga við rúmgrindur úr málmi og pynta þá með rafmagnsstöng sem er annars notuð til þess að smala nautgripum. Sandoval flúði Argentínu tveimur árum eftir að herforingjastjórnin féll og settist að í Frakklandi. Þar gerðist hann háskólakennari í Sorbonne og ráðgjafi í öryggis- og varnarmálum. Árið 2008 kom í ljós hver hann væri í raun og veru. Franskur dómstóll úrskurðaði að lokum að hann mætti framselja til Argentínu. Fyrrverandi lögreglumaðurinn heldur enn fram sakleysi sínu. Í sumar hlutu nítján fyrrverandi herforingjar þunga fangelsisdóma fyrir glæpi gegn mannkyninu. Á meðal þeirra var Santiago Riveros, 98 ára gamall fyrrverandi hershöfðingi. Riveros var fundinn sekur um fleiri en hundrað glæpi og hlaut lífstíðardóm. Glæpirnir voru gegn 350 fórnarlömbum, á meðal þeirra sex starfsmenn verksmiðju bílaframleiðandans Mercedes Benz sem hægrisinnuð dauðasveit rændi vegna stuðnings þeirra við verkalýðsbaráttu. Verkamennirnir voru fluttir í Campo de Mayo-fangelsið sem Riveros stýrði þar sem þeir voru pyntaðir. Aldrei spurðist frá þeim aftur.
Argentína Erlend sakamál Mannréttindi Tengdar fréttir Ein forystukvenna mæðranna á Maítorgi látin Baráttukona sem átti þátt í að stofna samtökin Mæðurnar á Maítorgi sem kröfðust þess að fá að vita um afdrif fólks sem herforingjastjórn Argentínu lét hverfa er látin, 93 ára að aldri. Tveir synir hennar voru á meðal fórnarlamba stjórnarinnar. 22. nóvember 2022 11:59 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Ein forystukvenna mæðranna á Maítorgi látin Baráttukona sem átti þátt í að stofna samtökin Mæðurnar á Maítorgi sem kröfðust þess að fá að vita um afdrif fólks sem herforingjastjórn Argentínu lét hverfa er látin, 93 ára að aldri. Tveir synir hennar voru á meðal fórnarlamba stjórnarinnar. 22. nóvember 2022 11:59