Newcastle heldur áfram að blómstra | Wolves úr neðsta sæti eftir sigurmark í uppbótartíma Andri Már Eggertsson skrifar 26. desember 2022 17:30 Miguel Almírón hefur spilað afar vel á tímabilinu og skorað níu mörk Vísir/Getty Fimm af átta leikjum í ensku úrvalsdeildinni er lokið á öðrum degi jóla. Heimavöllurinn gaf lítið sem ekki neitt þar sem fjórir leikir enduðu með sigri á útivelli og fyrsti leikur dagsins endaði með jafntefli. Newcastle vann sannfærandi 0-3 útisigur á Leicester. Í síðustu ellefu leikjum í ensku úrvalsdeildinni hefur Newcastle unnið níu leiki og gert tvö jafntefli. Miguel Almirón, leikmaður Newcastle hefur spilað afar vel á leiktíðinni undir stjórn Eddie Howe. Almírón skoraði í dag sitt níunda mark í ensku úrvalsdeildinni en Almirón hefur tekið þátt í öllum sextán leikjum Newcastle. Á síðustu fjórum tímabilum hefur Miguel Almirón leikið 110 leiki og skorað í þeim níu mörk líkt og honum hefur tekist í sextán leikjum á þessu tímabili. 9 - Miguel Almirón has scored nine goals in 16 Premier League games this season, as many as he’d scored in his previous four campaigns in the competition combined (9 in 110 apps). Surge. pic.twitter.com/LtcFRIpjMf— OptaJoe (@OptaJoe) December 26, 2022 Fulham vann 0-3 sigur á Crystal Palace sem var tveimur færri í tæplega þrjátíu og þrjár mínútur þar sem James Tomkins og Tyrick Mitchell, leikmenn Crystal Palace, fengu báðir rautt spjald. Bobby Reid kom Fulham yfir þegar jafnt var í liðum en eftir að Crystal Palace var aðeins með níu leikmenn á vellinum bætti Tim Ream og Aleksandar Mitrovic við öðru og þriðja marki Fulham. Þetta var í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni sem Crystal Palace missir tvo leikmenn af velli með rautt spjald í sama leiknum That wasn't very Christmassy.#BBCFootball #CRYFUL pic.twitter.com/xppXBtuWkQ— BBC Sport (@BBCSport) December 26, 2022 Wolves vann ótrúlegan 1-2 útisigur á Goodison Park gegn Everton. Yerry Mina kom heimamönnum yfir en Daniel Podence jafnaði fyrir gestina og jafnt var í hálfleik. Það benti allt til þess að leikurinn myndi enda með jafntefli en Rayan Aït Nouri reyndist hetja Wolves er hann skoraði í uppbótartíma og tryggði Wolves stigin þrjú. Southampton tapaði 1-3 gegn Brighton sem komst þremur mörkum yfir en James Ward Prowse minnkaði muninn en nær komust dýrlingarnir ekki. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Hræddist áhorfanda á Wimbledon: „Kannski er hann með hníf“ Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Sjá meira
Newcastle vann sannfærandi 0-3 útisigur á Leicester. Í síðustu ellefu leikjum í ensku úrvalsdeildinni hefur Newcastle unnið níu leiki og gert tvö jafntefli. Miguel Almirón, leikmaður Newcastle hefur spilað afar vel á leiktíðinni undir stjórn Eddie Howe. Almírón skoraði í dag sitt níunda mark í ensku úrvalsdeildinni en Almirón hefur tekið þátt í öllum sextán leikjum Newcastle. Á síðustu fjórum tímabilum hefur Miguel Almirón leikið 110 leiki og skorað í þeim níu mörk líkt og honum hefur tekist í sextán leikjum á þessu tímabili. 9 - Miguel Almirón has scored nine goals in 16 Premier League games this season, as many as he’d scored in his previous four campaigns in the competition combined (9 in 110 apps). Surge. pic.twitter.com/LtcFRIpjMf— OptaJoe (@OptaJoe) December 26, 2022 Fulham vann 0-3 sigur á Crystal Palace sem var tveimur færri í tæplega þrjátíu og þrjár mínútur þar sem James Tomkins og Tyrick Mitchell, leikmenn Crystal Palace, fengu báðir rautt spjald. Bobby Reid kom Fulham yfir þegar jafnt var í liðum en eftir að Crystal Palace var aðeins með níu leikmenn á vellinum bætti Tim Ream og Aleksandar Mitrovic við öðru og þriðja marki Fulham. Þetta var í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni sem Crystal Palace missir tvo leikmenn af velli með rautt spjald í sama leiknum That wasn't very Christmassy.#BBCFootball #CRYFUL pic.twitter.com/xppXBtuWkQ— BBC Sport (@BBCSport) December 26, 2022 Wolves vann ótrúlegan 1-2 útisigur á Goodison Park gegn Everton. Yerry Mina kom heimamönnum yfir en Daniel Podence jafnaði fyrir gestina og jafnt var í hálfleik. Það benti allt til þess að leikurinn myndi enda með jafntefli en Rayan Aït Nouri reyndist hetja Wolves er hann skoraði í uppbótartíma og tryggði Wolves stigin þrjú. Southampton tapaði 1-3 gegn Brighton sem komst þremur mörkum yfir en James Ward Prowse minnkaði muninn en nær komust dýrlingarnir ekki.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Hræddist áhorfanda á Wimbledon: „Kannski er hann með hníf“ Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Sjá meira