Handtóku leiðtoga stjórnarandstöðunnar fyrir hryðjuverk Kjartan Kjartansson skrifar 29. desember 2022 10:19 Luis Fernando Camacho er ríkisstjóri Santa Cruz og leiðtogi hægriflokksins Við trúum (sp. Creemos). Hann var framarlega í flokki í mótmælum sem leiddu til þess að Evó Morales hrökklaðist úr stóli forseta fyrir þremur árum. AP/Juan Karita Lögregla í Bólivíu handtók helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar vegna rannsóknar á meintu valdaráni árið 2019. Stuðningsmenn hans mótmæla á götum úti og saka stjórnvöld um mannrán. Luis Fernando Camacho er ríkisstjóri Santa Cruz, auðugasta héraðs Bólivíu, og hægrisinnaður leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Hann tók þátt í að bola Evó Morales forseta úr embætti árið 2019. Fyrir það saka saksóknarar hann um hryðjuverk í ákæru sem var gefin út í október. Camacho tapaði forsetakosningum fyrir vinstrimanninum Luis Arce árið 2020. Ríkisstjórnin skilgreinir atburðina sem leiddu til þess að Morales flúði land árið 2019 sem valdarán. Handtakan á Camacho í gær er sögð tengast rannsókn á því. Camacho sjálfur hefur neitað að gefa skýrslu í málinu og sagst vera fórnarlamb pólitískra ofsókna. Undanfarinn mánuð hefur Camacho farið fyrir mótmælum gegn stjórnvöldum í Santa Cruz. Ástæða þeirra eru tafir á manntali en það myndi að líkindum færa Santa Cruz, sem er höfuðvígi stjórnarandstöðunnar, aukna hlutdeild í skattfé og fleiri sæti á þingi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ólöglegt mannrán Stuðningsmenn Camacho þustu út á götur og lokuðu vegum og hraðbrautum sem tengja Santa Cruz við aðra landshluta. AP-fréttastofan segir að langar raðir hafi myndast við bensínstöðvar þar sem fólk óttast að órói leiði til vöruskorts. Engar upplýsingar fengust um handtökuna fyrr en að nokkrum klukkustundum liðnum. Skrifstofa ríkisstjórans sakaði lögreglu um að hafa rænt Camacho í óhefðbundinni aðgerð og farið með hann á óþekktan stað. Carlos Mesa, fyrrverandi forseti, líkti handtökunni einnig við ólöglegt og ofsafengið mannrán. Camacho var einn leiðtoga fjölmennra mótmæla gegn Morales í kjölfar kosninga árið 2019. Samtök Ameríkuríkja sögðu að svik hefðu verið í tafli í kosningunum þar sem Morales sóttist eftir endurkjöri í fjórðia sinn. Bólivía Tengdar fréttir Fordæma handtökur á stjórnarandstæðingum í Bólivíu Mannréttindasamtök og Samtök Ameríkuríkja gagnrýna harðlega handtökur á Jeanine Áñez, fyrrverandi starfandi forseta Bólivíu, og fleiri stjórnmálamönnum og saka stjórnvöld um að misbeita réttarkerfinu á pólitískan hátt. Saksóknarar saka Áñez um aðild að valdaráni. 16. mars 2021 09:27 Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi forseta Saksóknarar í Bólivíu hafa gefið út handtökuskipun á hendur Jeanine Áñez, fyrrverandi starfandi forseta landsins, og nokkrum fyrrverandi ráðherrum. Áñez er sökuð um að hafa tekið þátt í valdaráni gegn Evó Morales, fyrrverandi forseta. Sjálf segist hún fórnarlamb pólitískra hefnda flokks Morales sem er nú aftur við völd. 13. mars 2021 09:19 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Luis Fernando Camacho er ríkisstjóri Santa Cruz, auðugasta héraðs Bólivíu, og hægrisinnaður leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Hann tók þátt í að bola Evó Morales forseta úr embætti árið 2019. Fyrir það saka saksóknarar hann um hryðjuverk í ákæru sem var gefin út í október. Camacho tapaði forsetakosningum fyrir vinstrimanninum Luis Arce árið 2020. Ríkisstjórnin skilgreinir atburðina sem leiddu til þess að Morales flúði land árið 2019 sem valdarán. Handtakan á Camacho í gær er sögð tengast rannsókn á því. Camacho sjálfur hefur neitað að gefa skýrslu í málinu og sagst vera fórnarlamb pólitískra ofsókna. Undanfarinn mánuð hefur Camacho farið fyrir mótmælum gegn stjórnvöldum í Santa Cruz. Ástæða þeirra eru tafir á manntali en það myndi að líkindum færa Santa Cruz, sem er höfuðvígi stjórnarandstöðunnar, aukna hlutdeild í skattfé og fleiri sæti á þingi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ólöglegt mannrán Stuðningsmenn Camacho þustu út á götur og lokuðu vegum og hraðbrautum sem tengja Santa Cruz við aðra landshluta. AP-fréttastofan segir að langar raðir hafi myndast við bensínstöðvar þar sem fólk óttast að órói leiði til vöruskorts. Engar upplýsingar fengust um handtökuna fyrr en að nokkrum klukkustundum liðnum. Skrifstofa ríkisstjórans sakaði lögreglu um að hafa rænt Camacho í óhefðbundinni aðgerð og farið með hann á óþekktan stað. Carlos Mesa, fyrrverandi forseti, líkti handtökunni einnig við ólöglegt og ofsafengið mannrán. Camacho var einn leiðtoga fjölmennra mótmæla gegn Morales í kjölfar kosninga árið 2019. Samtök Ameríkuríkja sögðu að svik hefðu verið í tafli í kosningunum þar sem Morales sóttist eftir endurkjöri í fjórðia sinn.
Bólivía Tengdar fréttir Fordæma handtökur á stjórnarandstæðingum í Bólivíu Mannréttindasamtök og Samtök Ameríkuríkja gagnrýna harðlega handtökur á Jeanine Áñez, fyrrverandi starfandi forseta Bólivíu, og fleiri stjórnmálamönnum og saka stjórnvöld um að misbeita réttarkerfinu á pólitískan hátt. Saksóknarar saka Áñez um aðild að valdaráni. 16. mars 2021 09:27 Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi forseta Saksóknarar í Bólivíu hafa gefið út handtökuskipun á hendur Jeanine Áñez, fyrrverandi starfandi forseta landsins, og nokkrum fyrrverandi ráðherrum. Áñez er sökuð um að hafa tekið þátt í valdaráni gegn Evó Morales, fyrrverandi forseta. Sjálf segist hún fórnarlamb pólitískra hefnda flokks Morales sem er nú aftur við völd. 13. mars 2021 09:19 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Fordæma handtökur á stjórnarandstæðingum í Bólivíu Mannréttindasamtök og Samtök Ameríkuríkja gagnrýna harðlega handtökur á Jeanine Áñez, fyrrverandi starfandi forseta Bólivíu, og fleiri stjórnmálamönnum og saka stjórnvöld um að misbeita réttarkerfinu á pólitískan hátt. Saksóknarar saka Áñez um aðild að valdaráni. 16. mars 2021 09:27
Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi forseta Saksóknarar í Bólivíu hafa gefið út handtökuskipun á hendur Jeanine Áñez, fyrrverandi starfandi forseta landsins, og nokkrum fyrrverandi ráðherrum. Áñez er sökuð um að hafa tekið þátt í valdaráni gegn Evó Morales, fyrrverandi forseta. Sjálf segist hún fórnarlamb pólitískra hefnda flokks Morales sem er nú aftur við völd. 13. mars 2021 09:19