Minnihlutinn „bara að þyrla upp ryki“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. janúar 2023 12:00 Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar í borginni segir minnihlutann bara vera að þyrla upp ryki. Vísir Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sakar fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um einræðistilburði eftir að þeir höfnuðu að setja málefni Ljósleiðarans á dagskrá fundar borgarstjórnar í tvígang. Oddviti Framsóknar í borginni segir minnihlutann aðeins vera að þyrla upp ryki. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir því 20. desember síðastliðinn að samningur borgarinnar við Sýn hf. um rekstur ljósleiðara yrði ræddur á fundi borgarstjórnar en beiðninni var hafnað af forsætisnefnd. „Í kjölfarið sendi ég inn kvörtun sveitarstjórnarráðuneytisins því ég tel að það sé skýlaus réttur borgarfulltrúa að setja mál á dagskrá borgarstjórnar,“ segir Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Koma í veg fyrir eftirlit með rekstri fyrirtækja borgarinnar Ljósleiðarinn er í eigu Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur, sem borgin á 93 prósenta hlut í. „Okkur ber að hafa eftirlit með fyrirtækjum Reykjavíkurborgar og verðum að geta rætt þau mál innan borgarstjórnar og mál fyritækja hafa oft verið rædd á þeim vettvangi,“ segir Marta. Hún óskaði aftur eftir að málið yrði sett á dagskrá borgarstjórnarfundar, sem fer fram á morgun, en var hafnað af meirihluta í forsætisnefnd á fundi hennar síðastliðinn föstudag. Í kjölfarið lagði hún fram bókun þar sem hún sakaði meirihlutann um einræðistilburði. „Með höfnuninni er verið að koma í veg fyrir að við getum gegnt ríkustu skyldu borgarfulltrúa sem er samkvæmt lögum eftirlitshlutverkið. Okkur ber að hafa eftirlit með rekstri á fyrirtækjum borgarinnar,“ segir Marta. Leyndarhyggjan mikil Fulltrúar meirihlutans í nefndinni töldu að tímasetning umræðunnar þyrfti að vera hentug og nefndu í bókun að stundum yrði ekki hjá því komist að fresta ummræðu eða jafnvel taka ákvörðun um að slík umræða færi fram fyrir luktum dyrum. „Við höfum verið að óska eftir ýmsum gögnum varðandi þetta mál, þeir borgarfulltrúar sem hafa komið að þessu máli - annað hvort setið í stjórn orkuveitunnar eða í svokölluðum rýnihóp Ljósleiðarans, þar sem ég sit - sem við höfum ekki fengið aðgang að. Þess vegna lít ég svo á að hér sé um mikla leyndarhyggju að ræða ef borgarfulltrúum er ekki treyst til að sjá gögn sem varða þetta veigamikla og stóra mál sem varðar alla skattgreiðendur í Reykjavík,“ segir Marta. „Þetta er auðvitað alveg fordæmalaust í sögu Reykjavíkurborgar að hafna því að taka mál á dagskrá enda fer það gegn sveitarstjórnarlögum og samþykktum um stjórn Reykjavíkurborgar.“ Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í meirihluta og varafulltrúi í forsætisnefnd, gat ekki orðið við beiðni fréttastofu um viðtal fyrir hádegisfréttir og vísaði í fyrrnefnda bókun meirihlutans. Þá svaraði hann því spurður um við hvaða tilefni þyrfti að ræða mál fyrir luktum dyrum að minnihlutinn væri bara að þyrla upp ryki. „Mér finnst þetta afskaplega dapurlegt svar því við erum fyrst og síðast að sinna eftirlitsskyldu okkar og erum að gæta hagsmuna borgarbúa og skattgreiðenda í Reykjavík,“ segir Marta. Fréttin var leiðrétt klukkan 12:40. Áður sagði að Einar hafi hafnað viðtali en hann gat ekki veitt það fyrir hádegi vegna fundarsetu. Borgarstjórn Reykjavík Fjarskipti Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Marta sakar fulltrúa meirihlutans um einræðistilburði Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sakar fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um einræðistilburði eftir að þeir höfnuðu að setja málefni Ljósleiðarans á dagskrá fundar borgarstjórnar sem fram fer á morgun. Segir Marta að leyndarhyggja Viðreisnar, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata hafi með þessu náð nýjum hæðum og að ákvörðunin komi í veg fyrir að borgarfulltrúar utan meirihlutans geti sinnt sínu lögboðna starfi. 2. janúar 2023 07:56 Gengið frá kaupum Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar Sýn hf. og Ljósleiðarinn ehf. undirrituðu í dag kaupsamning um kaup Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar og langtíma þjónustusamning milli félaganna. 20. desember 2022 17:32 Tekist á um hvort ræða ætti málefni Ljósleiðarans eða ekki Tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fram færi sérstök utandagskrárumræða um málefni Ljósleiðarans á borgarstjórnarfundi í dag var hafnað. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að um umræðubann sé að ræða. Starfandi borgarstjóri sakaði fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að reyna að sjá spillingu í hverju horni. 20. desember 2022 15:10 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir því 20. desember síðastliðinn að samningur borgarinnar við Sýn hf. um rekstur ljósleiðara yrði ræddur á fundi borgarstjórnar en beiðninni var hafnað af forsætisnefnd. „Í kjölfarið sendi ég inn kvörtun sveitarstjórnarráðuneytisins því ég tel að það sé skýlaus réttur borgarfulltrúa að setja mál á dagskrá borgarstjórnar,“ segir Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Koma í veg fyrir eftirlit með rekstri fyrirtækja borgarinnar Ljósleiðarinn er í eigu Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur, sem borgin á 93 prósenta hlut í. „Okkur ber að hafa eftirlit með fyrirtækjum Reykjavíkurborgar og verðum að geta rætt þau mál innan borgarstjórnar og mál fyritækja hafa oft verið rædd á þeim vettvangi,“ segir Marta. Hún óskaði aftur eftir að málið yrði sett á dagskrá borgarstjórnarfundar, sem fer fram á morgun, en var hafnað af meirihluta í forsætisnefnd á fundi hennar síðastliðinn föstudag. Í kjölfarið lagði hún fram bókun þar sem hún sakaði meirihlutann um einræðistilburði. „Með höfnuninni er verið að koma í veg fyrir að við getum gegnt ríkustu skyldu borgarfulltrúa sem er samkvæmt lögum eftirlitshlutverkið. Okkur ber að hafa eftirlit með rekstri á fyrirtækjum borgarinnar,“ segir Marta. Leyndarhyggjan mikil Fulltrúar meirihlutans í nefndinni töldu að tímasetning umræðunnar þyrfti að vera hentug og nefndu í bókun að stundum yrði ekki hjá því komist að fresta ummræðu eða jafnvel taka ákvörðun um að slík umræða færi fram fyrir luktum dyrum. „Við höfum verið að óska eftir ýmsum gögnum varðandi þetta mál, þeir borgarfulltrúar sem hafa komið að þessu máli - annað hvort setið í stjórn orkuveitunnar eða í svokölluðum rýnihóp Ljósleiðarans, þar sem ég sit - sem við höfum ekki fengið aðgang að. Þess vegna lít ég svo á að hér sé um mikla leyndarhyggju að ræða ef borgarfulltrúum er ekki treyst til að sjá gögn sem varða þetta veigamikla og stóra mál sem varðar alla skattgreiðendur í Reykjavík,“ segir Marta. „Þetta er auðvitað alveg fordæmalaust í sögu Reykjavíkurborgar að hafna því að taka mál á dagskrá enda fer það gegn sveitarstjórnarlögum og samþykktum um stjórn Reykjavíkurborgar.“ Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í meirihluta og varafulltrúi í forsætisnefnd, gat ekki orðið við beiðni fréttastofu um viðtal fyrir hádegisfréttir og vísaði í fyrrnefnda bókun meirihlutans. Þá svaraði hann því spurður um við hvaða tilefni þyrfti að ræða mál fyrir luktum dyrum að minnihlutinn væri bara að þyrla upp ryki. „Mér finnst þetta afskaplega dapurlegt svar því við erum fyrst og síðast að sinna eftirlitsskyldu okkar og erum að gæta hagsmuna borgarbúa og skattgreiðenda í Reykjavík,“ segir Marta. Fréttin var leiðrétt klukkan 12:40. Áður sagði að Einar hafi hafnað viðtali en hann gat ekki veitt það fyrir hádegi vegna fundarsetu.
Borgarstjórn Reykjavík Fjarskipti Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Marta sakar fulltrúa meirihlutans um einræðistilburði Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sakar fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um einræðistilburði eftir að þeir höfnuðu að setja málefni Ljósleiðarans á dagskrá fundar borgarstjórnar sem fram fer á morgun. Segir Marta að leyndarhyggja Viðreisnar, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata hafi með þessu náð nýjum hæðum og að ákvörðunin komi í veg fyrir að borgarfulltrúar utan meirihlutans geti sinnt sínu lögboðna starfi. 2. janúar 2023 07:56 Gengið frá kaupum Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar Sýn hf. og Ljósleiðarinn ehf. undirrituðu í dag kaupsamning um kaup Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar og langtíma þjónustusamning milli félaganna. 20. desember 2022 17:32 Tekist á um hvort ræða ætti málefni Ljósleiðarans eða ekki Tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fram færi sérstök utandagskrárumræða um málefni Ljósleiðarans á borgarstjórnarfundi í dag var hafnað. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að um umræðubann sé að ræða. Starfandi borgarstjóri sakaði fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að reyna að sjá spillingu í hverju horni. 20. desember 2022 15:10 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira
Marta sakar fulltrúa meirihlutans um einræðistilburði Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sakar fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um einræðistilburði eftir að þeir höfnuðu að setja málefni Ljósleiðarans á dagskrá fundar borgarstjórnar sem fram fer á morgun. Segir Marta að leyndarhyggja Viðreisnar, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata hafi með þessu náð nýjum hæðum og að ákvörðunin komi í veg fyrir að borgarfulltrúar utan meirihlutans geti sinnt sínu lögboðna starfi. 2. janúar 2023 07:56
Gengið frá kaupum Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar Sýn hf. og Ljósleiðarinn ehf. undirrituðu í dag kaupsamning um kaup Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar og langtíma þjónustusamning milli félaganna. 20. desember 2022 17:32
Tekist á um hvort ræða ætti málefni Ljósleiðarans eða ekki Tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fram færi sérstök utandagskrárumræða um málefni Ljósleiðarans á borgarstjórnarfundi í dag var hafnað. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að um umræðubann sé að ræða. Starfandi borgarstjóri sakaði fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að reyna að sjá spillingu í hverju horni. 20. desember 2022 15:10