Tveir bílar skullu saman á gatnamótunum og voru þrír í bílunum tveimur.
Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var áreksturinn töluvert harður og leit hann ekki vel út í fyrstu. Betur fór þó á en horfðist en tveir voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsl.