Stálu þremur hoppukastölum og flutningabíl um jólin Eiður Þór Árnason skrifar 27. desember 2022 14:40 Ökutækið sem um ræðir. Skátar hafa ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Skátaland Flutningabíll með þremur hoppukastölum innanborðs var stolið af athafnasvæði Skátalands á dögunum. Búnaðinn átti að nota á fyrirtækjaskemmtun síðar í dag og óskar forsvarsfólk fyrirtækisins eftir aðstoð almennings við að finna flutningabílinn. Þetta er annað ökutækið sem stolið er af skátahreyfingunni á stuttu tímabili. Skátaland er rekið af Skátasambandi Reykjavíkur og leigir út hoppukastala og veislutjöld í fjáröflunarskyni. Að sögn framkvæmdastjóra Skátalands brutust óprúttnir aðilar inn í húsnæði systurfyrirtækisins Grænna skáta í sumar sem starfrækir umfangsmikla flösku- og dósasöfnun. Þjófarnir hafi meðal annars haft á brott með sér lykla og í kjölfarið hafi sendiferðabíl í eigu Grænna skáta horfið. Nú sé kassabíls Skátalands sömuleiðis sárt saknað. Hvimleiður jólaglaðningur Ekki liggur fyrir hvenær látið var til skarar skríða yfir helgina en þjófnaðurinn uppgötvaðist í dag þegar starfsfólk mætti aftur til vinnu eftir jólin. Bíllinn var fyrir utan húsnæði Skátalands og Grænna skáta í Hraunbæ 123 í Reykjavík. Hann er áberandi merktur og því ljóst að erfitt gæti reynst fyrir þjófana að fara huldu höfði ef þeir hyggjast nota nota ökutækið. Það er ekki hoppandi fjör í húsakynnum Skátalands þessa dagana.Skátaland „Það er rosalega mikill faraldur í því að brjótast inn í dósagáma og hirða dósirnar þaðan. Þetta er líklega sama liðið sem hefur tekið okkar bíl og hyggst nota það í þann business. Við erum bjartsýn á að hann finnist, þetta er áberandi bíll og við erum líklega komin með grunaða einstaklinga sem sáust á myndavélum fyrr í mánuðinum,“ segir Jón Andri Helgason, framkvæmdastjóri Skátalands í samtali við Vísi. Þann 8. desember hafi einstaklingarnir keyrt ökutæki Skátalands og síðan skilið þau eftir fyrir utan húsakynni fyrirtækisins. Væri fínt að fá hann aftur fyrir föstudag Jón Andri segir að aðrir hoppukastalar verði leigðir út í dag í stað þeirra sem var stolið en einnig hafi staðið til að nota einn þeirra þann 30. desember næstkomandi. „Við erum bara að vonast til að þetta finnist svo við getum leigt þeim viðskiptavinum sem óskuðu eftir þessum búnaði,“ bætir hann við en málið er nú komið á borð lögreglu. Jón Andri óskar eftir upplýsingum um ferðir bílsins í síma 577-4500. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Sjá meira
Skátaland er rekið af Skátasambandi Reykjavíkur og leigir út hoppukastala og veislutjöld í fjáröflunarskyni. Að sögn framkvæmdastjóra Skátalands brutust óprúttnir aðilar inn í húsnæði systurfyrirtækisins Grænna skáta í sumar sem starfrækir umfangsmikla flösku- og dósasöfnun. Þjófarnir hafi meðal annars haft á brott með sér lykla og í kjölfarið hafi sendiferðabíl í eigu Grænna skáta horfið. Nú sé kassabíls Skátalands sömuleiðis sárt saknað. Hvimleiður jólaglaðningur Ekki liggur fyrir hvenær látið var til skarar skríða yfir helgina en þjófnaðurinn uppgötvaðist í dag þegar starfsfólk mætti aftur til vinnu eftir jólin. Bíllinn var fyrir utan húsnæði Skátalands og Grænna skáta í Hraunbæ 123 í Reykjavík. Hann er áberandi merktur og því ljóst að erfitt gæti reynst fyrir þjófana að fara huldu höfði ef þeir hyggjast nota nota ökutækið. Það er ekki hoppandi fjör í húsakynnum Skátalands þessa dagana.Skátaland „Það er rosalega mikill faraldur í því að brjótast inn í dósagáma og hirða dósirnar þaðan. Þetta er líklega sama liðið sem hefur tekið okkar bíl og hyggst nota það í þann business. Við erum bjartsýn á að hann finnist, þetta er áberandi bíll og við erum líklega komin með grunaða einstaklinga sem sáust á myndavélum fyrr í mánuðinum,“ segir Jón Andri Helgason, framkvæmdastjóri Skátalands í samtali við Vísi. Þann 8. desember hafi einstaklingarnir keyrt ökutæki Skátalands og síðan skilið þau eftir fyrir utan húsakynni fyrirtækisins. Væri fínt að fá hann aftur fyrir föstudag Jón Andri segir að aðrir hoppukastalar verði leigðir út í dag í stað þeirra sem var stolið en einnig hafi staðið til að nota einn þeirra þann 30. desember næstkomandi. „Við erum bara að vonast til að þetta finnist svo við getum leigt þeim viðskiptavinum sem óskuðu eftir þessum búnaði,“ bætir hann við en málið er nú komið á borð lögreglu. Jón Andri óskar eftir upplýsingum um ferðir bílsins í síma 577-4500.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Sjá meira