„Við eigum í öllum okkar verkum að stefna að því útrýma fátækt“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 1. janúar 2023 09:07 Katrín Jakobsdóttir Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti áramótaávarp sitt í gærkvöldi. Meðal þess sem forsætisráðherra ræddi í ávarpinu var launamunur kynjanna, staða íslenskrar tungu, líðan barna og ungmenna og velsæld landsmanna. Forsætisráðherra ræddi einnig um þær hörmungar sem úkraínska þjóðin hefur gengið í gegnum í kjölfar innrásar Rússlands. Þá minnti forsætisráðherra á að loftslagsváin sé enn yfir og allt um kring. Hin risavaxna áskorun sé að tryggja að jöfnuður og réttlæti verði leiðarljós við nauðsynlegar aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þá hvatti hún landsmenn til að líta til framtíðar með hækkandi sól, vera bjartsýn og vona að nýtt ár færi heiminum öllum frið. Forsætisráðherra sagði verkefnið hér á landi vera að skapa forsendur til að halda áfram að bæta og jafna lífskjörin og takast á við þær miklu umbreytingar sem við stöndum frammi fyrir. Þá skipti miklu máli að í svokölluðum lífskjarasamningum og þeim skammtímasamningum sem nú liggja fyrir við meirihluta fólks á almennum vinnumarkaði að áherslan er á hækkun lægstu launa. „Samfélag sem leggur áherslu á að styðja við þá sem minnst hafa á milli handanna er gott samfélag. Og við eigum í öllum okkar verkum að stefna að því útrýma fátækt sem er samfélagsmein sem á ekki að líðast í okkar samfélagi.“ Katrín gerði stöðu íslenskunnar að umfjöllunarefni og sagði að því miður væru ýmis teikn á lofti um að íslenska eigi undir högg að sækja. Öldin er önnur „Við erum umkringd efni á ensku – ekki síst börnin okkar sem sækja sér eigið afþreyingarefni í gegnum netið en þurfa ekki að bíða eftir línulegri dagskrá Ríkissjónvarpsins. Ég man enn nákvæmlega hvaða barnaefni var í boði þegar ég var barn, enda var vikubið eftir hverjum þætti. Öldin er nú önnur og flest börn geta sótt sér hvaða efni sem er úr endalausu úrvali, meirihlutann á ensku. Málþroski barna skiptir sköpum í þróun tungumálsins og á nýju ári þurfum við að ræða hvernig við getum aukið framboð á íslensku efni fyrir börn sem og að auka talsetningu á erlendu efni.“ Þá sagði Katrín að við þyrftum einnig að huga að því að nú býr hér fleira fólk sem er nýflutt til landsins en nokkru sinni fyrr. „Það er jákvætt og gerir samfélag okkar fjölbreyttara og sterkara. Við eigum einmitt að gera fólki hvaðanæva að auðveldara að koma hingað og afla tekna, skapa verðmæti og búa sér til betra líf – og við eigum að taka vel á móti fólki sem hingað flytur, tryggja því íslenskukennslu, gefa okkur tíma í daglegu lífi til að hlusta og tala við fólk á íslensku og vinna þannig að því að þau geti orðið virkir þátttakendur í samfélaginu.“ Slæmt að heyra frásagnir af vanlíðan unglinga Þá minntist forsætisráðherra einnig á stöðu ungmenna í samfélaginu og áhrif tækni og samfélag á vellíðan þeirra. Sagði hún mikilvægt að skilja tæknina og áhrif hennar. „Við fáum ítrekaðar vísbendingar um að börnunum okkar líði ekki nógu vel. Þessar vísbendingar hafa verið að hrannast upp á undanförnum árum og líðanin virðist hafa versnað í heimsfaraldri. Suma vanlíðan er hægt að rekja til efnahagslegrar eða félagslegrar stöðu en svo útbreidd vanlíðan bendir til þess að eitthvað sé skakkt í samfélaginu. Ég er sjálf fegin að hafa á unglingsárum mínum sloppið við þá pressu sem fylgir samfélagsmiðlum hvers konar. Mér finnst slæmt að heyra frásagnir af vanlíðan unglinga vegna viðbragða eða skorts á viðbrögðum við innleggjum á samfélagsmiðlum. Börn og unglingar eru óhörðnuð og enn að læra, á veröldina og sig sjálf. Þó að það sé flókið að segja til um hvað valdi vaxandi vanlíðan ungmenna er ekki óeðlilegt að staðnæmst sé við þessa örustu og sennilega mestu samfélagsbreytingu allra tíma og metið hvaða áhrif hún hefur á börnin okkar.“ Katrín minntist einnig á loftlagsvána og sagði það risavaxna áskorun að tryggja að jöfnuður og réttlæti verði leiðarljós við nauðsynlegar aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. „Við erum þegar komin á fulla ferð inn í nýtt grænt hagkerfi og nú mun hraðinn aukast. Frá því að ríkisstjórnin lagði fram fyrstu fjármögnuðu aðgerðaáætlunina í loftslagsmálum 2018 hefur margt áunnist. Við stefnum ótrauð áfram að því markmiði að Ísland uppfylli skuldbindingar sínar um samdrátt í losun og kolefnishlutleysi eigi síðar en 2040.“ Hér má finna áramótaávarp forsætisráðherra í heild sinni. Áramót Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Forsætisráðherra ræddi einnig um þær hörmungar sem úkraínska þjóðin hefur gengið í gegnum í kjölfar innrásar Rússlands. Þá minnti forsætisráðherra á að loftslagsváin sé enn yfir og allt um kring. Hin risavaxna áskorun sé að tryggja að jöfnuður og réttlæti verði leiðarljós við nauðsynlegar aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þá hvatti hún landsmenn til að líta til framtíðar með hækkandi sól, vera bjartsýn og vona að nýtt ár færi heiminum öllum frið. Forsætisráðherra sagði verkefnið hér á landi vera að skapa forsendur til að halda áfram að bæta og jafna lífskjörin og takast á við þær miklu umbreytingar sem við stöndum frammi fyrir. Þá skipti miklu máli að í svokölluðum lífskjarasamningum og þeim skammtímasamningum sem nú liggja fyrir við meirihluta fólks á almennum vinnumarkaði að áherslan er á hækkun lægstu launa. „Samfélag sem leggur áherslu á að styðja við þá sem minnst hafa á milli handanna er gott samfélag. Og við eigum í öllum okkar verkum að stefna að því útrýma fátækt sem er samfélagsmein sem á ekki að líðast í okkar samfélagi.“ Katrín gerði stöðu íslenskunnar að umfjöllunarefni og sagði að því miður væru ýmis teikn á lofti um að íslenska eigi undir högg að sækja. Öldin er önnur „Við erum umkringd efni á ensku – ekki síst börnin okkar sem sækja sér eigið afþreyingarefni í gegnum netið en þurfa ekki að bíða eftir línulegri dagskrá Ríkissjónvarpsins. Ég man enn nákvæmlega hvaða barnaefni var í boði þegar ég var barn, enda var vikubið eftir hverjum þætti. Öldin er nú önnur og flest börn geta sótt sér hvaða efni sem er úr endalausu úrvali, meirihlutann á ensku. Málþroski barna skiptir sköpum í þróun tungumálsins og á nýju ári þurfum við að ræða hvernig við getum aukið framboð á íslensku efni fyrir börn sem og að auka talsetningu á erlendu efni.“ Þá sagði Katrín að við þyrftum einnig að huga að því að nú býr hér fleira fólk sem er nýflutt til landsins en nokkru sinni fyrr. „Það er jákvætt og gerir samfélag okkar fjölbreyttara og sterkara. Við eigum einmitt að gera fólki hvaðanæva að auðveldara að koma hingað og afla tekna, skapa verðmæti og búa sér til betra líf – og við eigum að taka vel á móti fólki sem hingað flytur, tryggja því íslenskukennslu, gefa okkur tíma í daglegu lífi til að hlusta og tala við fólk á íslensku og vinna þannig að því að þau geti orðið virkir þátttakendur í samfélaginu.“ Slæmt að heyra frásagnir af vanlíðan unglinga Þá minntist forsætisráðherra einnig á stöðu ungmenna í samfélaginu og áhrif tækni og samfélag á vellíðan þeirra. Sagði hún mikilvægt að skilja tæknina og áhrif hennar. „Við fáum ítrekaðar vísbendingar um að börnunum okkar líði ekki nógu vel. Þessar vísbendingar hafa verið að hrannast upp á undanförnum árum og líðanin virðist hafa versnað í heimsfaraldri. Suma vanlíðan er hægt að rekja til efnahagslegrar eða félagslegrar stöðu en svo útbreidd vanlíðan bendir til þess að eitthvað sé skakkt í samfélaginu. Ég er sjálf fegin að hafa á unglingsárum mínum sloppið við þá pressu sem fylgir samfélagsmiðlum hvers konar. Mér finnst slæmt að heyra frásagnir af vanlíðan unglinga vegna viðbragða eða skorts á viðbrögðum við innleggjum á samfélagsmiðlum. Börn og unglingar eru óhörðnuð og enn að læra, á veröldina og sig sjálf. Þó að það sé flókið að segja til um hvað valdi vaxandi vanlíðan ungmenna er ekki óeðlilegt að staðnæmst sé við þessa örustu og sennilega mestu samfélagsbreytingu allra tíma og metið hvaða áhrif hún hefur á börnin okkar.“ Katrín minntist einnig á loftlagsvána og sagði það risavaxna áskorun að tryggja að jöfnuður og réttlæti verði leiðarljós við nauðsynlegar aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. „Við erum þegar komin á fulla ferð inn í nýtt grænt hagkerfi og nú mun hraðinn aukast. Frá því að ríkisstjórnin lagði fram fyrstu fjármögnuðu aðgerðaáætlunina í loftslagsmálum 2018 hefur margt áunnist. Við stefnum ótrauð áfram að því markmiði að Ísland uppfylli skuldbindingar sínar um samdrátt í losun og kolefnishlutleysi eigi síðar en 2040.“ Hér má finna áramótaávarp forsætisráðherra í heild sinni.
Áramót Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira