Alberti Klahn dæmdar 26 milljónir í bætur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. janúar 2023 14:13 Albert Klahn Skaftason var dæmdur í tólf mánaða fangelsi á sínum tíma. Hann var sýknaður við endurupptöku málsins löngu síðar. Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða Alberti Klahn Skaftasyni, sakborningi í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, 26 milljónir króna í miskabætur. Albert krafðist 200 milljóna króna í bætur en Héraðsdómur féllst á 26 milljóna bótagreiðslu vegna frelsissviptingar og sakfellingar í tengslum við málið á sínum tíma sem reist var á gallaðri rannsókn og málsmeðferð. Ríkið þarf að greiða ellefu milljónir króna en Albert fékk greiddar 15 milljónir króna í bætur frá ríkinu árið 2019. Albert var árið 1980 dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir að hafa aðstoðað við að flytja lík Guðmundar Einarsson í bifreið í Hafnarfjarðarhraun í tvígang árið 1974. Hann afplánaði rúma tvo mánuði í fangelsi áður en honum var veitt reynslulausn. Endurupptökunefnd féllst á endurupptöku máls Alberts árið 2017 og var það tekið fyrir í Hæstarétti ásamt málum fleiri karlmanna. Yfirheyrslur og frelsissvipting Í samantekt í skýrslu starfshóps innanríkisráðuneytisins frá 2013 kom fram að á tímabilinu 23. desember 1975 til 19. mars 1976 hefði Albert verið yfirheyrður að minnsta kosti 26 sinnum meðan hann var vistaður í gæsluvarðhaldi í Síðumúlafangelsi. Til viðbótar hefði verið farið með hann í að minnsta kosti ellefu vettvangsferðir á þessu tímabili. Samanlögð skráð tímalengd viðtala og yfirheyrslna á þessum tíma hefði verið að lágmarki sautján klukkustundir en gera mætti ráð fyrir að heildartíminn hefði verið mun lengri því tímalengd sumra viðtala og yfirheyrsla var ekki skráð. Samanlögð skráð tímalengd vettvangsferða á þessum tíma var rúm 21 klukkustund. Albert var handtekinn og færður í Síðumúlafangelsið 23. desember 1976. Sætti hann gæsluvarðhaldi frá þeim degi og þar til hann var látinn laus 19. mars 1976 eða samtals 88 daga, í óslitinni einangrunarvist. Þá sat hann inni í 63 daga í kjölfar dómsins. Samanlagt var hann frelsissviptur í 151 dag í tengslum við málið. Hæstiréttur sýknaði í september 2018 þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. Ári síðar var með nýjum lögum veitt heimild til að greiða bætur vegna sýknudómsins. Alberti voru dæmdar 15 milljónir króna í bætur. Hann fór svo sjálfur í bótamál við ríkið og féll dómur í dag. Fær hann ellefu milljónir til viðbótar frá ríkinu. Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Albert krafðist 200 milljóna króna í bætur en Héraðsdómur féllst á 26 milljóna bótagreiðslu vegna frelsissviptingar og sakfellingar í tengslum við málið á sínum tíma sem reist var á gallaðri rannsókn og málsmeðferð. Ríkið þarf að greiða ellefu milljónir króna en Albert fékk greiddar 15 milljónir króna í bætur frá ríkinu árið 2019. Albert var árið 1980 dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir að hafa aðstoðað við að flytja lík Guðmundar Einarsson í bifreið í Hafnarfjarðarhraun í tvígang árið 1974. Hann afplánaði rúma tvo mánuði í fangelsi áður en honum var veitt reynslulausn. Endurupptökunefnd féllst á endurupptöku máls Alberts árið 2017 og var það tekið fyrir í Hæstarétti ásamt málum fleiri karlmanna. Yfirheyrslur og frelsissvipting Í samantekt í skýrslu starfshóps innanríkisráðuneytisins frá 2013 kom fram að á tímabilinu 23. desember 1975 til 19. mars 1976 hefði Albert verið yfirheyrður að minnsta kosti 26 sinnum meðan hann var vistaður í gæsluvarðhaldi í Síðumúlafangelsi. Til viðbótar hefði verið farið með hann í að minnsta kosti ellefu vettvangsferðir á þessu tímabili. Samanlögð skráð tímalengd viðtala og yfirheyrslna á þessum tíma hefði verið að lágmarki sautján klukkustundir en gera mætti ráð fyrir að heildartíminn hefði verið mun lengri því tímalengd sumra viðtala og yfirheyrsla var ekki skráð. Samanlögð skráð tímalengd vettvangsferða á þessum tíma var rúm 21 klukkustund. Albert var handtekinn og færður í Síðumúlafangelsið 23. desember 1976. Sætti hann gæsluvarðhaldi frá þeim degi og þar til hann var látinn laus 19. mars 1976 eða samtals 88 daga, í óslitinni einangrunarvist. Þá sat hann inni í 63 daga í kjölfar dómsins. Samanlagt var hann frelsissviptur í 151 dag í tengslum við málið. Hæstiréttur sýknaði í september 2018 þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. Ári síðar var með nýjum lögum veitt heimild til að greiða bætur vegna sýknudómsins. Alberti voru dæmdar 15 milljónir króna í bætur. Hann fór svo sjálfur í bótamál við ríkið og féll dómur í dag. Fær hann ellefu milljónir til viðbótar frá ríkinu.
Yfirheyrslur og frelsissvipting Í samantekt í skýrslu starfshóps innanríkisráðuneytisins frá 2013 kom fram að á tímabilinu 23. desember 1975 til 19. mars 1976 hefði Albert verið yfirheyrður að minnsta kosti 26 sinnum meðan hann var vistaður í gæsluvarðhaldi í Síðumúlafangelsi. Til viðbótar hefði verið farið með hann í að minnsta kosti ellefu vettvangsferðir á þessu tímabili. Samanlögð skráð tímalengd viðtala og yfirheyrslna á þessum tíma hefði verið að lágmarki sautján klukkustundir en gera mætti ráð fyrir að heildartíminn hefði verið mun lengri því tímalengd sumra viðtala og yfirheyrsla var ekki skráð. Samanlögð skráð tímalengd vettvangsferða á þessum tíma var rúm 21 klukkustund. Albert var handtekinn og færður í Síðumúlafangelsið 23. desember 1976. Sætti hann gæsluvarðhaldi frá þeim degi og þar til hann var látinn laus 19. mars 1976 eða samtals 88 daga, í óslitinni einangrunarvist. Þá sat hann inni í 63 daga í kjölfar dómsins. Samanlagt var hann frelsissviptur í 151 dag í tengslum við málið.
Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira