„Ekki vera huglausir, við verðum að hækka verðin“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. janúar 2023 21:30 Jón Mýrdal skorar á veitingamenn að vera óhræddir við að rukka nóg. Vísir/Egill Veitingamenn eru farnir að finna fyrir hækkandi hrávöruverði, auknum launakostnaði og hærri áfengisgjöldum á nýju ári og segja rekstrarumhverfi veitingastaða afar slæmt. Veitingamaður skorar á kollega sína að hræðast ekki að hækka verð. Undanfarna daga hafa veitingamenn lýst yfir örvæntingu sinni vegna erfiðs rekstrarumhverfis í veitingageiranum. Þar hafi launahækkanir vegna nýrra kjarasamninga vegið sérstaklega þungt. „Laun hafa hækkað gríðarlega og hráefni hækkar vikulega hjá okkur. Eins og grænmeti hækkar bara á hverjum degi,“ segir Jón Mýrdal, veitingamaður. „Ég held að meðallaunakostnaður hjá veitingastöðum sé 40 til 55 prósent. Ég er ekki viss um að aðrir bransar myndu þola það mjög lengi.“ Fólk kvarti ekki yfir háu verði Einhverjir hafa lýst yfir áhyggjum að neytendur hætti að mæta á veitingastaði sé vöruverð hækkað í samræmi við aukin útgjöld. Hann hefur ekki sömu áhyggjur. „Við höfum ekki fundið fyrir því að fólk sé mikið að kvarta yfir verðinu. Ég held að veitingamenn séu ekki alveg nógu duglegir að rukka, það er bara þannig,“ segir Jón. Þannig að þú ert ekki hræddur um að fólk muni hætta að koma til dæmis út af of háu verði? „Það er erfitt að sigla þennan lygna sjó en ég meina, ef við getum ekki borgað laun og ekki borgað leigu erum við hvort sem er ekki í rekstri,“ segir Jón. Hugsjónir dugi skammt Veitingastaðir eins og Coocoo's nest á Granda, sem var lokað um áramótin eftir áratugslangan rekstur, rukki bara að hans mati ekki nóg. Hugsjónir dugi skammt. „Það er voða gaman að vera með fallega hugsjón og elda góðan mat en við verðum að rukka. Það er bara svoleiðis,“ segir Jón og bætir við til annarra veitingamanna: „Ekki vera huglausir, við verðum að hækka verðin.“ Veitingastaðir Verðlag Tengdar fréttir Sérkjarasamningar nauðsynlegir til að bjarga veitingageiranum Veitingamenn segja rekstrarumhverfið orðið ómögulegt vegna mikilla hrávöruverðs- og launahækkana. Ómögulegt sé að hækka verð í samræmi við útlagðan kostnað vilji veitingamenn fá til sín gesti. 3. janúar 2023 12:31 Hugsar daglega hvort hann eigi ekki að leggja árar í bát Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumaður kenndur við Slippinn í Vestmannaeyjum og Næs, segist íhuga það daglega að hætta í veitingarekstri. Rekstrarumhverfið sé orðið yfirþyrmandi lýjandi. Hann spyr hvað sé til bragðs að taka? 2. janúar 2023 16:15 Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira
Undanfarna daga hafa veitingamenn lýst yfir örvæntingu sinni vegna erfiðs rekstrarumhverfis í veitingageiranum. Þar hafi launahækkanir vegna nýrra kjarasamninga vegið sérstaklega þungt. „Laun hafa hækkað gríðarlega og hráefni hækkar vikulega hjá okkur. Eins og grænmeti hækkar bara á hverjum degi,“ segir Jón Mýrdal, veitingamaður. „Ég held að meðallaunakostnaður hjá veitingastöðum sé 40 til 55 prósent. Ég er ekki viss um að aðrir bransar myndu þola það mjög lengi.“ Fólk kvarti ekki yfir háu verði Einhverjir hafa lýst yfir áhyggjum að neytendur hætti að mæta á veitingastaði sé vöruverð hækkað í samræmi við aukin útgjöld. Hann hefur ekki sömu áhyggjur. „Við höfum ekki fundið fyrir því að fólk sé mikið að kvarta yfir verðinu. Ég held að veitingamenn séu ekki alveg nógu duglegir að rukka, það er bara þannig,“ segir Jón. Þannig að þú ert ekki hræddur um að fólk muni hætta að koma til dæmis út af of háu verði? „Það er erfitt að sigla þennan lygna sjó en ég meina, ef við getum ekki borgað laun og ekki borgað leigu erum við hvort sem er ekki í rekstri,“ segir Jón. Hugsjónir dugi skammt Veitingastaðir eins og Coocoo's nest á Granda, sem var lokað um áramótin eftir áratugslangan rekstur, rukki bara að hans mati ekki nóg. Hugsjónir dugi skammt. „Það er voða gaman að vera með fallega hugsjón og elda góðan mat en við verðum að rukka. Það er bara svoleiðis,“ segir Jón og bætir við til annarra veitingamanna: „Ekki vera huglausir, við verðum að hækka verðin.“
Veitingastaðir Verðlag Tengdar fréttir Sérkjarasamningar nauðsynlegir til að bjarga veitingageiranum Veitingamenn segja rekstrarumhverfið orðið ómögulegt vegna mikilla hrávöruverðs- og launahækkana. Ómögulegt sé að hækka verð í samræmi við útlagðan kostnað vilji veitingamenn fá til sín gesti. 3. janúar 2023 12:31 Hugsar daglega hvort hann eigi ekki að leggja árar í bát Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumaður kenndur við Slippinn í Vestmannaeyjum og Næs, segist íhuga það daglega að hætta í veitingarekstri. Rekstrarumhverfið sé orðið yfirþyrmandi lýjandi. Hann spyr hvað sé til bragðs að taka? 2. janúar 2023 16:15 Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira
Sérkjarasamningar nauðsynlegir til að bjarga veitingageiranum Veitingamenn segja rekstrarumhverfið orðið ómögulegt vegna mikilla hrávöruverðs- og launahækkana. Ómögulegt sé að hækka verð í samræmi við útlagðan kostnað vilji veitingamenn fá til sín gesti. 3. janúar 2023 12:31
Hugsar daglega hvort hann eigi ekki að leggja árar í bát Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumaður kenndur við Slippinn í Vestmannaeyjum og Næs, segist íhuga það daglega að hætta í veitingarekstri. Rekstrarumhverfið sé orðið yfirþyrmandi lýjandi. Hann spyr hvað sé til bragðs að taka? 2. janúar 2023 16:15