Engin ákvörðun tekin um landamæraskimun vegna afléttinga í Kína Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. desember 2022 11:44 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir að í fyrsta sinn sé nú boðið upp á inflúensubólusetningu fyrir börn frá sex mánaða aldri til tveggja og hálfs árs. Vísir/Egill Fleiri ríki bætast í hóp þeirra sem bregðast við frelsi Kínverja með kórónuveiruskimun á landamærum, nú síðast Bandaríkin. Sóttvarnalæknir segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um landamæraskimun hér á landi en að vel sé fylgst með stöðunni. Harðar sóttvarnartakmarkanir í Kína hafa komið í veg fyrir að flestir Kínverjar ferðist til útlanda. Nú er von á að breyting verði á því takmörkunum í landinu hefur hægt og bítandi verið aflétt síðustu vikur en nýverið gáfu kínversk stjórnvöld út að átta daga sóttkví verði ekki lengur skilyrði fyrir inngöngu í landið frá og með áttunda janúar. Sérfræðingar eru víða uggandi vegna fyrirætlana kínverskra stjórnvalda þar sem lítið er vitað um stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu. Bólusetningar hafa ekki náð jafn mikilli útbreiðslu í landinu eins og víða annars staðar og stjórnvöld hætt að gefa út smittölur. Lítið vitað um stöðuna Stjórnvöld í Kína segja að um fimm þúsund manns smitist á degi hverjum en þær tölur eru verulega dregnar í efa af sérfræðingum sem segja veiruna mun útbreiddari í raun og veru og líklegra að milljón manns smitist á degi hverjum. Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Ítralíu, Japan, Tævan og á Indlandi hafa ákveðið að allir sem ferðist þangað frá Kína verði skimaðir á landamærum vegna stöðu faraldursins þar í landi. Fylgjast vel með Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir segir að vel sé fylgst með stöðunni í Kína og Evrópu. „Við erum að fylgjast með því sem er að gerast í Kína þó að takmarkaðar upplýsingar komi þangað. Eins því sem Evrópuþjóðir eru að ræða og jafnvel grípa til. Það eru bara Ítalir sem hafa gripið til ráðstafana enn sem komið er í Evrópu, en auðvitað fleiri í heiminum.“ Engin ákvörðun tekin Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að grípa til neinna aðgerða á landamærum hér á landi. „Við erum ekki með nein bein flug frá Kína. Fólk er þá að koma frá öðrum löndum. Við höfum ekki ákveðið að gera neitt slíkt eins og er. Erum bara að meta ástandið, skoða og fylgjast með þeim gögnum sem koma fram og þá frá Evrópu sérstaklega.“ Hún segir að ekkert bendi til þess að annað afbrigði hafi greinst í Kína sem sé frábrugðið því sem greinst hefur hér og í Evrópu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Kína Tengdar fréttir Sérfræðingar eru uggandi vegna afléttinga takmarkana í Kína Sérfræðingar eru nú uggandi vegna fyrirætlana stjórnvalda í Kína að aflétta verulega ferðatakmörkunum og reglum um sóttkví ferðalanga, þar sem lítið er vitað um stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu. 28. desember 2022 08:26 Sóttkví verði ekki lengur skilyrði í Kína Kínversk stjórnvöld hafa gefið út að átta daga sóttkví verði ekki lengur skilyrði inngöngu í landið frá og með 8. janúar. Hægt og bítandi hefur sóttvarnartakmörkunum verið aflétt síðustu vikur en enn er langt í land. 26. desember 2022 23:41 Hætta að birta smittölur eftir sprengingu í smitum Kínversk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hætta að birta smittölur með reglubundnum hætti. Mikill fjöldi hefur greinst smitaður af Covid í kjölfar afléttinga. Efast hefur verið um áreiðanleika gagnanna. 25. desember 2022 09:50 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Harðar sóttvarnartakmarkanir í Kína hafa komið í veg fyrir að flestir Kínverjar ferðist til útlanda. Nú er von á að breyting verði á því takmörkunum í landinu hefur hægt og bítandi verið aflétt síðustu vikur en nýverið gáfu kínversk stjórnvöld út að átta daga sóttkví verði ekki lengur skilyrði fyrir inngöngu í landið frá og með áttunda janúar. Sérfræðingar eru víða uggandi vegna fyrirætlana kínverskra stjórnvalda þar sem lítið er vitað um stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu. Bólusetningar hafa ekki náð jafn mikilli útbreiðslu í landinu eins og víða annars staðar og stjórnvöld hætt að gefa út smittölur. Lítið vitað um stöðuna Stjórnvöld í Kína segja að um fimm þúsund manns smitist á degi hverjum en þær tölur eru verulega dregnar í efa af sérfræðingum sem segja veiruna mun útbreiddari í raun og veru og líklegra að milljón manns smitist á degi hverjum. Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Ítralíu, Japan, Tævan og á Indlandi hafa ákveðið að allir sem ferðist þangað frá Kína verði skimaðir á landamærum vegna stöðu faraldursins þar í landi. Fylgjast vel með Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir segir að vel sé fylgst með stöðunni í Kína og Evrópu. „Við erum að fylgjast með því sem er að gerast í Kína þó að takmarkaðar upplýsingar komi þangað. Eins því sem Evrópuþjóðir eru að ræða og jafnvel grípa til. Það eru bara Ítalir sem hafa gripið til ráðstafana enn sem komið er í Evrópu, en auðvitað fleiri í heiminum.“ Engin ákvörðun tekin Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að grípa til neinna aðgerða á landamærum hér á landi. „Við erum ekki með nein bein flug frá Kína. Fólk er þá að koma frá öðrum löndum. Við höfum ekki ákveðið að gera neitt slíkt eins og er. Erum bara að meta ástandið, skoða og fylgjast með þeim gögnum sem koma fram og þá frá Evrópu sérstaklega.“ Hún segir að ekkert bendi til þess að annað afbrigði hafi greinst í Kína sem sé frábrugðið því sem greinst hefur hér og í Evrópu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Kína Tengdar fréttir Sérfræðingar eru uggandi vegna afléttinga takmarkana í Kína Sérfræðingar eru nú uggandi vegna fyrirætlana stjórnvalda í Kína að aflétta verulega ferðatakmörkunum og reglum um sóttkví ferðalanga, þar sem lítið er vitað um stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu. 28. desember 2022 08:26 Sóttkví verði ekki lengur skilyrði í Kína Kínversk stjórnvöld hafa gefið út að átta daga sóttkví verði ekki lengur skilyrði inngöngu í landið frá og með 8. janúar. Hægt og bítandi hefur sóttvarnartakmörkunum verið aflétt síðustu vikur en enn er langt í land. 26. desember 2022 23:41 Hætta að birta smittölur eftir sprengingu í smitum Kínversk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hætta að birta smittölur með reglubundnum hætti. Mikill fjöldi hefur greinst smitaður af Covid í kjölfar afléttinga. Efast hefur verið um áreiðanleika gagnanna. 25. desember 2022 09:50 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Sérfræðingar eru uggandi vegna afléttinga takmarkana í Kína Sérfræðingar eru nú uggandi vegna fyrirætlana stjórnvalda í Kína að aflétta verulega ferðatakmörkunum og reglum um sóttkví ferðalanga, þar sem lítið er vitað um stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu. 28. desember 2022 08:26
Sóttkví verði ekki lengur skilyrði í Kína Kínversk stjórnvöld hafa gefið út að átta daga sóttkví verði ekki lengur skilyrði inngöngu í landið frá og með 8. janúar. Hægt og bítandi hefur sóttvarnartakmörkunum verið aflétt síðustu vikur en enn er langt í land. 26. desember 2022 23:41
Hætta að birta smittölur eftir sprengingu í smitum Kínversk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hætta að birta smittölur með reglubundnum hætti. Mikill fjöldi hefur greinst smitaður af Covid í kjölfar afléttinga. Efast hefur verið um áreiðanleika gagnanna. 25. desember 2022 09:50