Hinn 24 ára gamli Hamlin hneig niður eftir að hafa staðið upp eftir samstuð en hann lenti i hjartastoppi.
Það þurfti að lífga Hamlin við á vellinum og svo aftur á sjúkrahúsinu en það tókst. Líðan hans hefur nú tekið miklum framförum dag frá degi.
Það vita hins vegar færri að það var einn maður öðrum fremur sem átti mikinn þátt í það fór ekki miklu verr.
Bandaríski fjölmiðlamaðurinn Albert Breer hjá Sports Illustrated vildi að fólk vissi af því hver hetjan væri sem átti svo mikinn þátt í að bjarga lífi Hamlin.
Hér erum við að tala um aðstoðarstyrktarþjálfara Buffalo Bills liðsins sem heitir Denny Kellington.
Denny var fljótur að hugsa þegar sekúndur skiptu miklu máli og hóf endurlífgun og hjartahnoð nógu snemma sem skipti gríðarlega miklu máli.
Hraði réttra viðbragði áttu mikinn þátt í því að menn eru nú bjartsýnir á því að Hamlin hafi ekki orðið fyrir heilaskaða.
Kellington hefur verið hjá Buffalo Bills síðan árið 2017 en vann í ellefu ár hjá Syracuse University.