Til greina kemur að nafngreina mann sem hélt vændiskonu í gíslingu og nauðgaði í kjallara Eiður Þór Árnason skrifar 28. desember 2022 12:01 Héraðsdómur Reykjavíkur er lokaður fram á nýársdag. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hyggst skoða hvort ástæða sé til að nafngreina karlmann sem var nýverið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, kaup á vændi, sérlega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu í kjallara í Reykjavík. Þetta staðfestir Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur í svari til fréttastofu. Til stendur að taka málið til athugunar strax eftir áramót þegar dómstólinn snýr aftur til starfa eftir jólafrí. Mbl.is greindi fyrst frá. Maðurinn var ekki nafngreindur í dómnum sem birtur var opinberlega en sú hefð hefur skapast hjá dómstólum landsins að nafngreina ekki vændiskaupendur. Kannað verður hvort nafn mannsins hafi verið ranglega hreinsað úr dómnum. Alla jafna eru nöfn sakborninga birt í dómum í öllum tegundum ofbeldismála nema til að vernda brotaþola ef viðkomandi aðilar eru tengdir. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna hefur gagnrýnt nafnhreinsunina og sagt ekkert réttlæta nafnleynd vændiskaupenda. Hún kallaði á dögunum eftir endurskoðun á þessari venju að þingheimur bregðist við ef lagabreytingu þurfi til. Bjarkey segir hefðina skjóta skökku við og til þess fallna að hlífa gerendum. „Við birtum nöfn í morðmálum eða þar sem fjallað er um mjög alvarleg ofbeldisbrot og þess vegna skýtur það skökku við að verið sé að hlífa brotamönnum í kynferðisbrotamálum og ég held að þetta geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir þolendur, að geta ekki nema í sínum hópi sagt frá því og það berst ekki út að þetta séu aðilar sem eru að brjóta af sér og mér finnst ekkert réttlæta það að þeir njóti nafnleyndar. Það er ekkert sem rökstyður það,“ sagði hún í samtali við fréttastofu á Þorláksmessu. Bjarkey bætti við að vændi væri skilgreint sem ofbeldi í lögum. Frelsissviptingin varið í þrjár klukkustundir Fram kemur í dómnum að fjölskyldumaðurinn hafi brotið bein í andliti konu sem hafði selt honum vændisþjónustu. Að sögn konunnar hafði hún veitt honum þjónustu í klukkustund þegar hann krafði hana um endurgreiðslu. Þegar hún sagðist ekki getað útvegað honum peningana fyrr daginn eftir hafi hann barið hana, tekið af henni símann og ítrekað tekið hana hálstaki. Í kjölfarið hafi hann margsinnis nauðgað henni. Manninum var gert að greiða konunni þrjár milljónir króna í miskabætur. Hann játaði brot sitt að litlum hluta. Í niðurstöðu dómsins segir að frelsissviptingin hafi varað í um þrjár klukkustundir. Við sakfellingu var litið til þess að atlaga mannsins hefði verið ofsafengin og gróf. Hann hefði valdið alvarlegum áverkum og brotið gegn kynfrelsi og trúnaði sem konan sýndi með komu sinni. Ásetningur hafi verið sterkur og telja megi mildi að ekki urðu enn alvarlegri afleiðingar fyrir konuna. Dómsmál Kynferðisofbeldi Vændi Tengdar fréttir Fjölskyldumaður hélt vændiskonu í gíslingu og nauðgaði í kjallara í Reykjavík Fjölskyldumaður nokkur hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, kaup á vændi, sérlega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu í kjallara húss í Reykjavík í apríl í fyrra. Karlmaðurinn braut bein í andliti konu sem hafði selt honum vændisþjónustu í klukkustund. Hann þarf að greiða henni þrjár milljónir króna í miskabætur. 23. desember 2022 13:12 Segir ekkert réttlæta nafnleynd vændiskaupenda Þingmaður Vinstri grænna segir ekkert réttlæta nafnleynd vændiskaupenda. Endurskoða þurfi hefð dómara um nafnleynd og ef lagabreytingu þurfi til verði þingheimur að bregðast við. 23. desember 2022 19:01 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Sjá meira
Þetta staðfestir Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur í svari til fréttastofu. Til stendur að taka málið til athugunar strax eftir áramót þegar dómstólinn snýr aftur til starfa eftir jólafrí. Mbl.is greindi fyrst frá. Maðurinn var ekki nafngreindur í dómnum sem birtur var opinberlega en sú hefð hefur skapast hjá dómstólum landsins að nafngreina ekki vændiskaupendur. Kannað verður hvort nafn mannsins hafi verið ranglega hreinsað úr dómnum. Alla jafna eru nöfn sakborninga birt í dómum í öllum tegundum ofbeldismála nema til að vernda brotaþola ef viðkomandi aðilar eru tengdir. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna hefur gagnrýnt nafnhreinsunina og sagt ekkert réttlæta nafnleynd vændiskaupenda. Hún kallaði á dögunum eftir endurskoðun á þessari venju að þingheimur bregðist við ef lagabreytingu þurfi til. Bjarkey segir hefðina skjóta skökku við og til þess fallna að hlífa gerendum. „Við birtum nöfn í morðmálum eða þar sem fjallað er um mjög alvarleg ofbeldisbrot og þess vegna skýtur það skökku við að verið sé að hlífa brotamönnum í kynferðisbrotamálum og ég held að þetta geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir þolendur, að geta ekki nema í sínum hópi sagt frá því og það berst ekki út að þetta séu aðilar sem eru að brjóta af sér og mér finnst ekkert réttlæta það að þeir njóti nafnleyndar. Það er ekkert sem rökstyður það,“ sagði hún í samtali við fréttastofu á Þorláksmessu. Bjarkey bætti við að vændi væri skilgreint sem ofbeldi í lögum. Frelsissviptingin varið í þrjár klukkustundir Fram kemur í dómnum að fjölskyldumaðurinn hafi brotið bein í andliti konu sem hafði selt honum vændisþjónustu. Að sögn konunnar hafði hún veitt honum þjónustu í klukkustund þegar hann krafði hana um endurgreiðslu. Þegar hún sagðist ekki getað útvegað honum peningana fyrr daginn eftir hafi hann barið hana, tekið af henni símann og ítrekað tekið hana hálstaki. Í kjölfarið hafi hann margsinnis nauðgað henni. Manninum var gert að greiða konunni þrjár milljónir króna í miskabætur. Hann játaði brot sitt að litlum hluta. Í niðurstöðu dómsins segir að frelsissviptingin hafi varað í um þrjár klukkustundir. Við sakfellingu var litið til þess að atlaga mannsins hefði verið ofsafengin og gróf. Hann hefði valdið alvarlegum áverkum og brotið gegn kynfrelsi og trúnaði sem konan sýndi með komu sinni. Ásetningur hafi verið sterkur og telja megi mildi að ekki urðu enn alvarlegri afleiðingar fyrir konuna.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Vændi Tengdar fréttir Fjölskyldumaður hélt vændiskonu í gíslingu og nauðgaði í kjallara í Reykjavík Fjölskyldumaður nokkur hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, kaup á vændi, sérlega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu í kjallara húss í Reykjavík í apríl í fyrra. Karlmaðurinn braut bein í andliti konu sem hafði selt honum vændisþjónustu í klukkustund. Hann þarf að greiða henni þrjár milljónir króna í miskabætur. 23. desember 2022 13:12 Segir ekkert réttlæta nafnleynd vændiskaupenda Þingmaður Vinstri grænna segir ekkert réttlæta nafnleynd vændiskaupenda. Endurskoða þurfi hefð dómara um nafnleynd og ef lagabreytingu þurfi til verði þingheimur að bregðast við. 23. desember 2022 19:01 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Sjá meira
Fjölskyldumaður hélt vændiskonu í gíslingu og nauðgaði í kjallara í Reykjavík Fjölskyldumaður nokkur hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, kaup á vændi, sérlega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu í kjallara húss í Reykjavík í apríl í fyrra. Karlmaðurinn braut bein í andliti konu sem hafði selt honum vændisþjónustu í klukkustund. Hann þarf að greiða henni þrjár milljónir króna í miskabætur. 23. desember 2022 13:12
Segir ekkert réttlæta nafnleynd vændiskaupenda Þingmaður Vinstri grænna segir ekkert réttlæta nafnleynd vændiskaupenda. Endurskoða þurfi hefð dómara um nafnleynd og ef lagabreytingu þurfi til verði þingheimur að bregðast við. 23. desember 2022 19:01