Ísland tryggði sér sæti í úrslitaleiknum með sigri á Norður-Makedóníu, 30-27, í dag. Í úrslitaleiknum í kvöld mæta Íslendingar annað hvort Þjóðverjum eða Egyptum.
Íslensku strákarnir hafa unnið alla fjóra leiki sína á mótinu. Í riðlakeppninni unnu þeir Egyptaland, Sviss og Saar og svo Norður-Makedóníu í undanúrslitunum í morgun.