Ísþoka við Elliðaár í 25,3 stiga gaddi Kristján Már Unnarsson skrifar 30. desember 2022 22:33 Horft af Vatnsveitubrúnni í Elliðaárdal laust fyrir klukkan tvö í dag. Sólin gægist í gegnum ísþokuna. Sólin náði hæst upp á sjóndeildarhringinn klukkan hálftvö og var sólarhæð þá 2,9 gráður. KMU Frostið í Víðidal í Reykjavík í dag mældist mest 25,3 gráður, samkvæmt tölum Veðurstofu Íslands. Þetta er mesta frost í borginni í kuldkastinu til þessa en fáheyrt er að svo mikill kuldi mælist innan borgarmarkanna. Á aðeins einum stað á láglendi mældist meiri kuldi í dag. Það var á Sandskeiði en þar fór frostið niður í 25,5 gráður. Á einni hálendisstöð mældist meira frost, Kolku við Blöndulón, 27,4 gráður. Ísþokan liggur yfir Elliðaánum, eða Dimmu eins og áin nefnist í Víðidal. Íbúðarhúsin í Hólahverfi í Breiðholti í baksýn. Í forgrunni má sjá hrímuð grösin.KMU Þeir sem lögðu í göngutúr um Víðidalinn í kuldanum í dag voru verðlaunaðir með ægifegurð náttúrunnar. Hrímþoka og raunar ísþoka læddist niður með Elliðaánum og lagðist yfir umhverfi ánna. Svo þétt var þokan um tíma að á göngustíg skammt frá ánni sást varla á milli ljósastaura. Svona var inni í ísþokunni á göngustíg í Víðidalnum um tvöleytið. Varla sást á milli ljósastaura.KMU Talað er um hrímþoku þegar frostið nær allt að tuttugu stigum en ísþoku þegar frost fer niður fyrir tuttugu stig. Frostið í Víðidal hélst meira og minna undir tuttugu stigum í dag. Það var aðeins rétt eftir miðnætti sem „hlýnaði“ örlítið þegar frostið mældist 19,3 gráður. Hrímið lagðist yfir gróður eins og flórsykur í Víðidal í dag. Fjær sést í Hólahverfi í Breiðholti.KMU Þótt vatnshiti Elliðaánna sé vart nema rétt yfir frostmarki þessa dagana, sennilega innan við hálf gráða, er það hátt yfir þeim lofthita sem mældist í Víðidalnum. Rakinn sem steig upp af ánni lagðist svo eins og flórsykur yfir dalinn þegar hann hrímaði trjágróður og grös. Ísingin lagðist einnig á ljósastaura og girðingar.KMU Sólin kórónaði svo dýrðina með geislum sínum og minnti á að hún er farin að hækka á lofti og lengja daginn. Þannig var þessi dagur ellefu mínútum lengri í Reykjavík en á vetrarsólstöðum. Á morgun, gamlársdag, helst sólin nærri þremur mínútum lengur á lofti en í dag og nær þrjár gráður upp á sjóndeildarhringinn, fer örlítið hærra en í dag. Vatnsveitubrúin í dag. Ísþokan sveipar dulúð yfir umhverfið.KMU Veður Reykjavík Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Á aðeins einum stað á láglendi mældist meiri kuldi í dag. Það var á Sandskeiði en þar fór frostið niður í 25,5 gráður. Á einni hálendisstöð mældist meira frost, Kolku við Blöndulón, 27,4 gráður. Ísþokan liggur yfir Elliðaánum, eða Dimmu eins og áin nefnist í Víðidal. Íbúðarhúsin í Hólahverfi í Breiðholti í baksýn. Í forgrunni má sjá hrímuð grösin.KMU Þeir sem lögðu í göngutúr um Víðidalinn í kuldanum í dag voru verðlaunaðir með ægifegurð náttúrunnar. Hrímþoka og raunar ísþoka læddist niður með Elliðaánum og lagðist yfir umhverfi ánna. Svo þétt var þokan um tíma að á göngustíg skammt frá ánni sást varla á milli ljósastaura. Svona var inni í ísþokunni á göngustíg í Víðidalnum um tvöleytið. Varla sást á milli ljósastaura.KMU Talað er um hrímþoku þegar frostið nær allt að tuttugu stigum en ísþoku þegar frost fer niður fyrir tuttugu stig. Frostið í Víðidal hélst meira og minna undir tuttugu stigum í dag. Það var aðeins rétt eftir miðnætti sem „hlýnaði“ örlítið þegar frostið mældist 19,3 gráður. Hrímið lagðist yfir gróður eins og flórsykur í Víðidal í dag. Fjær sést í Hólahverfi í Breiðholti.KMU Þótt vatnshiti Elliðaánna sé vart nema rétt yfir frostmarki þessa dagana, sennilega innan við hálf gráða, er það hátt yfir þeim lofthita sem mældist í Víðidalnum. Rakinn sem steig upp af ánni lagðist svo eins og flórsykur yfir dalinn þegar hann hrímaði trjágróður og grös. Ísingin lagðist einnig á ljósastaura og girðingar.KMU Sólin kórónaði svo dýrðina með geislum sínum og minnti á að hún er farin að hækka á lofti og lengja daginn. Þannig var þessi dagur ellefu mínútum lengri í Reykjavík en á vetrarsólstöðum. Á morgun, gamlársdag, helst sólin nærri þremur mínútum lengur á lofti en í dag og nær þrjár gráður upp á sjóndeildarhringinn, fer örlítið hærra en í dag. Vatnsveitubrúin í dag. Ísþokan sveipar dulúð yfir umhverfið.KMU
Veður Reykjavík Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira