Hildur Björg: Við höfum mikla breidd og fögnum því að ungir leikmenn séu að stíga upp og taka af skarið Árni Jóhannsson skrifar 28. desember 2022 22:27 Hildur Björg sveiflar tveimur af 14 stigum sínum ofan í körfuna gegn Njarðvík Vísir / Bára Dröfn Kristinsdóttir Reynslumestileikmaður Valskvenna, Hildur Björg Kjartansdóttir, var á því að það hafi verið liðsheildin sem skóp næsta auðveldan sigur heimakvenna á ríkjandi Íslandsmeisturum Njarðvíkur fyrr í kvöld í 14. umferð Subway deildar kvenna í körfubolta. Valur vann leikinn með 22 stigum, 83-61, en Hildur var ekki sammála því þetta hafi verið auðveld fæðing. „Þetta er aldrei þægilegt, við vorum að spila við ríkjandi Íslandsmeistara, þannig að við þurftum að hafa ansi mikið fyrir þessu. Alls ekki þægilegt. Við erum búnar að æfa mjög vel yfir jólin og uppskerum eftir því í kvöld.“ Hildur var þá spurð að því hvað Valsliðið hafi gert rétt til að landa sigrinum. „Þetta var liðssigur. Eins og sést á stigadreifingunni og þú sérð það á vörninni. Þetta byrjaði svolítið þar. Við ákváðum að byrja að stoppa og spila þéttara, hjálpa hvor annarri og byggðum svo ofan á það.“ Hildur átti mjög góðan leik en skoraði 12 af 14 stigum sínum í fyrri hálfleik og tók af skarið fyrir liðið sitt. Hún var spurð að því hvað þjálfarinn væri að segja við hana rétt fyrir leik og hvert hlutverk hennar væri í liðinu. „Bara að taka af skarið. Hjálpa stelpunum og stýra vörninni. Ég á bara að gera mitt. Ég er búin að gera þetta í nokkur ár“, sagði Hildur hlægjandi og var spurð þá út í þær stelpur sem hafa ekki verið að spila körfubolta á hæsta stigi í nokkur ár. Það hlýtur að vera jákvætt og gefa Valsliðinu von um góða hluti þegar leikmenn sem koma inn af bekknum skora 23 stig. „Algjörlega. Við höfum mikla breidd og fögnum því að ungir leikmenn séu að stíga upp og taka af skarið. Ég held að við séum með þannig hóp að allir geta sýnt sínar bestu hliðar. Ég fagna því.“ Að lokum var spurt út í hvað væri hægt að taka út úr þessum leik. „Við tökum með okkur mikla gleði. Það var gaman í dag. Þú sást það að við fögnuðum öllum litlu hlutunum sem við gerðum vel í kvöld. Ég held að við einbeitum okkur að því þó það sé að sjálfsögðu margt sem má laga. Margt mjög gott í kvöld.“ Subway-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur-Njarðvík 83-61 | Íslandsmeistararnir komust lítt áleiðis á Hlíðarenda Valur fór létt með Íslandsmeistara Njarðvíkur í lokaleik Subway deildar kvenna í körfubolta. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. desember 2022 21:55 Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Sjá meira
„Þetta er aldrei þægilegt, við vorum að spila við ríkjandi Íslandsmeistara, þannig að við þurftum að hafa ansi mikið fyrir þessu. Alls ekki þægilegt. Við erum búnar að æfa mjög vel yfir jólin og uppskerum eftir því í kvöld.“ Hildur var þá spurð að því hvað Valsliðið hafi gert rétt til að landa sigrinum. „Þetta var liðssigur. Eins og sést á stigadreifingunni og þú sérð það á vörninni. Þetta byrjaði svolítið þar. Við ákváðum að byrja að stoppa og spila þéttara, hjálpa hvor annarri og byggðum svo ofan á það.“ Hildur átti mjög góðan leik en skoraði 12 af 14 stigum sínum í fyrri hálfleik og tók af skarið fyrir liðið sitt. Hún var spurð að því hvað þjálfarinn væri að segja við hana rétt fyrir leik og hvert hlutverk hennar væri í liðinu. „Bara að taka af skarið. Hjálpa stelpunum og stýra vörninni. Ég á bara að gera mitt. Ég er búin að gera þetta í nokkur ár“, sagði Hildur hlægjandi og var spurð þá út í þær stelpur sem hafa ekki verið að spila körfubolta á hæsta stigi í nokkur ár. Það hlýtur að vera jákvætt og gefa Valsliðinu von um góða hluti þegar leikmenn sem koma inn af bekknum skora 23 stig. „Algjörlega. Við höfum mikla breidd og fögnum því að ungir leikmenn séu að stíga upp og taka af skarið. Ég held að við séum með þannig hóp að allir geta sýnt sínar bestu hliðar. Ég fagna því.“ Að lokum var spurt út í hvað væri hægt að taka út úr þessum leik. „Við tökum með okkur mikla gleði. Það var gaman í dag. Þú sást það að við fögnuðum öllum litlu hlutunum sem við gerðum vel í kvöld. Ég held að við einbeitum okkur að því þó það sé að sjálfsögðu margt sem má laga. Margt mjög gott í kvöld.“
Subway-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur-Njarðvík 83-61 | Íslandsmeistararnir komust lítt áleiðis á Hlíðarenda Valur fór létt með Íslandsmeistara Njarðvíkur í lokaleik Subway deildar kvenna í körfubolta. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. desember 2022 21:55 Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Sjá meira
Leik lokið: Valur-Njarðvík 83-61 | Íslandsmeistararnir komust lítt áleiðis á Hlíðarenda Valur fór létt með Íslandsmeistara Njarðvíkur í lokaleik Subway deildar kvenna í körfubolta. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. desember 2022 21:55