Engin ákvörðun tekin um landamæraskimun vegna afléttinga í Kína Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. desember 2022 11:44 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir að í fyrsta sinn sé nú boðið upp á inflúensubólusetningu fyrir börn frá sex mánaða aldri til tveggja og hálfs árs. Vísir/Egill Fleiri ríki bætast í hóp þeirra sem bregðast við frelsi Kínverja með kórónuveiruskimun á landamærum, nú síðast Bandaríkin. Sóttvarnalæknir segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um landamæraskimun hér á landi en að vel sé fylgst með stöðunni. Harðar sóttvarnartakmarkanir í Kína hafa komið í veg fyrir að flestir Kínverjar ferðist til útlanda. Nú er von á að breyting verði á því takmörkunum í landinu hefur hægt og bítandi verið aflétt síðustu vikur en nýverið gáfu kínversk stjórnvöld út að átta daga sóttkví verði ekki lengur skilyrði fyrir inngöngu í landið frá og með áttunda janúar. Sérfræðingar eru víða uggandi vegna fyrirætlana kínverskra stjórnvalda þar sem lítið er vitað um stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu. Bólusetningar hafa ekki náð jafn mikilli útbreiðslu í landinu eins og víða annars staðar og stjórnvöld hætt að gefa út smittölur. Lítið vitað um stöðuna Stjórnvöld í Kína segja að um fimm þúsund manns smitist á degi hverjum en þær tölur eru verulega dregnar í efa af sérfræðingum sem segja veiruna mun útbreiddari í raun og veru og líklegra að milljón manns smitist á degi hverjum. Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Ítralíu, Japan, Tævan og á Indlandi hafa ákveðið að allir sem ferðist þangað frá Kína verði skimaðir á landamærum vegna stöðu faraldursins þar í landi. Fylgjast vel með Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir segir að vel sé fylgst með stöðunni í Kína og Evrópu. „Við erum að fylgjast með því sem er að gerast í Kína þó að takmarkaðar upplýsingar komi þangað. Eins því sem Evrópuþjóðir eru að ræða og jafnvel grípa til. Það eru bara Ítalir sem hafa gripið til ráðstafana enn sem komið er í Evrópu, en auðvitað fleiri í heiminum.“ Engin ákvörðun tekin Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að grípa til neinna aðgerða á landamærum hér á landi. „Við erum ekki með nein bein flug frá Kína. Fólk er þá að koma frá öðrum löndum. Við höfum ekki ákveðið að gera neitt slíkt eins og er. Erum bara að meta ástandið, skoða og fylgjast með þeim gögnum sem koma fram og þá frá Evrópu sérstaklega.“ Hún segir að ekkert bendi til þess að annað afbrigði hafi greinst í Kína sem sé frábrugðið því sem greinst hefur hér og í Evrópu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Kína Tengdar fréttir Sérfræðingar eru uggandi vegna afléttinga takmarkana í Kína Sérfræðingar eru nú uggandi vegna fyrirætlana stjórnvalda í Kína að aflétta verulega ferðatakmörkunum og reglum um sóttkví ferðalanga, þar sem lítið er vitað um stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu. 28. desember 2022 08:26 Sóttkví verði ekki lengur skilyrði í Kína Kínversk stjórnvöld hafa gefið út að átta daga sóttkví verði ekki lengur skilyrði inngöngu í landið frá og með 8. janúar. Hægt og bítandi hefur sóttvarnartakmörkunum verið aflétt síðustu vikur en enn er langt í land. 26. desember 2022 23:41 Hætta að birta smittölur eftir sprengingu í smitum Kínversk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hætta að birta smittölur með reglubundnum hætti. Mikill fjöldi hefur greinst smitaður af Covid í kjölfar afléttinga. Efast hefur verið um áreiðanleika gagnanna. 25. desember 2022 09:50 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fleiri fréttir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Sjá meira
Harðar sóttvarnartakmarkanir í Kína hafa komið í veg fyrir að flestir Kínverjar ferðist til útlanda. Nú er von á að breyting verði á því takmörkunum í landinu hefur hægt og bítandi verið aflétt síðustu vikur en nýverið gáfu kínversk stjórnvöld út að átta daga sóttkví verði ekki lengur skilyrði fyrir inngöngu í landið frá og með áttunda janúar. Sérfræðingar eru víða uggandi vegna fyrirætlana kínverskra stjórnvalda þar sem lítið er vitað um stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu. Bólusetningar hafa ekki náð jafn mikilli útbreiðslu í landinu eins og víða annars staðar og stjórnvöld hætt að gefa út smittölur. Lítið vitað um stöðuna Stjórnvöld í Kína segja að um fimm þúsund manns smitist á degi hverjum en þær tölur eru verulega dregnar í efa af sérfræðingum sem segja veiruna mun útbreiddari í raun og veru og líklegra að milljón manns smitist á degi hverjum. Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Ítralíu, Japan, Tævan og á Indlandi hafa ákveðið að allir sem ferðist þangað frá Kína verði skimaðir á landamærum vegna stöðu faraldursins þar í landi. Fylgjast vel með Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir segir að vel sé fylgst með stöðunni í Kína og Evrópu. „Við erum að fylgjast með því sem er að gerast í Kína þó að takmarkaðar upplýsingar komi þangað. Eins því sem Evrópuþjóðir eru að ræða og jafnvel grípa til. Það eru bara Ítalir sem hafa gripið til ráðstafana enn sem komið er í Evrópu, en auðvitað fleiri í heiminum.“ Engin ákvörðun tekin Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að grípa til neinna aðgerða á landamærum hér á landi. „Við erum ekki með nein bein flug frá Kína. Fólk er þá að koma frá öðrum löndum. Við höfum ekki ákveðið að gera neitt slíkt eins og er. Erum bara að meta ástandið, skoða og fylgjast með þeim gögnum sem koma fram og þá frá Evrópu sérstaklega.“ Hún segir að ekkert bendi til þess að annað afbrigði hafi greinst í Kína sem sé frábrugðið því sem greinst hefur hér og í Evrópu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Kína Tengdar fréttir Sérfræðingar eru uggandi vegna afléttinga takmarkana í Kína Sérfræðingar eru nú uggandi vegna fyrirætlana stjórnvalda í Kína að aflétta verulega ferðatakmörkunum og reglum um sóttkví ferðalanga, þar sem lítið er vitað um stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu. 28. desember 2022 08:26 Sóttkví verði ekki lengur skilyrði í Kína Kínversk stjórnvöld hafa gefið út að átta daga sóttkví verði ekki lengur skilyrði inngöngu í landið frá og með 8. janúar. Hægt og bítandi hefur sóttvarnartakmörkunum verið aflétt síðustu vikur en enn er langt í land. 26. desember 2022 23:41 Hætta að birta smittölur eftir sprengingu í smitum Kínversk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hætta að birta smittölur með reglubundnum hætti. Mikill fjöldi hefur greinst smitaður af Covid í kjölfar afléttinga. Efast hefur verið um áreiðanleika gagnanna. 25. desember 2022 09:50 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fleiri fréttir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Sjá meira
Sérfræðingar eru uggandi vegna afléttinga takmarkana í Kína Sérfræðingar eru nú uggandi vegna fyrirætlana stjórnvalda í Kína að aflétta verulega ferðatakmörkunum og reglum um sóttkví ferðalanga, þar sem lítið er vitað um stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu. 28. desember 2022 08:26
Sóttkví verði ekki lengur skilyrði í Kína Kínversk stjórnvöld hafa gefið út að átta daga sóttkví verði ekki lengur skilyrði inngöngu í landið frá og með 8. janúar. Hægt og bítandi hefur sóttvarnartakmörkunum verið aflétt síðustu vikur en enn er langt í land. 26. desember 2022 23:41
Hætta að birta smittölur eftir sprengingu í smitum Kínversk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hætta að birta smittölur með reglubundnum hætti. Mikill fjöldi hefur greinst smitaður af Covid í kjölfar afléttinga. Efast hefur verið um áreiðanleika gagnanna. 25. desember 2022 09:50
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda