Þyngri refsing í kynferðisbrotamáli til kasta Hæstaréttar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. janúar 2023 12:00 Hæstiréttur Íslands mun taka málið fyrir. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur samþykkt málskotsbeiðni ríkissaksóknara í máli manns sem sakfelldur var fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni. Málið snýst um hvort að Landsrétti hafi verið heimilt að þyngja refsingu mannsins eftir að mál hans var endurupptekið vegna Landsréttarmálsins svokallaða. Málið má rekja til þess að í nóvember 2018 var maðurinn sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni, sem fyrr segir. Dæmdi Landsréttur manninn í níu mánaða fangelsi, þar af voru sex mánuður skilorðsbundnir. Tengist Landsréttarmálinu Einn af dómurum í málinu fyrir Landsrétti var Landsréttardómarinn fyrrverandi Jón Finnbjörnsson, einn af þeim dómurum sem tengdist Landsréttarmálinu svokallaða. Var hann einn fjögurra Landsréttardómara sem Sigríður Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, skipaði og tók fram yfir aðra umsækjendur sem dómnefnd hafði metið hæfari. Árið 2020 komst yfirdeild Mannréttindardómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að ólöglega hefði verið skipað í dómstólinn. Á grundvelli þess máls fór umræddur maður, sem sakfelldur var fyrir kynferðisbrotið, fram á það að mál hans yrði endurupptekið. Endurupptökudómstóll féllst á þá beiðni í upphafi síðasta árs. Var dæmt á ný í málinu í Landsrétti í nóvember síðastliðnum. Þar hlaut maðurinn þyngri dóm en árið 2018, tólf mánaða fangelsi, þar af voru níu mánuðir skilorðsbundnir, í stað níu mánaða fangelsis og sex mánuði skilorðsbundna. Í málskotsbeiðni ríkissaksóknara til Hæstaréttar er vísað í ákvæði í lögum um sakamál þar sem fram kemur að þegar mál hafi verið endurupptekið að beiðni dómfellda megi hlutir hans ekki vera lakari en hann hafi verið eftir hinum upphaflega dómi, eins og raunin varð með seinni Landsréttardóminum. Mikilvægt að fá úrlausn Hæstaréttar Telur ríkissaksóknari að mikilvægt sé að fá úrlausn Hæstaréttar um hvort Landsrétti hafi verið heimilt að þyngja refsinguna. Umræddur maður studdi málskotsbeiðni ríkissaksóknara og taldi að Hæstiréttur ætti að samþykkja hana með sömu rökum og ríkissaksóknari byggði á. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að af gögnum málsins virtum sé ástæða til að ætla að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur og er vísað í sömu lagagrein og ríkissaksóknari byggði málskotsbeiðnina á. Mun Hæstiréttur því taka málið fyrir. Dómsmál Landsréttarmálið Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómstólar Tengdar fréttir Fallist á endurupptöku í tveimur málum vegna Landsréttarmálsins Endurupptökudómur hefur heimilað endurupptöku tveggja sakamála sem dæmd voru í Landsrétti. Grundvöllur endurupptöku er dómur Mannréttindardómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. 12. janúar 2022 15:46 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Málið má rekja til þess að í nóvember 2018 var maðurinn sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni, sem fyrr segir. Dæmdi Landsréttur manninn í níu mánaða fangelsi, þar af voru sex mánuður skilorðsbundnir. Tengist Landsréttarmálinu Einn af dómurum í málinu fyrir Landsrétti var Landsréttardómarinn fyrrverandi Jón Finnbjörnsson, einn af þeim dómurum sem tengdist Landsréttarmálinu svokallaða. Var hann einn fjögurra Landsréttardómara sem Sigríður Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, skipaði og tók fram yfir aðra umsækjendur sem dómnefnd hafði metið hæfari. Árið 2020 komst yfirdeild Mannréttindardómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að ólöglega hefði verið skipað í dómstólinn. Á grundvelli þess máls fór umræddur maður, sem sakfelldur var fyrir kynferðisbrotið, fram á það að mál hans yrði endurupptekið. Endurupptökudómstóll féllst á þá beiðni í upphafi síðasta árs. Var dæmt á ný í málinu í Landsrétti í nóvember síðastliðnum. Þar hlaut maðurinn þyngri dóm en árið 2018, tólf mánaða fangelsi, þar af voru níu mánuðir skilorðsbundnir, í stað níu mánaða fangelsis og sex mánuði skilorðsbundna. Í málskotsbeiðni ríkissaksóknara til Hæstaréttar er vísað í ákvæði í lögum um sakamál þar sem fram kemur að þegar mál hafi verið endurupptekið að beiðni dómfellda megi hlutir hans ekki vera lakari en hann hafi verið eftir hinum upphaflega dómi, eins og raunin varð með seinni Landsréttardóminum. Mikilvægt að fá úrlausn Hæstaréttar Telur ríkissaksóknari að mikilvægt sé að fá úrlausn Hæstaréttar um hvort Landsrétti hafi verið heimilt að þyngja refsinguna. Umræddur maður studdi málskotsbeiðni ríkissaksóknara og taldi að Hæstiréttur ætti að samþykkja hana með sömu rökum og ríkissaksóknari byggði á. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að af gögnum málsins virtum sé ástæða til að ætla að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur og er vísað í sömu lagagrein og ríkissaksóknari byggði málskotsbeiðnina á. Mun Hæstiréttur því taka málið fyrir.
Dómsmál Landsréttarmálið Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómstólar Tengdar fréttir Fallist á endurupptöku í tveimur málum vegna Landsréttarmálsins Endurupptökudómur hefur heimilað endurupptöku tveggja sakamála sem dæmd voru í Landsrétti. Grundvöllur endurupptöku er dómur Mannréttindardómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. 12. janúar 2022 15:46 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Fallist á endurupptöku í tveimur málum vegna Landsréttarmálsins Endurupptökudómur hefur heimilað endurupptöku tveggja sakamála sem dæmd voru í Landsrétti. Grundvöllur endurupptöku er dómur Mannréttindardómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. 12. janúar 2022 15:46