Enn meiðslin hjá Davis setja tímabil Lakers í hættu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. desember 2022 09:46 Anthony Davis er meiddur og óttast er að hann spili ekki meira á tímabilinu. Vísir/Getty Anthony Davis, önnur af stórstjörnum Los Angeles Lakers í NBA deildinni í körfubolta, verður frá í ótilgreindan tíma. Óttast er að tímabil hans sé á enda og segja má að það endi tímabil Lakers í leiðinni. Frá því að Lakers varð NBA meistari í hálfgerðri einangrun í Orlando sumarið 2020 hefur lítið sem ekkert gengið upp hjá Lakers. Davis og LeBron James, hin stórstjarna liðsins, hafa verið meiddir til skiptis og komst liðið ekki einu sinni í úrslitakeppnina á síðustu leiktíð. Eftir að byrja hörmulega á yfirstandandi leiktíð var óttast að slíkt hið sama myndi gerast. Davis reif liðið hins vegar upp úr öldudalnum með frammistöðum sem hefðu skilað honum í umræðuna um verðmætasta leikmann deildarinnar hefði Lakers ekki byrjað svona illa. Þessi öflugi leikmaður, þegar hann er heill heilsu, meiddist hins vegar á dögunum og nú hefur Lakers staðfest að um álagsmeiðsli á hægri fæti sé að ræða. Þar sem ekki er gefið upp hversu lengi hann er frá er talið að Davis gæti hafa spilað sinn síðasta leik á leiktíðinni. After extensive consultation with Lakers team physicians and outside specialists, it has been determined that Anthony Davis has a stress injury in his right foot. Davis will be out indefinitely. Further updates will be provided when appropriate.— Los Angeles Lakers (@Lakers) December 23, 2022 Lakers mætti arfaslöku liði Charlotte Hornets í nótt og beið lægri hlut, sjá mátti augljóslega að Lakers er hvorki fugl né fiskur án Davis, lokatölur 134-130 Hornets í vil. Var þetta þriðja tap Lakers í röð. LeBron skoraði 34 stig og Austin Reaves 20 en það dugði skammt þar sem Lakers spilaði enga vörn. PJ Washington var með 24 stig í liði Hornets á meðan Terry Rozier og LaMelo Ball skoruðu 23 stig hvor. 34 PTS8 AST4 3PMLeBron drops his 6th straight 30 point game. pic.twitter.com/BNXMOpCHHC— NBA (@NBA) December 24, 2022 Hornets eru í 14. sæti Austurdeildar með 9 sigra í 33 leikjum á meðan Lakers er í 13. sæti Vesturdeildar með 13 sigra í 32 leikjum. Körfubolti NBA Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Sjá meira
Frá því að Lakers varð NBA meistari í hálfgerðri einangrun í Orlando sumarið 2020 hefur lítið sem ekkert gengið upp hjá Lakers. Davis og LeBron James, hin stórstjarna liðsins, hafa verið meiddir til skiptis og komst liðið ekki einu sinni í úrslitakeppnina á síðustu leiktíð. Eftir að byrja hörmulega á yfirstandandi leiktíð var óttast að slíkt hið sama myndi gerast. Davis reif liðið hins vegar upp úr öldudalnum með frammistöðum sem hefðu skilað honum í umræðuna um verðmætasta leikmann deildarinnar hefði Lakers ekki byrjað svona illa. Þessi öflugi leikmaður, þegar hann er heill heilsu, meiddist hins vegar á dögunum og nú hefur Lakers staðfest að um álagsmeiðsli á hægri fæti sé að ræða. Þar sem ekki er gefið upp hversu lengi hann er frá er talið að Davis gæti hafa spilað sinn síðasta leik á leiktíðinni. After extensive consultation with Lakers team physicians and outside specialists, it has been determined that Anthony Davis has a stress injury in his right foot. Davis will be out indefinitely. Further updates will be provided when appropriate.— Los Angeles Lakers (@Lakers) December 23, 2022 Lakers mætti arfaslöku liði Charlotte Hornets í nótt og beið lægri hlut, sjá mátti augljóslega að Lakers er hvorki fugl né fiskur án Davis, lokatölur 134-130 Hornets í vil. Var þetta þriðja tap Lakers í röð. LeBron skoraði 34 stig og Austin Reaves 20 en það dugði skammt þar sem Lakers spilaði enga vörn. PJ Washington var með 24 stig í liði Hornets á meðan Terry Rozier og LaMelo Ball skoruðu 23 stig hvor. 34 PTS8 AST4 3PMLeBron drops his 6th straight 30 point game. pic.twitter.com/BNXMOpCHHC— NBA (@NBA) December 24, 2022 Hornets eru í 14. sæti Austurdeildar með 9 sigra í 33 leikjum á meðan Lakers er í 13. sæti Vesturdeildar með 13 sigra í 32 leikjum.
Körfubolti NBA Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Sjá meira