Um samræmda móttöku flóttafólks í sveitarfélaginu Árborg Anna Katarzyna Wozniczka og Heiða Ösp Kristjánsdóttir skrifa 23. desember 2022 13:30 Síðastliðin fimm ár hefur Árborg verið móttökusveitarfélag fyrir flóttafólk og tekið á móti einstaklingum frá m.a. Afganistan, Íran, Sýrlandi, Úkraínu og Venesúela. Þann 25. nóvember 2022 undirrituðu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, nýjan samning um samræmda móttöku flóttafólks í Árborg. Samningurinn kveður á um að allt að 100 flóttamenn með lögheimili í sveitarfélaginu geti fengið auka þjónustu fram til 31. desember 2023. Með samningi tryggir ríkið sveitarfélaginu fjármagn til að sinna verkefninu. Nú þegar eru yfir 60 flóttamenn sem falla undir verkefnið búsettir í sveitarfélaginu Árborg og hafa samþykkt að fá slíka þjónustu. Þetta er mjög fjölbreytur hópur, bæði einstaklingar sem og fjölskyldur, á öllum aldri en flestir komu til Árborgar á eigin vegum. Samræmd móttaka flóttafólks nær til fólks sem fengið hefur alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða hér á landi. Þetta á við um fólk sem hefur komið til Íslands á eigin vegum eða í boði stjórnvalda. Umsjón með verkefninu á landsvísu er í höndum Fjölmenningarseturs. Lögð er áhersla á nauðsynlega aðstoð til að vinna úr áföllum og fólk fái tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu. Markmiðið er að tryggja flóttafólki samfellda og jafna þjónustu óháð því hvaðan það kemur og í hvaða sveitarfélagi það kýs að setjast að. Velferðarþjónusta sveitarfélagsins Árborgar sér um að tryggja samfellda og fjölbreytta þjónustu við flóttafólk. Málstjóri, starfsmaður velferðarþjónustu er tengiliður milli allra þjónustuaðila og samhæfingaraðili þjónustunnar. Flóttamenn leigja húsnæði á almennum markaði en ekki félagslegt leiguhúsnæði eða annað húsnæði í eigu sveitarfélagsins. Sveitarfélagið hjálpar þeim við leit að grunnhúsbúnaði. Málstjórinn tengir einstaklinga við heilbrigðisstofnanir og fylgir þeim eftir í einstaklingsmálum eftir þörfum. Málstjórinn útbýr einstaklingsáætlun í samvinnu við einstaklinginn auk þess að aðstoða þá við gerð umsókna, opnun bankareikninga og skráningar í helstu kerfi. Vinnumálastofnun á Suðurlandi tekur viðtöl við flóttafólk vegna atvinnuleitar og skipuleggur íslenskukennslu og samfélagsfræðslu, í samstarfi við Fræðslunet Suðurlands. Flestir fullorðnir einstaklingar sem taka þátt í verkefninu eru nú komnir í vinnu hjá ýmsum stofnunum og fyrirtækjum í Árborg en nokkrir úr hópnum eru enn í atvinnuleit með aðstoð Vinnumálastofnunnar. Rauði krossinn parar flóttafólk við sjálfboðaliða sem veita sálrænan stuðning og aðstoð við að leysa úr hagnýtum málum sem koma upp í íslenskum veruleika. Í tilfelli barnafjölskyldna aðstoðar málstjórinn við að skrá börn í skóla og frístundir. Móttaka barna í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins sem og í Fjölbrautaskóla Suðurlands hefur gengið mjög vel og stuðningur frá skóla- og frístundakerfinu hefur verið ómetanlegur. Góð samvinna er lykill þess að móttaka flóttafólks takist vel. Fjölmargir aðilar hafa hingað til tekið þátt í að tryggja flóttafólki farsæla móttöku og aðlögun í sveitarfélaginu Árborg. Ber hér að nefna samstarfsaðila á svæðinu - Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Rauða krossinn í Árnessýslu og Vinnumálastofnun á Suðurlandi en haldnar eru reglulegir stöðufundir til þess að samhæfa þjónustuna. Nytjamarkaðurinn útvegar fataávísanir fyrir flóttafólk en er einnig sveitarfélaginu til taks við leit að húsgögnum og öðrum nauðsynjum fyrir hópinn. Bæði fyrirtæki og íbúar í sveitarfélaginu hafa tekið vel á móti einstaklingunum sem taka þátt í samræmdri móttöku. Þetta samvinnuverkefni mun halda áfram á nýju ári en reynslan undanfarin fimm ár hefur sýnt okkur að stuðningur nærsamfélagsins er dýrmætur þáttur í því að skapa tækifæri fyrir flóttafólk. Með þátttöku Árborgar í verkefninu aukast líkur þeirra sem kjósa að setjast að í sveitarfélaginu að þeir aðlagist og geti tekið þátt í okkar samfélagi. Anna Katarzyna Wozniczka er verkefnastjóri í málefnum flóttamanna og Heiða Ösp Kristjánsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu hjá sveitarfélaginu Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðin fimm ár hefur Árborg verið móttökusveitarfélag fyrir flóttafólk og tekið á móti einstaklingum frá m.a. Afganistan, Íran, Sýrlandi, Úkraínu og Venesúela. Þann 25. nóvember 2022 undirrituðu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, nýjan samning um samræmda móttöku flóttafólks í Árborg. Samningurinn kveður á um að allt að 100 flóttamenn með lögheimili í sveitarfélaginu geti fengið auka þjónustu fram til 31. desember 2023. Með samningi tryggir ríkið sveitarfélaginu fjármagn til að sinna verkefninu. Nú þegar eru yfir 60 flóttamenn sem falla undir verkefnið búsettir í sveitarfélaginu Árborg og hafa samþykkt að fá slíka þjónustu. Þetta er mjög fjölbreytur hópur, bæði einstaklingar sem og fjölskyldur, á öllum aldri en flestir komu til Árborgar á eigin vegum. Samræmd móttaka flóttafólks nær til fólks sem fengið hefur alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða hér á landi. Þetta á við um fólk sem hefur komið til Íslands á eigin vegum eða í boði stjórnvalda. Umsjón með verkefninu á landsvísu er í höndum Fjölmenningarseturs. Lögð er áhersla á nauðsynlega aðstoð til að vinna úr áföllum og fólk fái tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu. Markmiðið er að tryggja flóttafólki samfellda og jafna þjónustu óháð því hvaðan það kemur og í hvaða sveitarfélagi það kýs að setjast að. Velferðarþjónusta sveitarfélagsins Árborgar sér um að tryggja samfellda og fjölbreytta þjónustu við flóttafólk. Málstjóri, starfsmaður velferðarþjónustu er tengiliður milli allra þjónustuaðila og samhæfingaraðili þjónustunnar. Flóttamenn leigja húsnæði á almennum markaði en ekki félagslegt leiguhúsnæði eða annað húsnæði í eigu sveitarfélagsins. Sveitarfélagið hjálpar þeim við leit að grunnhúsbúnaði. Málstjórinn tengir einstaklinga við heilbrigðisstofnanir og fylgir þeim eftir í einstaklingsmálum eftir þörfum. Málstjórinn útbýr einstaklingsáætlun í samvinnu við einstaklinginn auk þess að aðstoða þá við gerð umsókna, opnun bankareikninga og skráningar í helstu kerfi. Vinnumálastofnun á Suðurlandi tekur viðtöl við flóttafólk vegna atvinnuleitar og skipuleggur íslenskukennslu og samfélagsfræðslu, í samstarfi við Fræðslunet Suðurlands. Flestir fullorðnir einstaklingar sem taka þátt í verkefninu eru nú komnir í vinnu hjá ýmsum stofnunum og fyrirtækjum í Árborg en nokkrir úr hópnum eru enn í atvinnuleit með aðstoð Vinnumálastofnunnar. Rauði krossinn parar flóttafólk við sjálfboðaliða sem veita sálrænan stuðning og aðstoð við að leysa úr hagnýtum málum sem koma upp í íslenskum veruleika. Í tilfelli barnafjölskyldna aðstoðar málstjórinn við að skrá börn í skóla og frístundir. Móttaka barna í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins sem og í Fjölbrautaskóla Suðurlands hefur gengið mjög vel og stuðningur frá skóla- og frístundakerfinu hefur verið ómetanlegur. Góð samvinna er lykill þess að móttaka flóttafólks takist vel. Fjölmargir aðilar hafa hingað til tekið þátt í að tryggja flóttafólki farsæla móttöku og aðlögun í sveitarfélaginu Árborg. Ber hér að nefna samstarfsaðila á svæðinu - Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Rauða krossinn í Árnessýslu og Vinnumálastofnun á Suðurlandi en haldnar eru reglulegir stöðufundir til þess að samhæfa þjónustuna. Nytjamarkaðurinn útvegar fataávísanir fyrir flóttafólk en er einnig sveitarfélaginu til taks við leit að húsgögnum og öðrum nauðsynjum fyrir hópinn. Bæði fyrirtæki og íbúar í sveitarfélaginu hafa tekið vel á móti einstaklingunum sem taka þátt í samræmdri móttöku. Þetta samvinnuverkefni mun halda áfram á nýju ári en reynslan undanfarin fimm ár hefur sýnt okkur að stuðningur nærsamfélagsins er dýrmætur þáttur í því að skapa tækifæri fyrir flóttafólk. Með þátttöku Árborgar í verkefninu aukast líkur þeirra sem kjósa að setjast að í sveitarfélaginu að þeir aðlagist og geti tekið þátt í okkar samfélagi. Anna Katarzyna Wozniczka er verkefnastjóri í málefnum flóttamanna og Heiða Ösp Kristjánsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu hjá sveitarfélaginu Árborg.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun