Innlent

Ó­vissu­stigi Al­manna­varna af­létt

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Veðrið breyttist snögglega á höfuðborgarsvæðinu. 
Veðrið breyttist snögglega á höfuðborgarsvæðinu.  samsett/ólafur

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórana á Suðurlandi, Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu aflýst óvissustigi Almannavarna á svæðinu. Sömuleiðis hefur samhæfingarstöð Almannavarna sem opnuð var í nótt, verið lokað.

Búist er við breytilegri átt og 3 til 10 metrum á sekúndu en norðaustan 10 til 15 metrum á sekúndu á Vestfjörðum. Snjókoma eða él í flestum landshlutum.

Gengur í norðvestan 10 til 18 metra á sekúndu á vestanverðu landinu í nótt með éljum. Norðlæg átt 5 til 13 metrar á sekúndu á morgun og él en vestlægari seinnipartinn og styttir þá upp um landið austanvert. Frost víðast hvar á bilinu 3 til 13 stig.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum og eru ferðalangar minntir á að fylgjast vel með veðri áður en haldið er af stað.

Veðrið á höfuðborgarsvæðinu hefur breyst fljótt í dag en í fréttinni hér að ofan má sjá breytinguna sem varð á skyggni á stuttum tíma hér á Suðurlandsbraut. 

Daníel Þorláksson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði í samtali við fréttastofu að lægja ætti skömmu fyrir miðnætti. Blindbylur gæti þó myndast vegna skafrennings og nýja snjósins sem nú þekur höfuðborgarsvæðið, eftir miðnætti. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×