„Þarf ekki að kunna að keyra til að leigja bílaleigubíl?“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. janúar 2023 21:22 Sirrý Arnardóttir hefur fengið mikil viðbrögð við færslu þar sem hún furðar sig á því að algjörlega vanhæfir bílstjórar fái að leigja bíl hér á landi með tilheyrandi hættu fyrir aðra. „Þarf ekki að kunna að keyra til að leigja bílaleigubíl?“ spyr Sirrý Arnardóttir, rithöfundur og kennari við Háskólann á Bifröst, sem sat heillengi föst fyrir aftan bílaleigubíl sem kínverskur ferðamaður hafði leigt ásamt fjölskyldu sinni. Sá virtist ekki kunna að skipta um gír, aka út í kant eða keyra í hringtorgi. „Það myndaðist þarna löng röð þar sem bíllinn stóð stopp á leiðinni frá Leifsstöð að Reykjanesbrautinni. Þar er langur einbreiður kafli og ekki hægt að keyra fram úr enda bílar sem keyra stöðugt í gagnstæða átt,“ segir Sirrý í samtali við fréttastofu. Algjörlega vanhæfur bílstjóri Þegar þau höfðu setið þar föst fyrir aftan bílinn í einhverja stund ákvað eiginmaður Sirrýar, Kristján Franklín Magnús að kanna hvað væri að í bílnum fyrir framan þau. Sirrý Arnardóttir.aðsend „Hann bankar á rúðuna og kemst að því að bílstjórinn, sem var kínverskur ferðamaður, kunni bara ekkert á bílinn.“ „Hvað kanntu á bíl ef þú kannt ekki að starta honum, kannt ekki á gírana, ekki á handbremsu eða viðvörunarljós og kannt ekki að keyra út í kant til að vera ekki í fyrir?“ Kristján hafi þá kennt bílstjóranum á grunnatriðin sem skipta máli þegar keyra á bíl, bíllinn verði að vera í fyrsta gír þegar koma á honum í gang, sem dæmi. „Þá fer maðurinn af stað og við á eftir með þessa löngu bílalest á eftir okkur. Þá kemur í ljós að hann kann ekki að fara úr fyrsta gír. Hann var bara í fyrsta gír allan tímann sem við keyrðum á eftir honum, þar til við fórum loks fram úr. Í millitíðinni keyrðum við einhver hringtorg og þá sést líka alveg að maðurinn kann ekki að aka um hringtorg,“ segir Sirrý sem sagði frá atvikinu í færslu á Facebook og fengið mikil viðbrögð. Mikil hætta fyrir aðra bílstjóra Hún er hugsi yfir því hversu algengt sé að vanhæfir bílstjórar leigi bíla hér á landi með tilheyrandi hættu fyrir aðra. „Er þetta einsdæmi eða gerist þetta oft? Eigum við á hættu að mæta fólki sem hefur enga grunnþjálfun í að keyra bíl?,“ spyr hún. „Margir hafa skammast í okkur fyrir að hafa ekki hringt strax í lögregluna en ég hugsaði ekki út í það fyrr en eftir á. Ég fór strax að hugsa um bílaleiguna, hver leigir einhverjum bíl á Íslandi í janúar sem kann ekki að keyra? Þetta er annað en að vera á þýskri hraðbraut,“ bætir hún við. Umræddur bílaleigubíll var að gerðinni Dacia duster sem hefur lengi verið vinsæll meðal ferðamanna hérlendis. „Reyndar var maður sem gerði athugasemd við færsluna mína sem sagðist hafa séð hvítan Dacia duster sem hafði keyrt út af á Reykjanesbrautinni, það hlýtur að hafa verið sami bíll,“ segir Sirrý. Umræður um vanhæfi kínverskra bílstjóra spunnust árið 2016 þegar í ljós kom að Kínverjar væru efstir á lista yfir fjölda ferðamanna sem slösuðust í umferðinni hér á landi. Magnús Björnsson, forstöðumaður Konfúsíusarstofnunarinnar við Háskóla Íslands, sagði þá í samtali við fréttastofu að lagt væri meira upp úr bóklega ökunáminu en því verklega þar í landi. Vandamál sé að ökunemar fari sjaldan út á götu í raunverulegar aðstæður. Samgöngur Kína Ferðamennska á Íslandi Bílaleigur Umferðaröryggi Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
„Það myndaðist þarna löng röð þar sem bíllinn stóð stopp á leiðinni frá Leifsstöð að Reykjanesbrautinni. Þar er langur einbreiður kafli og ekki hægt að keyra fram úr enda bílar sem keyra stöðugt í gagnstæða átt,“ segir Sirrý í samtali við fréttastofu. Algjörlega vanhæfur bílstjóri Þegar þau höfðu setið þar föst fyrir aftan bílinn í einhverja stund ákvað eiginmaður Sirrýar, Kristján Franklín Magnús að kanna hvað væri að í bílnum fyrir framan þau. Sirrý Arnardóttir.aðsend „Hann bankar á rúðuna og kemst að því að bílstjórinn, sem var kínverskur ferðamaður, kunni bara ekkert á bílinn.“ „Hvað kanntu á bíl ef þú kannt ekki að starta honum, kannt ekki á gírana, ekki á handbremsu eða viðvörunarljós og kannt ekki að keyra út í kant til að vera ekki í fyrir?“ Kristján hafi þá kennt bílstjóranum á grunnatriðin sem skipta máli þegar keyra á bíl, bíllinn verði að vera í fyrsta gír þegar koma á honum í gang, sem dæmi. „Þá fer maðurinn af stað og við á eftir með þessa löngu bílalest á eftir okkur. Þá kemur í ljós að hann kann ekki að fara úr fyrsta gír. Hann var bara í fyrsta gír allan tímann sem við keyrðum á eftir honum, þar til við fórum loks fram úr. Í millitíðinni keyrðum við einhver hringtorg og þá sést líka alveg að maðurinn kann ekki að aka um hringtorg,“ segir Sirrý sem sagði frá atvikinu í færslu á Facebook og fengið mikil viðbrögð. Mikil hætta fyrir aðra bílstjóra Hún er hugsi yfir því hversu algengt sé að vanhæfir bílstjórar leigi bíla hér á landi með tilheyrandi hættu fyrir aðra. „Er þetta einsdæmi eða gerist þetta oft? Eigum við á hættu að mæta fólki sem hefur enga grunnþjálfun í að keyra bíl?,“ spyr hún. „Margir hafa skammast í okkur fyrir að hafa ekki hringt strax í lögregluna en ég hugsaði ekki út í það fyrr en eftir á. Ég fór strax að hugsa um bílaleiguna, hver leigir einhverjum bíl á Íslandi í janúar sem kann ekki að keyra? Þetta er annað en að vera á þýskri hraðbraut,“ bætir hún við. Umræddur bílaleigubíll var að gerðinni Dacia duster sem hefur lengi verið vinsæll meðal ferðamanna hérlendis. „Reyndar var maður sem gerði athugasemd við færsluna mína sem sagðist hafa séð hvítan Dacia duster sem hafði keyrt út af á Reykjanesbrautinni, það hlýtur að hafa verið sami bíll,“ segir Sirrý. Umræður um vanhæfi kínverskra bílstjóra spunnust árið 2016 þegar í ljós kom að Kínverjar væru efstir á lista yfir fjölda ferðamanna sem slösuðust í umferðinni hér á landi. Magnús Björnsson, forstöðumaður Konfúsíusarstofnunarinnar við Háskóla Íslands, sagði þá í samtali við fréttastofu að lagt væri meira upp úr bóklega ökunáminu en því verklega þar í landi. Vandamál sé að ökunemar fari sjaldan út á götu í raunverulegar aðstæður.
Samgöngur Kína Ferðamennska á Íslandi Bílaleigur Umferðaröryggi Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira