Ástæðan er að Johnson er tólf ára gamall en því trúa mjög fáir þegar þeir sjá mynd af honum.
Hann lítur út eins og maður á þrítugsaldri og státar meðal annars af alvöru yfirvararskeggi.
Johnson hefur unnið fjóra aldurflokkatitla í röð og hefur alltaf verið valinn besti leikmaðurinn.
Það ræður náttúrulega enginn við hann enda lítur hann eins og fullvaxinn karlmaður. Karlmaður meðal krakka sem eiga auðvitað litla möguleika gegn honum.
Svo mikla athygli vakti strákurinn að stórstjörnur úr NFL-deildinni voru farnir að tjá sig um hann á samfélagsmiðlum.
Hér fyrir neðan má sjá viðtal sem var tekið við strákinn þar sem hann segir frá því hvenær hann fór að safna skeggi, hvort húðflúrið hans væri ekta og hvernig það sé að fá svo mikla athygli.
Johnson er ekki með alvöru húðflúr heldur keypti sitt á Amazon og þá fór hann að safna yfirvararskeggi þegar hann var aðeins sex ára gamall.