Frá þessu segir í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra. Þar kemur fram að verði breytingar á þeirri niðurstöðu eftir frekari greiningar verði sérstaklega upplýst um það.
Mikill viðbúnaður lögreglu var við sendiráðið Bandaríkjanna við Engjateig í Reykjavík eftir hádegi í gær eftir að tilkynning barst um að starfsfólk hafi handleikið grunsamlega sendingu. Var hópur starfsmanna fluttur á sjúkrahús til skoðunar til öryggis og var sérsveit ríkislögreglustjóra og slökkvilið kallað til vegna sendingarinnar.
Sjá mátti slökkviliðsmenn í hlífðarbúningum sem aðhöfðust við inngang sendiráðsins. Farið hafði eftir sérstöku verklagi og sendingin fjarlægð.
Kristinn Gilsdorf, upplýsingafulltrúi í sendiráðinu, sagði í samtali við fréttastofu í gær að allir í sendiráðinu hafi haldið ró sinni vegna málsins.