Enginn forseti í fulltrúadeildinni eftir ellefu tilraunir Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 6. janúar 2023 07:48 Kevin McCarthy ræðir við blaðamenn eftir að í ljós var komið að honum hafði mistekist að ná kjöri þriðja daginn í röð og í elleftu tilrauns. AP Photo/Jose Luis Magana Það gengur hvorki né rekur hjá bandaríska þingmanninum Kevin McCarthy að ná kjöri sem forseti fulltrúadeildarinnar. Eitthvað virðist þó þokast í samkomulagsátt innan Repúblikanaflokksins. Nú hafa þingmenn greitt ellefu sinnum atkvæði um tillöguna og ávallt er niðurstaðan sú að enginn nær tilskyldum meirihluta, hvorki McCarthy né aðrir. Á þessu hefur gengið í þrjá daga. Þetta hefur leitt til þess að bandarískt stjórnkerfi er að hluta til lamað því nýir þingmenn geta ekki svarið embættiseið sinn. Viðlíka ástand hefur ekki sést á Bandaríkjaþingi síðan á tímum borgarastríðsins. Kevin McCarthy er leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og þegar þeir náðu átta manna meirihuta í deildinni í síðustu kosningum hefði það átt að vera formsatriði að kjósa hann sem forseta þingsins. Vandamálið er hópur lengst til hægri í Repúblikanaflokknum sem telur um tuttugu þingmenn sem vilja ekki sjá McCarthy í embættinu. Demókratar kjósa síðan ávallt sitt forsetaefni og þannig nær enginn tilskyldum meirihluta. Því er komin upp pattstaða á þinginu sem ekki hefur sést síðan 1860 þegar þingmenn komu sér ekki saman um forseta í miðri deilunni um þrælahald. Þá þurfti 44 atkvæðagreiðslur til að komast að niðurstöðu. Washington Post segir að teikn séu á lofti um að McCarthy nái að sannfæra nokkra af andófsmönnunum um að greiða sér atkvæði með frekari eftirgjöf. Hann hafi meðal annars fallist á kröfu þeirra um að hver og einn þingmaður geti lagt fram tillögu um vantraust á forseta og um fleiri nefndarsæti til uppreisnarmannanna. „Mér líður vel, ég var mjög jákvæður í gær. Ég er enn jákvæðari í dag. Ég tel að við höfum átt mjög góðar viðræður,“ sagði McCarty þegar hann yfirgaf þinghúsið seint í gærkvöldi. Óljóst er þó hvenær viðsemjendur McCarthy gætu gengið honum á hönd. Hugmynd forsetaefnisins er að grynnka í röðum andófsmannanna og setja þannig þrýsting á þá sem enn þráast við. Sumir þeirra sitja enn sem fastast við sinn keip. Matt Gaetz, þingmaður flokksins frá Flórída, greiddi Donald Trump atkvæði sitt sem forseti þingsins í gær. Hann hefur sagt að honum sé sama þó að innanflokkserjur repúblikana leiði til þess að demókratinn Hakeem Jeffries verði kjörinn þingforseti. Bandaríkin Tengdar fréttir Niðurlæging þingforsetaefnis repúblikana hélt áfram Pattstaða ríkir enn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir að Kevin McCarthy, leiðtoga repúblikana, mistókst enn og aftur að tryggja sér nógu mörg atkvæði flokkssystkina sinna til þess að ná kjöri sem forseti deildarinnar. Ekkert liggur fyrir um hvernig hægt verður að skera á hnútinn. 5. janúar 2023 09:00 Trump kallar eftir stuðningi við McCarthy Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, kallar eftir því að Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fylki liði við bak Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins. McCarthy vill verða forseti fulltrúadeildarinnar en mistókst það í þremur atkvæðagreiðslum í gær. 4. janúar 2023 14:23 Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, varð í gær fyrstur manna í hundrað ár til að ná ekki að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar í fyrstu atkvæðagreiðslu. 4. janúar 2023 07:33 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Nú hafa þingmenn greitt ellefu sinnum atkvæði um tillöguna og ávallt er niðurstaðan sú að enginn nær tilskyldum meirihluta, hvorki McCarthy né aðrir. Á þessu hefur gengið í þrjá daga. Þetta hefur leitt til þess að bandarískt stjórnkerfi er að hluta til lamað því nýir þingmenn geta ekki svarið embættiseið sinn. Viðlíka ástand hefur ekki sést á Bandaríkjaþingi síðan á tímum borgarastríðsins. Kevin McCarthy er leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og þegar þeir náðu átta manna meirihuta í deildinni í síðustu kosningum hefði það átt að vera formsatriði að kjósa hann sem forseta þingsins. Vandamálið er hópur lengst til hægri í Repúblikanaflokknum sem telur um tuttugu þingmenn sem vilja ekki sjá McCarthy í embættinu. Demókratar kjósa síðan ávallt sitt forsetaefni og þannig nær enginn tilskyldum meirihluta. Því er komin upp pattstaða á þinginu sem ekki hefur sést síðan 1860 þegar þingmenn komu sér ekki saman um forseta í miðri deilunni um þrælahald. Þá þurfti 44 atkvæðagreiðslur til að komast að niðurstöðu. Washington Post segir að teikn séu á lofti um að McCarthy nái að sannfæra nokkra af andófsmönnunum um að greiða sér atkvæði með frekari eftirgjöf. Hann hafi meðal annars fallist á kröfu þeirra um að hver og einn þingmaður geti lagt fram tillögu um vantraust á forseta og um fleiri nefndarsæti til uppreisnarmannanna. „Mér líður vel, ég var mjög jákvæður í gær. Ég er enn jákvæðari í dag. Ég tel að við höfum átt mjög góðar viðræður,“ sagði McCarty þegar hann yfirgaf þinghúsið seint í gærkvöldi. Óljóst er þó hvenær viðsemjendur McCarthy gætu gengið honum á hönd. Hugmynd forsetaefnisins er að grynnka í röðum andófsmannanna og setja þannig þrýsting á þá sem enn þráast við. Sumir þeirra sitja enn sem fastast við sinn keip. Matt Gaetz, þingmaður flokksins frá Flórída, greiddi Donald Trump atkvæði sitt sem forseti þingsins í gær. Hann hefur sagt að honum sé sama þó að innanflokkserjur repúblikana leiði til þess að demókratinn Hakeem Jeffries verði kjörinn þingforseti.
Bandaríkin Tengdar fréttir Niðurlæging þingforsetaefnis repúblikana hélt áfram Pattstaða ríkir enn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir að Kevin McCarthy, leiðtoga repúblikana, mistókst enn og aftur að tryggja sér nógu mörg atkvæði flokkssystkina sinna til þess að ná kjöri sem forseti deildarinnar. Ekkert liggur fyrir um hvernig hægt verður að skera á hnútinn. 5. janúar 2023 09:00 Trump kallar eftir stuðningi við McCarthy Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, kallar eftir því að Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fylki liði við bak Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins. McCarthy vill verða forseti fulltrúadeildarinnar en mistókst það í þremur atkvæðagreiðslum í gær. 4. janúar 2023 14:23 Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, varð í gær fyrstur manna í hundrað ár til að ná ekki að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar í fyrstu atkvæðagreiðslu. 4. janúar 2023 07:33 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Niðurlæging þingforsetaefnis repúblikana hélt áfram Pattstaða ríkir enn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir að Kevin McCarthy, leiðtoga repúblikana, mistókst enn og aftur að tryggja sér nógu mörg atkvæði flokkssystkina sinna til þess að ná kjöri sem forseti deildarinnar. Ekkert liggur fyrir um hvernig hægt verður að skera á hnútinn. 5. janúar 2023 09:00
Trump kallar eftir stuðningi við McCarthy Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, kallar eftir því að Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fylki liði við bak Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins. McCarthy vill verða forseti fulltrúadeildarinnar en mistókst það í þremur atkvæðagreiðslum í gær. 4. janúar 2023 14:23
Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, varð í gær fyrstur manna í hundrað ár til að ná ekki að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar í fyrstu atkvæðagreiðslu. 4. janúar 2023 07:33