Kaiir Elam, liðsfélagi Hamlin, birti færslu á Twitter-síðu sinni fyrr í dag þar sem hann greinir frá því að Hamlin sé vaknaður. Í færslunni segir hann að Hamlin sýni batamerki og biður fólk um að halda áfram að biðja fyrir honum.
Our boy is doing better, awake and showing more signs of improvement. Thank you God. Keep the prayers coming please. All love 3!
— Kaiir Elam (@kaiirelam5) January 5, 2023
Hamlin hné niður í fyrsta leikhluta í leik Buffalo Bills og Cincinnati Bengals á mánudagskvöld. Hamlin féll í grasið eftir þetta harkalegt samstuð við Tee Higgins, útherja Bengals, en stóð fljót upp aftur. Hann lagaði hjálminn sinn og virtist ætla að halda áfram leik þegar hann hné niður að nýju.
Sjúkraliðar og læknar hlupu inn á völlinn þegar ljóst var hversu alvarlegt ástand Hamlin var. Þeir reyndu lífgunartilraunir á vellinum í margar mínútur áður en Hamlin var fluttur með sjúkrabíl á Cincinnati Medical Center sjúkrahúsið og hefur legið þungt haldinn á gjörgæslu síðan þá.
Nú greina hins vegar hinir ýmsu miðlar frá því að Hamlin sé vaknaður og sýni batamerki. Á vef CNN kemur fram að Hamlin sé vakandi og geti haldið í hendur fjölskyldumeðlima sinna.
Aðrir miðlar segja einnig frá því að Hamlin geti tjáð sig með skrifum og að eitt af því fyrsta sem hann hafi spurt að eftir að hann vaknaði hafi verið hvort Bills liðið hafi unnið leikinn gegn Bengals. Þar sem leikurinn hefur ekki enn verið kláraður fékk hann ekki svar við þeirri spurningu, en læknarnir minntu hann á það að hann hafi unnið leikinn um lífið.
Doctors said Damar Hamlin was able to communicate through writing and asked them "who won the game?"
— CBS Sports (@CBSSports) January 5, 2023
They answered: "You won the game of life."pic.twitter.com/M9HVjtE5D1