Vialli lék með Sampdoria á níunda og tíunda áratug síðustu aldar, en þessi 58 ára gamli fyrrum leikmaður og þjálfari er að glíma við krabbamein í brisi.
Vialli var í þjálfarateymi ítalska landsliðsins, en hætti í því fyrr í þessum mánuði til að einbeita sér að baráttunni við krabbameinið. Vialli greindist upphaflega með meinið 2017, taldi sig hafa losnað við það 2020 en það tók sig svo aftur upp ári seinna. Ástand Viallis er nú orðið svo slæmt að bróðir hans og 87 ára gömul móðir hans komu Englands til að vera hjá honum, en þau eru nú snúin aftur til Ítalíu.
Stuðningsmannaklúbbur Sampdoria á Englandi hefur nú hengt upp stóran borða fyrir utan sjúkrahúsið þar sem Vialli liggur sem á stendur „Forza Luca“ eða „Áfram Luca.“
Sampdoria fans hang a supportive banner for club legend Gianluca Vialli outside hospital where he is battling cancer https://t.co/ZUtLyQtsGz
— MailOnline Sport (@MailSport) December 27, 2022
Vialli lék með Sampdoria frá 1984 til 1992 og skoraði 141 mark í 328 leikjum. Hann hjálpaði liðinu meðal annars að vinna sinn fyrsta Ítalíumeistaratitil í sögunni árið 1991 og skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri gegn Anderlecht í úrslitum Evrópukeppni bikarhafa árið 1990.