Körfubolti

Tilþrifin: „Gummi greyið springur náttúrulega bara úr hlátri“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Skot Sigurðar Ingimundarsonar var vægast sagt stutt.
Skot Sigurðar Ingimundarsonar var vægast sagt stutt. Vísir/Stöð 2 Sport

Sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds fóru yfir bestu tilþrif 12. umferðar í seinasta þætti.

Áður en tilþrifin sjálf voru sýnd fóru þeir félagar yfir það sem gerðist í hálfleik í Keflavík þegar Icelandair-skotið svokallaða fór fram. Sigurður Ingimundarson, fyrrum leikmaður og þjálfari Keflavíkur, reyndi þá fyrir sér af vítalínunni með vinstri, en gekk ekki betur en svo að hann var langt frá því að drífa á körfuna.

Sérfræðingar Körfuboltakvölds gátu hlegið að þessu, en komu Sigurði þó til varnar og minntu á það að hann hafi farið í axlaraðgerð og því ekki getað skotið með betri höndinni.

„Hann skaut með vinstri. Hann fór í axlaraðgerð vinur minn. Ég ætla nú að redda Sigga út úr þessu,“ sagði Teitur Örlygsson um skotið.

„Þetta er besta vinsti handar skot sem ég hef séð Sigga Ingimundar taka,“ bætti Jón Halldór Eðvaldsson við.

„Og Gummi greyið springur náttúrulega bara úr hlátri,“ sagði Jón og átti þá við Guðmund Steinarsson sem stóð undir körfunni.

Strákarnir færðu sig svo að lokum yfir í tilþrifin sjálf sem voru mörg hver frábær, en þau má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: KBK_Tilþrif 12 umferðar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×