Bókaútgefendur tæmdu sjóð sinn strax í október Jakob Bjarnar skrifar 27. desember 2022 15:39 Heiðar Ingi Svansson er formaður Fíbut. Hann segist þurfa á fund Lilju D. Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra til að fá úr því skorið hvernig því verði háttað með sjóðinn á nýju ári, hvort 40 milljóna aukafjárveiting til hans muni þá klípast af framlagi ríkisins til sjóðsins á næsta ári. vísir/vilhelm Fjárveiting í endurgreiðslusjóð fyrir bókaútgefendur var fullnýtt strax í október. Ráðuneytið bætti 40 milljónum við til að brúa bilið. Þetta hefur aldrei gerst áður að sögn Hafþórs Eide Hafþórssonar hjá menningarmálaráðuneytinu. Hafþór telur þetta endurspegla þau auknu umsvif sem eru í íslenskri bókaútgáfu. „Í desember ákvað ráðherra að mæta þessari auknu fjárþörf sjóðsins með því nýta heimild í lögum um opinber fjármál og færa til fjárveitingar innan málaflokksins á árinu 2022, að upphæð 40 milljónir króna. Þær hafa nú þegar verið greiddar út. Endanlegar tölur um fjárþörf fyrir endurgreiðslusjóðinn árið 2022 liggja ekki fyrir en áætlað er að greiða það sem út af stendur í janúar næstkomandi þegar að endurnýjuð fjárheimild fyrir sjóðinn tekur gildi,“ segir Hafþór. Heiðar Ingi Svansson er formaður Félags íslenskra bókaútgefenda segir þetta rétt. Ráðherra hafi ákveðið að brúa bilið og segist hann þurfa að setjast niður með honum til að fá úr því skorið hvort það framlag reiknist þá til frádráttar því sem ætlað er í sjóðinn á næsta ári. Samkvæmt fjárlögum var framlag til sjóðsins 384,8 milljónir. Á næsta ári, eða 2023, er það svo samkvæmt fjárlögum 375,7 milljónir og hefur þá lækkað um 2 prósent á ári síðan að hún tók gildi árið 2019,“ útskýrir Heiðar Ingi. Upphaflegt framlag ríkisins í sjóðinn voru 400 milljónir en áskilin er aðhaldskrafa á öllum menningarsjóðum milli ára, sem útskýrir lækkunina frá gildistöku laganna. Í fyrra var sjóðurinn 392 milljónir og var þá ekki fullnýttur en samkvæmt skýrslu frá Rannís voru greiddar út 374 milljónir í fyrra. Bókaútgáfa Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Þetta hefur aldrei gerst áður að sögn Hafþórs Eide Hafþórssonar hjá menningarmálaráðuneytinu. Hafþór telur þetta endurspegla þau auknu umsvif sem eru í íslenskri bókaútgáfu. „Í desember ákvað ráðherra að mæta þessari auknu fjárþörf sjóðsins með því nýta heimild í lögum um opinber fjármál og færa til fjárveitingar innan málaflokksins á árinu 2022, að upphæð 40 milljónir króna. Þær hafa nú þegar verið greiddar út. Endanlegar tölur um fjárþörf fyrir endurgreiðslusjóðinn árið 2022 liggja ekki fyrir en áætlað er að greiða það sem út af stendur í janúar næstkomandi þegar að endurnýjuð fjárheimild fyrir sjóðinn tekur gildi,“ segir Hafþór. Heiðar Ingi Svansson er formaður Félags íslenskra bókaútgefenda segir þetta rétt. Ráðherra hafi ákveðið að brúa bilið og segist hann þurfa að setjast niður með honum til að fá úr því skorið hvort það framlag reiknist þá til frádráttar því sem ætlað er í sjóðinn á næsta ári. Samkvæmt fjárlögum var framlag til sjóðsins 384,8 milljónir. Á næsta ári, eða 2023, er það svo samkvæmt fjárlögum 375,7 milljónir og hefur þá lækkað um 2 prósent á ári síðan að hún tók gildi árið 2019,“ útskýrir Heiðar Ingi. Upphaflegt framlag ríkisins í sjóðinn voru 400 milljónir en áskilin er aðhaldskrafa á öllum menningarsjóðum milli ára, sem útskýrir lækkunina frá gildistöku laganna. Í fyrra var sjóðurinn 392 milljónir og var þá ekki fullnýttur en samkvæmt skýrslu frá Rannís voru greiddar út 374 milljónir í fyrra.
Bókaútgáfa Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira