Samfylkingin orðin stærsti flokkur landsins samkvæmt könnun Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. desember 2022 19:36 Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Samfylkingin er stærsti flokkur landsins, með örlítið forskot á Sjálfstæðisflokkinn, samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Stjórnmálafræðingur segir þetta mikil tíðindi - og allt Kristrúnu Frostadóttur að þakka. Könnun Maskínu var lögð fyrir dagana 16. til 28. desember og 1703 svarendur tóku afstöðu. Sjálfstæðisflokkur mælist með 20 prósenta fylgi í könnuninni og Framsókn með 12,2 prósent. Báðir dala flokkarnir talsvert frá kosningunum í fyrrahaust. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarinnar er 40 prósent og hefur ekki verið lægra í Maskínukönnun á kjörtímabilinu. Þá hefur Samfylkingin rúmlega tvöfaldað fylgi sitt frá kosningum; mælist með mest fylgi allra flokka, 20,1 prósent. „Það hefur auðvitað gerst áður að Samfylking hefur mælst stærri en Sjálfstæðisflokkur en það eru töluverð tíðindi þegar nokkur flokkur annar en Sjálfstæðisflokkur mælist með mest fylgi. Þannig að það er auðvitað augljóst að Samfylkingin er algjör hástökkvari í þessari könnun og það skrifast auðvitað allt á Kristrúnu Frostadóttur og hennar formennsku í flokknum,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. „Síðan eru auðvitað önnur tíðindi fólgin í því að það eru níu flokkar að mælast inn á Alþingi. Þannig að fylgið er auðvitað að dreifast miklu víðar.“ Ráðherrarnir sem röðuðu sér efst á á lista við spurningunni: Hvaða ráðherra finnst þér hafa staðið sig best á yfirstandandi kjörtímabili? Maskína spurði einnig um frammistöðu ráðherra. Þar þykir Ásmundur Einar Daðason menntamálaráðherra áfram standa sig best - titill sem forsætisráðherra, sem er í öðru sæti, átti áður alfarið. „Menn áttu von á því þegar stofnað var til þessa samstarfs á sínum tíma að fylgi Vinstri grænna myndi rjátlast af flokknum. En það er í raun að gerast mun seinna en maður svona hefði getað haldið,“ segir Eiríkur. Þá er það fjármálaráðherra sem þykir samkvæmt könnuninni standa sig afgerandi verst; dómsmálaráðherra næstverst og menningar- og viðskiptaráðherra þar á eftir. Ráðherrarnir sem röðuðu sér efst á listann við spurningunni: Hvaða ráðherra finnst þér hafa staðið sig best/verst á yfirstandandi kjörtímabili? Alþingi Samfylkingin Skoðanakannanir Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira
Könnun Maskínu var lögð fyrir dagana 16. til 28. desember og 1703 svarendur tóku afstöðu. Sjálfstæðisflokkur mælist með 20 prósenta fylgi í könnuninni og Framsókn með 12,2 prósent. Báðir dala flokkarnir talsvert frá kosningunum í fyrrahaust. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarinnar er 40 prósent og hefur ekki verið lægra í Maskínukönnun á kjörtímabilinu. Þá hefur Samfylkingin rúmlega tvöfaldað fylgi sitt frá kosningum; mælist með mest fylgi allra flokka, 20,1 prósent. „Það hefur auðvitað gerst áður að Samfylking hefur mælst stærri en Sjálfstæðisflokkur en það eru töluverð tíðindi þegar nokkur flokkur annar en Sjálfstæðisflokkur mælist með mest fylgi. Þannig að það er auðvitað augljóst að Samfylkingin er algjör hástökkvari í þessari könnun og það skrifast auðvitað allt á Kristrúnu Frostadóttur og hennar formennsku í flokknum,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. „Síðan eru auðvitað önnur tíðindi fólgin í því að það eru níu flokkar að mælast inn á Alþingi. Þannig að fylgið er auðvitað að dreifast miklu víðar.“ Ráðherrarnir sem röðuðu sér efst á á lista við spurningunni: Hvaða ráðherra finnst þér hafa staðið sig best á yfirstandandi kjörtímabili? Maskína spurði einnig um frammistöðu ráðherra. Þar þykir Ásmundur Einar Daðason menntamálaráðherra áfram standa sig best - titill sem forsætisráðherra, sem er í öðru sæti, átti áður alfarið. „Menn áttu von á því þegar stofnað var til þessa samstarfs á sínum tíma að fylgi Vinstri grænna myndi rjátlast af flokknum. En það er í raun að gerast mun seinna en maður svona hefði getað haldið,“ segir Eiríkur. Þá er það fjármálaráðherra sem þykir samkvæmt könnuninni standa sig afgerandi verst; dómsmálaráðherra næstverst og menningar- og viðskiptaráðherra þar á eftir. Ráðherrarnir sem röðuðu sér efst á listann við spurningunni: Hvaða ráðherra finnst þér hafa staðið sig best/verst á yfirstandandi kjörtímabili?
Alþingi Samfylkingin Skoðanakannanir Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira