„Bara himnaríki að sitja í svona græju“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. janúar 2023 07:01 Troðarinn treður spor fyrir gönguskíðafólk og treður gönguleið fyrir göngugarpa á sama tíma. Vísir/Tryggvi Skíðagöngukappar og göngugarpar í nágrenni Akureyrar geta skíðað og gengið sem aldrei fyrr eftir að glænýr snjótroðari af bestu gerð var tekin í notkun í Kjarnaskógi um helgina. Kjarnaskógur við Akureyri er sannkölluð útivistarperla, ekki síst á veturna þökk sé ötullum starfsmönnum Skógræktarfélags Eyfirðinga, sem sjá um að halda gönguleiðum opnum og útbúa spor fyrir gönguskíði. Allt þetta verður mun auðveldara nú þegar glænýr troðari af bestu gerð tekur við mun eldra tæki. Munurinn á tækjunum er mikill. „Ætli það sé nú ekki himinn og haf bara. Þetta er bara nýr troðari af bestu gerð með besta búnaði og hann á eftir að breyta miklu fyrir okkur hérna í Kjarnaskógi,“ segir Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins, sem hefur verið manna duglegastur við að sinna gönguskíðafólki í skóginum. Munurinn mun sjást frá fyrsta degi. „Það verður mikla betra spor, breiðari brautir og bara betur lagt,“ segir Ingólfur. Og aðrir útivistargarpar græða líka. „Við samnýtum brautirnar hérna. Þetta snýst ekki bara um skíðamenn. Nú ganga allir úti einhvers staðar fjórum sinnum í viku og þetta víkkar um þannig að menn hafa bara meira pláss til að athafna sig í brautunum hérna,“ segir Ingólfur. Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga er í skýjunum með nýja troðarann.Vísir/Tryggvi Útbúnaður troðarans gerir það að verkum að hægt verður að halda góðu skíðagönguspori lengur en ella. „Þetta er mjög mikilvægt fyrir okkur að geta haldið skóginum opnum allt árið. Svona mannvirki, það snjóar mikið hérna á Akureyri og það væri bara lokað hér frá október og fram í júní ef að brautir væru ekki gerðar klárar,“ segir Ingólfur. Troðarinn var prufukeyrður á föstudaginn og fékk fréttamaður að fylgjast með Ingólfi læra á nýja tækið. „Eins og þú sérð ég mjög einbeittur við aksturinn. Margir nýjar takkar sem þarf að læra á. Þetta er náttúrulega bara himnaríki að sitja í svona græju,“ segir Ingólfur. Troðarinn lætur snjóinn ekki stoppa sig.Vísir/Tryggvi Aðeins tók um eitt ár að safna þeim um það bil fjörutíu milljónum sem þurfti til að kaupa troðarann „Mér þótti svakalega vænt um hvað samfélagið allt tók þátt. Bara notendurnir hérna með sínar fjárhæðir, fyrirtækin stór, lítil og samfélagið allt bara lagði í þetta mál og græjaði þetta og hér erum við eftir það.“ Skógrækt og landgræðsla Skíðasvæði Akureyri Eyjafjarðarsveit Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Kjarnaskógur við Akureyri er sannkölluð útivistarperla, ekki síst á veturna þökk sé ötullum starfsmönnum Skógræktarfélags Eyfirðinga, sem sjá um að halda gönguleiðum opnum og útbúa spor fyrir gönguskíði. Allt þetta verður mun auðveldara nú þegar glænýr troðari af bestu gerð tekur við mun eldra tæki. Munurinn á tækjunum er mikill. „Ætli það sé nú ekki himinn og haf bara. Þetta er bara nýr troðari af bestu gerð með besta búnaði og hann á eftir að breyta miklu fyrir okkur hérna í Kjarnaskógi,“ segir Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins, sem hefur verið manna duglegastur við að sinna gönguskíðafólki í skóginum. Munurinn mun sjást frá fyrsta degi. „Það verður mikla betra spor, breiðari brautir og bara betur lagt,“ segir Ingólfur. Og aðrir útivistargarpar græða líka. „Við samnýtum brautirnar hérna. Þetta snýst ekki bara um skíðamenn. Nú ganga allir úti einhvers staðar fjórum sinnum í viku og þetta víkkar um þannig að menn hafa bara meira pláss til að athafna sig í brautunum hérna,“ segir Ingólfur. Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga er í skýjunum með nýja troðarann.Vísir/Tryggvi Útbúnaður troðarans gerir það að verkum að hægt verður að halda góðu skíðagönguspori lengur en ella. „Þetta er mjög mikilvægt fyrir okkur að geta haldið skóginum opnum allt árið. Svona mannvirki, það snjóar mikið hérna á Akureyri og það væri bara lokað hér frá október og fram í júní ef að brautir væru ekki gerðar klárar,“ segir Ingólfur. Troðarinn var prufukeyrður á föstudaginn og fékk fréttamaður að fylgjast með Ingólfi læra á nýja tækið. „Eins og þú sérð ég mjög einbeittur við aksturinn. Margir nýjar takkar sem þarf að læra á. Þetta er náttúrulega bara himnaríki að sitja í svona græju,“ segir Ingólfur. Troðarinn lætur snjóinn ekki stoppa sig.Vísir/Tryggvi Aðeins tók um eitt ár að safna þeim um það bil fjörutíu milljónum sem þurfti til að kaupa troðarann „Mér þótti svakalega vænt um hvað samfélagið allt tók þátt. Bara notendurnir hérna með sínar fjárhæðir, fyrirtækin stór, lítil og samfélagið allt bara lagði í þetta mál og græjaði þetta og hér erum við eftir það.“
Skógrækt og landgræðsla Skíðasvæði Akureyri Eyjafjarðarsveit Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira