Harðorður vegna aðgerðarleysis stjórnvalda í öryggismálum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. desember 2022 21:37 Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir nýjar tillögur um breytingar á þjóðaröryggisstefnu Íslands svipta hulunni af „æpandi andvaraleysi íslenskra stjórnvalda þegar kemur að varnar- og öryggismálum“. Hann er harðorður í garð íslenskra stjórnvalda vegna aðgerðarleysis í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og segir stefnuna litast af viðhorfi Vinstri grænna. Í nýrri skýrslu þjóðaröryggisráðs kemur fram að hernaðarlegt mikilvægi Íslands hafi aukist vegna vaxandi spennu í samskiptum Rússlands og vestrænna ríkja. Þar er lögð áhersla á virka þátttöku Íslands í þeim alþjóðastofnunum sem við eigum aðild að og fara með öryggis- og varnarmál. Baldur segir hins vegar að í tillögu að breytingu á þingsályktunartillögu um breytingar á þjóðaröryggisstefnu sé ekki fjallað um hvernig að þessum breytingum skuli standa og að skýrslan leggi áherslu á hefðbundnar almannavarnir en ekki hervarnir. „Það er ekkert samræmi á milli þessarar þingsályktunartillögu forsætisráðherra og nýrrar skýrslu þjóðaröryggisráðs um nýtt hernaðarlegt mikilvægi Íslands í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, raunar er ekkert minnst á þessa nýju stöðu eða mótuð stefna eða gerðar áætlanir í samræmi við hana,“ segir Baldur í samtali við Vísi. Þörf á varnaráætlun Á sama tíma hafi allar aðrar nágrannaþjóðir okkar mótað nýjar varnaráætlanir. „Hér á landi hefur forsætisráðherra einungis boðað breytingar sem lúta að almannavörnum en ekki hervörnum. Mér finnst mikilvægt að þetta verði unnið mun betur.“ Í skýrslu þjóðaröryggisráðs er ýmislegt nefnt sem skuli koma til álita í öryggismálum landsins; ný grunnstefna NATO, norræn varnarsamvinna, ógn við stöðugleika á Norðurslóðum og að hernaðarlegt mikilvægi hafsvæðis í kringum landið hafi aukist. „En ekkert er kveðið á um hvað íslensk stjórnvöld vilji gera í tengslum við þetta. Hvers konar stefnu eða aðgerða þau vilja grípa til í tengslum við þessar umfangsmiklu breytingar í öryggismálum í Evrópu, stjórnvöld hafa ekki svarað því.“ Hann segir því að verið sé að útvista öryggis- og varnarmálum til bandalagsþjóða innan NATO. „Við virðumst líka í opinberri umræðu hafa voðalega takmarkaða skoðun á þessu sjálf.“ „Mér finnst þetta ekki ganga upp vegna þess að við verðum sjálf að meta hvers konar varnir við viljum hafa til staðar.“ Einnig verði að taka hugsanleg útbreiðsluáhrif stríðsins í Úkraínu inn í stefnumótun hérlendis. „Það hafa aldrei verið meiri líkur á að stríð breiðist út í Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Nú er ég ekki að segja að það muni eiga sér stað en í tillögum forsætisráðherra er ekkert gert ráð fyrir þeim skelfilega möguleika. Ég tel að það sé mjög mikilvægt að gera það,“ segir Baldur. Gætir áhrifa VG Þá segir Baldur að vægi Vinstri grænna birtist í stefnu ríkisstjórnarinnar í öryggis- og varnarmálum. „Líklega hafa Vinstri græn meiri áhrif á þessa stefnu en maður heldur við fyrstu sýn.“ „Þetta birtist með þeim hætti að það virðist ekki vera trú á fælingarmátt varna og varnarviðbúnaðar sem virkaði vel á tímum kalda stríðsins. Stefna Vinstri grænna um hlutleysi er góð og gild en mér finnst hún marka þessi plögg.“ Þögn Vinstri grænna um varnarviðbúnað hlutleysi íslenskra stjórnvalda í þeim efnum liti einnig áætlanir stjórnvalda. „Mér finnst ekki ásættanlegt, líkt og oft kemur fram hjá ráðamönnum þegar þeir eru spurðir að því hvernig við eigum hér heima fyrir að bregðast við ástandinu í Úkraínu, að velta boltanum yfir á bandalagsþjóðir okkar og segja við viljum sjá hvernig þau ætla að gera þetta. Vegna þess að við getum haft aðra afstöðu til þess hvernig best sé að tryggja varnir Íslands en Bandaríkin eða Norðmenn.“ Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Í nýrri skýrslu þjóðaröryggisráðs kemur fram að hernaðarlegt mikilvægi Íslands hafi aukist vegna vaxandi spennu í samskiptum Rússlands og vestrænna ríkja. Þar er lögð áhersla á virka þátttöku Íslands í þeim alþjóðastofnunum sem við eigum aðild að og fara með öryggis- og varnarmál. Baldur segir hins vegar að í tillögu að breytingu á þingsályktunartillögu um breytingar á þjóðaröryggisstefnu sé ekki fjallað um hvernig að þessum breytingum skuli standa og að skýrslan leggi áherslu á hefðbundnar almannavarnir en ekki hervarnir. „Það er ekkert samræmi á milli þessarar þingsályktunartillögu forsætisráðherra og nýrrar skýrslu þjóðaröryggisráðs um nýtt hernaðarlegt mikilvægi Íslands í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, raunar er ekkert minnst á þessa nýju stöðu eða mótuð stefna eða gerðar áætlanir í samræmi við hana,“ segir Baldur í samtali við Vísi. Þörf á varnaráætlun Á sama tíma hafi allar aðrar nágrannaþjóðir okkar mótað nýjar varnaráætlanir. „Hér á landi hefur forsætisráðherra einungis boðað breytingar sem lúta að almannavörnum en ekki hervörnum. Mér finnst mikilvægt að þetta verði unnið mun betur.“ Í skýrslu þjóðaröryggisráðs er ýmislegt nefnt sem skuli koma til álita í öryggismálum landsins; ný grunnstefna NATO, norræn varnarsamvinna, ógn við stöðugleika á Norðurslóðum og að hernaðarlegt mikilvægi hafsvæðis í kringum landið hafi aukist. „En ekkert er kveðið á um hvað íslensk stjórnvöld vilji gera í tengslum við þetta. Hvers konar stefnu eða aðgerða þau vilja grípa til í tengslum við þessar umfangsmiklu breytingar í öryggismálum í Evrópu, stjórnvöld hafa ekki svarað því.“ Hann segir því að verið sé að útvista öryggis- og varnarmálum til bandalagsþjóða innan NATO. „Við virðumst líka í opinberri umræðu hafa voðalega takmarkaða skoðun á þessu sjálf.“ „Mér finnst þetta ekki ganga upp vegna þess að við verðum sjálf að meta hvers konar varnir við viljum hafa til staðar.“ Einnig verði að taka hugsanleg útbreiðsluáhrif stríðsins í Úkraínu inn í stefnumótun hérlendis. „Það hafa aldrei verið meiri líkur á að stríð breiðist út í Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Nú er ég ekki að segja að það muni eiga sér stað en í tillögum forsætisráðherra er ekkert gert ráð fyrir þeim skelfilega möguleika. Ég tel að það sé mjög mikilvægt að gera það,“ segir Baldur. Gætir áhrifa VG Þá segir Baldur að vægi Vinstri grænna birtist í stefnu ríkisstjórnarinnar í öryggis- og varnarmálum. „Líklega hafa Vinstri græn meiri áhrif á þessa stefnu en maður heldur við fyrstu sýn.“ „Þetta birtist með þeim hætti að það virðist ekki vera trú á fælingarmátt varna og varnarviðbúnaðar sem virkaði vel á tímum kalda stríðsins. Stefna Vinstri grænna um hlutleysi er góð og gild en mér finnst hún marka þessi plögg.“ Þögn Vinstri grænna um varnarviðbúnað hlutleysi íslenskra stjórnvalda í þeim efnum liti einnig áætlanir stjórnvalda. „Mér finnst ekki ásættanlegt, líkt og oft kemur fram hjá ráðamönnum þegar þeir eru spurðir að því hvernig við eigum hér heima fyrir að bregðast við ástandinu í Úkraínu, að velta boltanum yfir á bandalagsþjóðir okkar og segja við viljum sjá hvernig þau ætla að gera þetta. Vegna þess að við getum haft aðra afstöðu til þess hvernig best sé að tryggja varnir Íslands en Bandaríkin eða Norðmenn.“
Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent