„Þetta fer ekki að léttast fyrr en það hlýnar í veðri og vorar“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. desember 2022 14:00 Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir mikið álag alls staðar í heilbrigðiskerfinu um þessar mundir. Vísir/Egill Mikið álag er í heilbrigðiskerfinu vegna óvenju mikils flensufárs. Landspítali hefur gripið til takmarkana og á heilsugæslustöðvum eru tímar fullbókaðir og löng bið á Læknavaktinni. Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins biðlar til fólks að leita annarra ráða en að birtast beint á stöðvunum. Ekki er útlit fyrir að ástandið batni fyrr en það fer að hlýna í veðri. Frá og með deginum í dag verða heimsóknir á Landspítala takmarkaðar við einn gest og gilda takmarkanirnar meðan veirufaraldrar geisa í samfélaginu. Grímuskylda er á spítalanum og gestir mega ekki vera eð einkenni frá öndunarvegi, til að mynda kvef, eða meltingarvegi, til að mynda niðurgang, að því er segir í tilkynningu á vef Landspítala. Már Kristjánsson forstöðumaður bráðaþjónustu hjá Landspítalanum sagði í kvöldfréttum í gær að gríðarlegt álag væri á spítalanum vegna óvenju mikils flensufárs. Ný rými fyrir sjúklinga hafi verið opnuð og biðlað til fólks að halda sig heima sé það veikt. Álagið er einnig víðar, til að mynda á heilsugæslustöðvum þar sem allt er fullbókað og á Læknavaktinni hefur fólk þurft að bíða í langan tíma undanfarnar vikur. Vegna vægari veikinda og minniháttar slysa hefur fólk þó verið hvatt til að leita þangað frekar en á bráðamóttöku. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, tekur undir það að fólk eigi að halda sig heima sé um minniháttar veikindi að ræða, þó þau sinni vissulega öllum sem þurfa raunverulega á aðstoð að halda. „Það sem við erum svona að biðlast til er að fólk aðeins hugsi sig um, skoði hvað er hægt að gera annað, leiti ráða, hringi á sína heilsugæslustöð, hringja í Upplýsingamiðstöðina [í síma 513-1700] eða 1700 símann og svona fái ráð um hvað er hægt að gera, ekki bara birtast beint,“ segir hún. Álagið viðvarandi og útlit fyrir að svo verði áfram Fólk er hvatt til að fara varlega, ekki síst yfir áramótin, huga að eigin heilsu og forðast margmenni sé það veikt. Þá geti húsráð hjálpað auk verkjalyfja á borð við Paratabs. Allt geti það dregið úr álaginu. „Það er gríðarlega mikið að gera alls staðar í kerfinu. Það er mikið að gera á stöðvunum, Læknavaktin er alveg á fullu, bráðamóttökur, það er bið alls staðar,“ segir Sigríður. „Þess vegna er svo gott að fólk sé búið að hringja og hafa samband, þá er alla vega hægt að meta erindin og þá vitum við pínulítið meira um af hverju fólk er að koma og erum í rauninni fljótari að afgreiða þá sem að þurfa að koma,“ segir hún enn fremur. Álagið hafi verið viðvarandi og útlit fyrir að svo verði áfram, þó allt sé nú reynt til að bregðast við ástandinu. „Það virðist vera, bara eftir Covid, að þá er greinilega mjög mikið um erfiðar pestir. Þannig vissulega er þetta orðið lengra en við vonuðumst til og ég sé ekki annað en að þetta ástand vari eitthvað aðeins fram á nýár, bara meðan það er svona mikill vetur. Þetta fer ekki að léttast fyrr en hlýnar í veðri og vorar,“ segir Sigríður. Heilsugæsla Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Heimsóknir á Landspítalann takmarkaðar við einn gest Frá og með deginum í dag verða heimsóknir á Landspítalann takmarkaðar við einn gest á heimsóknartíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttarnefnd spítalans. 29. desember 2022 08:52 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Frá og með deginum í dag verða heimsóknir á Landspítala takmarkaðar við einn gest og gilda takmarkanirnar meðan veirufaraldrar geisa í samfélaginu. Grímuskylda er á spítalanum og gestir mega ekki vera eð einkenni frá öndunarvegi, til að mynda kvef, eða meltingarvegi, til að mynda niðurgang, að því er segir í tilkynningu á vef Landspítala. Már Kristjánsson forstöðumaður bráðaþjónustu hjá Landspítalanum sagði í kvöldfréttum í gær að gríðarlegt álag væri á spítalanum vegna óvenju mikils flensufárs. Ný rými fyrir sjúklinga hafi verið opnuð og biðlað til fólks að halda sig heima sé það veikt. Álagið er einnig víðar, til að mynda á heilsugæslustöðvum þar sem allt er fullbókað og á Læknavaktinni hefur fólk þurft að bíða í langan tíma undanfarnar vikur. Vegna vægari veikinda og minniháttar slysa hefur fólk þó verið hvatt til að leita þangað frekar en á bráðamóttöku. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, tekur undir það að fólk eigi að halda sig heima sé um minniháttar veikindi að ræða, þó þau sinni vissulega öllum sem þurfa raunverulega á aðstoð að halda. „Það sem við erum svona að biðlast til er að fólk aðeins hugsi sig um, skoði hvað er hægt að gera annað, leiti ráða, hringi á sína heilsugæslustöð, hringja í Upplýsingamiðstöðina [í síma 513-1700] eða 1700 símann og svona fái ráð um hvað er hægt að gera, ekki bara birtast beint,“ segir hún. Álagið viðvarandi og útlit fyrir að svo verði áfram Fólk er hvatt til að fara varlega, ekki síst yfir áramótin, huga að eigin heilsu og forðast margmenni sé það veikt. Þá geti húsráð hjálpað auk verkjalyfja á borð við Paratabs. Allt geti það dregið úr álaginu. „Það er gríðarlega mikið að gera alls staðar í kerfinu. Það er mikið að gera á stöðvunum, Læknavaktin er alveg á fullu, bráðamóttökur, það er bið alls staðar,“ segir Sigríður. „Þess vegna er svo gott að fólk sé búið að hringja og hafa samband, þá er alla vega hægt að meta erindin og þá vitum við pínulítið meira um af hverju fólk er að koma og erum í rauninni fljótari að afgreiða þá sem að þurfa að koma,“ segir hún enn fremur. Álagið hafi verið viðvarandi og útlit fyrir að svo verði áfram, þó allt sé nú reynt til að bregðast við ástandinu. „Það virðist vera, bara eftir Covid, að þá er greinilega mjög mikið um erfiðar pestir. Þannig vissulega er þetta orðið lengra en við vonuðumst til og ég sé ekki annað en að þetta ástand vari eitthvað aðeins fram á nýár, bara meðan það er svona mikill vetur. Þetta fer ekki að léttast fyrr en hlýnar í veðri og vorar,“ segir Sigríður.
Heilsugæsla Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Heimsóknir á Landspítalann takmarkaðar við einn gest Frá og með deginum í dag verða heimsóknir á Landspítalann takmarkaðar við einn gest á heimsóknartíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttarnefnd spítalans. 29. desember 2022 08:52 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Heimsóknir á Landspítalann takmarkaðar við einn gest Frá og með deginum í dag verða heimsóknir á Landspítalann takmarkaðar við einn gest á heimsóknartíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttarnefnd spítalans. 29. desember 2022 08:52