Verð á flugeldum hækkar vegna gengissveiflu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. desember 2022 12:54 Otti Rafn Sigmarsson er formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Landsbjörg Flugeldasala björgunarsveitanna hefst formlega í dag en verð á flugeldum hækkar frá því í fyrra vegna gengissveiflu. Formaður Landsbjargar segir flugeldasölu langmikilvægasta fjáröflunarliðinn þrátt fyrir að síðustu ár hafi björgunarsveitirnar reynt að hafa eggin í fleiri körfum. Frá og með deginum í dag er notkun og sala skotelda heimil en lögregluyfirvöld vilja minna á að samkvæmt reglugerð er almenn notkun skotelda leyfð frá 28 desember til 6. janúar en að notkun þeirra sé alltaf bönnuð frá tíu á kvöldin til tíu á morgnanna að undanskilinni nýársnótt. Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir flugeldasöluna vega þungt. „Þetta er bara okkar langstærsti fjáröflunarliður og er í raun og veru það sem rekur langflestar björgunarsveitir á landinu.“ Um það bil fimmtán prósenta hækkun verður á verði flugelda milli ára. „Það er einhver verðmunur sem skýrist af sveiflum á genginu en það er annars ekkert stórvægilegt.“ Rúmlega átta hundruð björgunarsveitarmenn hafa tekið þátt í verkefnum undanfarinna daga. „Það er búið að vera sérstaklega mikið álag núna síðustu daga og í undirbúningi flugeldasölunnar og í aðdraganda jólanna og yfir jólin en ég held að það séu allir búnir að ná vopnum ´sinum aftur og við hlökkum bara til.“ Umhverfisstofnun hvatti fólk í gær til þess að kaupa ekki flugelda vegna mengunar. „Það er auðvitað bara öllum frjálst að hafa sínar skoðanir á þessu og allt í góðu með það en finnst þetta auðvitað óheppilegt en við höfum svona lagt okkur að mörkum að gera þetta betur og minnka mengun af flugeldum og lagt svolítið upp úr því á síðustu árum en þetta er auðvitað bara svona.“ Síðustu ár hafa björgunarsveitirnar reynt að fjölga fjáröflunarleiðum til að þurfa ekki að vera eins mikið háðar flugeldasölunni. „Þessi umræða hefur verið á lofti innan okkar raða í mörg ár en á sama tíma hefur bara kostnaður við rekstur björgunarsveita aukist gríðarlega og útköllum fjölgað og verkefnið stækkað þannig að við einhvern veginn náum ekki í skottið á okkur með það en við erum alltaf að reyna,“ segir Otti Rafn Sigmarsson er formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Flugeldar Umhverfismál Áramót Verðlag Neytendur Tengdar fréttir Vilja fækka flugeldum Áramótin nálgast og eftir að samkomubönn settu strik í reikninginn síðastliðin tvenn áramót eru engin slík fyrir hendi í dag. Landsmenn geta því tekið aftur upp hefðir sem ef til vill var búið að slaufa. 27. desember 2022 20:30 Hundurinn Píla sem týndist á jóladag fundinn Hundurinn Píla skelfdist eftir að flugeldar voru sprengdir skammt frá henni í göngutúr og sleit sig lausa. 36 tímum síðar fannst hún. Ráðgjafi hjá Dýrfinni minnir hundaeigendur á að merkja hunda sína vel. 27. desember 2022 23:58 Best sé að sleppa alveg flugeldunum Umhverfisstofnun hvetur landsmenn til að sleppa flugeldum alveg eða stilla notkun þeirra verulega í hóf. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar. 22. desember 2022 15:43 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
Frá og með deginum í dag er notkun og sala skotelda heimil en lögregluyfirvöld vilja minna á að samkvæmt reglugerð er almenn notkun skotelda leyfð frá 28 desember til 6. janúar en að notkun þeirra sé alltaf bönnuð frá tíu á kvöldin til tíu á morgnanna að undanskilinni nýársnótt. Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir flugeldasöluna vega þungt. „Þetta er bara okkar langstærsti fjáröflunarliður og er í raun og veru það sem rekur langflestar björgunarsveitir á landinu.“ Um það bil fimmtán prósenta hækkun verður á verði flugelda milli ára. „Það er einhver verðmunur sem skýrist af sveiflum á genginu en það er annars ekkert stórvægilegt.“ Rúmlega átta hundruð björgunarsveitarmenn hafa tekið þátt í verkefnum undanfarinna daga. „Það er búið að vera sérstaklega mikið álag núna síðustu daga og í undirbúningi flugeldasölunnar og í aðdraganda jólanna og yfir jólin en ég held að það séu allir búnir að ná vopnum ´sinum aftur og við hlökkum bara til.“ Umhverfisstofnun hvatti fólk í gær til þess að kaupa ekki flugelda vegna mengunar. „Það er auðvitað bara öllum frjálst að hafa sínar skoðanir á þessu og allt í góðu með það en finnst þetta auðvitað óheppilegt en við höfum svona lagt okkur að mörkum að gera þetta betur og minnka mengun af flugeldum og lagt svolítið upp úr því á síðustu árum en þetta er auðvitað bara svona.“ Síðustu ár hafa björgunarsveitirnar reynt að fjölga fjáröflunarleiðum til að þurfa ekki að vera eins mikið háðar flugeldasölunni. „Þessi umræða hefur verið á lofti innan okkar raða í mörg ár en á sama tíma hefur bara kostnaður við rekstur björgunarsveita aukist gríðarlega og útköllum fjölgað og verkefnið stækkað þannig að við einhvern veginn náum ekki í skottið á okkur með það en við erum alltaf að reyna,“ segir Otti Rafn Sigmarsson er formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Flugeldar Umhverfismál Áramót Verðlag Neytendur Tengdar fréttir Vilja fækka flugeldum Áramótin nálgast og eftir að samkomubönn settu strik í reikninginn síðastliðin tvenn áramót eru engin slík fyrir hendi í dag. Landsmenn geta því tekið aftur upp hefðir sem ef til vill var búið að slaufa. 27. desember 2022 20:30 Hundurinn Píla sem týndist á jóladag fundinn Hundurinn Píla skelfdist eftir að flugeldar voru sprengdir skammt frá henni í göngutúr og sleit sig lausa. 36 tímum síðar fannst hún. Ráðgjafi hjá Dýrfinni minnir hundaeigendur á að merkja hunda sína vel. 27. desember 2022 23:58 Best sé að sleppa alveg flugeldunum Umhverfisstofnun hvetur landsmenn til að sleppa flugeldum alveg eða stilla notkun þeirra verulega í hóf. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar. 22. desember 2022 15:43 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
Vilja fækka flugeldum Áramótin nálgast og eftir að samkomubönn settu strik í reikninginn síðastliðin tvenn áramót eru engin slík fyrir hendi í dag. Landsmenn geta því tekið aftur upp hefðir sem ef til vill var búið að slaufa. 27. desember 2022 20:30
Hundurinn Píla sem týndist á jóladag fundinn Hundurinn Píla skelfdist eftir að flugeldar voru sprengdir skammt frá henni í göngutúr og sleit sig lausa. 36 tímum síðar fannst hún. Ráðgjafi hjá Dýrfinni minnir hundaeigendur á að merkja hunda sína vel. 27. desember 2022 23:58
Best sé að sleppa alveg flugeldunum Umhverfisstofnun hvetur landsmenn til að sleppa flugeldum alveg eða stilla notkun þeirra verulega í hóf. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar. 22. desember 2022 15:43