Þetta er í tólfta sinn sem Handball-Planet stendur fyrir valinu á bestu handboltamönnum heims, en lesendur síðunnar geta tekið þátt og kosið þá sem þeim þykir hafa skarað fram úr.
Tilnefndir eru fjórir leikmenn í hverri stöðu fyrir sig. Ómar Ingi er tilnefndur í stöðu hægri skyttu, Gísli Þorgeir í stöðu miðjumanns og Bjarki Már í vinstra horni.
Ómar og Gísli eru samherjar hjá Magdeburg í Þýskalandi, en Bjarki leikur með Veszprém í Ungverjalandi. Allir verða þeir svo í eldlínunni með íslenska landsliðinu þegar HM hefst í janúar.
Kosningin er opin öllum og er opin til 7. janúar. Hægt er að kjósa með því að smella hér.