Leiðindaveður á Tenerife yfir jólin Jakob Bjarnar skrifar 27. desember 2022 10:22 Íslendingar og aðrir á Tenerife fengur leiðindaveður yfir sig á aðfanga- og jóladag. Svali Kaldalóns segir götur þar ógeðslegar eftir að hvass vindur gekk eyjuna sem bar með sér sand frá Saharaeyðimörkinni. vísir Íslendingar hafa aldrei verið fleiri á Tenerife yfir jól og áramót. Áætlað er að þeir séu milli átta og níu þúsund talsins eða rétt tæplega helmingi fleiri en voru í fyrra. Rætt var við Svala Kaldalóns ferðamálafrömuð á Tenerife í Bítinu nú í morgun en hann var í óða önn við að sópa sandhrúgum sem safnast höfðu upp fyrir framan hús hans. Rok og rigning hefur verið á Tenerife undanfarna tvo daga. „Hér hefur verið svo mikið sandfok. Mjög hvasst í gær, sterk suð/austan átt og rigning. Í dag er strekkingsgustur úr austri og með öllum sandinum frá Sahara,“ segir Svali og lýsir því að nú er ríkjandi hið svokallaða Calima-ásand, sem er heitur vindur úr suðri sem ber með sér sandský frá Sahara-eyðimörinni. „Þá fær maður sandinn óþveginn í andlitið,“ segir Svali. Göturnar ógeðslegar eftir sandstorminn Hann segir þetta óvenjulegt í desember og yfir jólin. Hann segir að eyjaskeggjar séu ekki að kippa sér mikið upp við þetta þó þeir séu þessu ekki vanir á þessum tíma árs. En í nótt var mjög hvasst. Þegar Calima-vindarnir koma þá sé þetta eins og kveikt sé á ofni, þeir séu svo heitir. „Allar götur hér eru ógeðslegar. Það er drulla út um allt og á gangstéttum. Það verður mikið að gera hjá bæjarstarfsmönnum næstu dagana.“ Svali segir að veður hafi verið fínt allt þar til á sunnudaginn en svo kom veðrið yfir sem Íslendingum, sem eru að flýja veðravíti á Íslandi, þyki auðvitað heldur snautlegt. Tveir dagar í leiðindaveðri í ferð sem nemur kannski tíu dögum sé biti. En það sé búið að lofa því að veður verður gott frá og með morgundeginum. Ýmsar ferðir sem voru bókaðar um eyjuna þurfti að fella niður vegna veðurs, sem er mjög óvenjulegt. Páll Óskar væntanlegur Íslendingar eru á hverju strái á Tenerife um þessar mundir. Spurður segist Svali hafa heyrt því fleygt frá manni í ferðaþjónustunni að þeir væru næstum helmingi fleiri en í fyrra; milli átta og níu þúsund manns. Aðstæður hafi mikið breyst og nú sé ráðlegra að panta borð á veitingastöðum í stað þess að reka bara inn nefið eins og áður tíðkaðist. En þrátt fyrir þetta bakslag stefnir í mikið fjör á Tenerife. Páll Óskar er væntanlegur á eyjuna á morgun, hann verður með sérstakan áramótadansleik en það seldist upp á hann á augabragði. Búið er að setja á aukatónleika, nýárstónleika þannig að Íslendingarnir ætla ekki að láta þetta bakslag raska jóla- og nýársgleðinni. Ferðalög Jól Bítið Spánn Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Rætt var við Svala Kaldalóns ferðamálafrömuð á Tenerife í Bítinu nú í morgun en hann var í óða önn við að sópa sandhrúgum sem safnast höfðu upp fyrir framan hús hans. Rok og rigning hefur verið á Tenerife undanfarna tvo daga. „Hér hefur verið svo mikið sandfok. Mjög hvasst í gær, sterk suð/austan átt og rigning. Í dag er strekkingsgustur úr austri og með öllum sandinum frá Sahara,“ segir Svali og lýsir því að nú er ríkjandi hið svokallaða Calima-ásand, sem er heitur vindur úr suðri sem ber með sér sandský frá Sahara-eyðimörinni. „Þá fær maður sandinn óþveginn í andlitið,“ segir Svali. Göturnar ógeðslegar eftir sandstorminn Hann segir þetta óvenjulegt í desember og yfir jólin. Hann segir að eyjaskeggjar séu ekki að kippa sér mikið upp við þetta þó þeir séu þessu ekki vanir á þessum tíma árs. En í nótt var mjög hvasst. Þegar Calima-vindarnir koma þá sé þetta eins og kveikt sé á ofni, þeir séu svo heitir. „Allar götur hér eru ógeðslegar. Það er drulla út um allt og á gangstéttum. Það verður mikið að gera hjá bæjarstarfsmönnum næstu dagana.“ Svali segir að veður hafi verið fínt allt þar til á sunnudaginn en svo kom veðrið yfir sem Íslendingum, sem eru að flýja veðravíti á Íslandi, þyki auðvitað heldur snautlegt. Tveir dagar í leiðindaveðri í ferð sem nemur kannski tíu dögum sé biti. En það sé búið að lofa því að veður verður gott frá og með morgundeginum. Ýmsar ferðir sem voru bókaðar um eyjuna þurfti að fella niður vegna veðurs, sem er mjög óvenjulegt. Páll Óskar væntanlegur Íslendingar eru á hverju strái á Tenerife um þessar mundir. Spurður segist Svali hafa heyrt því fleygt frá manni í ferðaþjónustunni að þeir væru næstum helmingi fleiri en í fyrra; milli átta og níu þúsund manns. Aðstæður hafi mikið breyst og nú sé ráðlegra að panta borð á veitingastöðum í stað þess að reka bara inn nefið eins og áður tíðkaðist. En þrátt fyrir þetta bakslag stefnir í mikið fjör á Tenerife. Páll Óskar er væntanlegur á eyjuna á morgun, hann verður með sérstakan áramótadansleik en það seldist upp á hann á augabragði. Búið er að setja á aukatónleika, nýárstónleika þannig að Íslendingarnir ætla ekki að láta þetta bakslag raska jóla- og nýársgleðinni.
Ferðalög Jól Bítið Spánn Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira