„Bara himnaríki að sitja í svona græju“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. janúar 2023 07:01 Troðarinn treður spor fyrir gönguskíðafólk og treður gönguleið fyrir göngugarpa á sama tíma. Vísir/Tryggvi Skíðagöngukappar og göngugarpar í nágrenni Akureyrar geta skíðað og gengið sem aldrei fyrr eftir að glænýr snjótroðari af bestu gerð var tekin í notkun í Kjarnaskógi um helgina. Kjarnaskógur við Akureyri er sannkölluð útivistarperla, ekki síst á veturna þökk sé ötullum starfsmönnum Skógræktarfélags Eyfirðinga, sem sjá um að halda gönguleiðum opnum og útbúa spor fyrir gönguskíði. Allt þetta verður mun auðveldara nú þegar glænýr troðari af bestu gerð tekur við mun eldra tæki. Munurinn á tækjunum er mikill. „Ætli það sé nú ekki himinn og haf bara. Þetta er bara nýr troðari af bestu gerð með besta búnaði og hann á eftir að breyta miklu fyrir okkur hérna í Kjarnaskógi,“ segir Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins, sem hefur verið manna duglegastur við að sinna gönguskíðafólki í skóginum. Munurinn mun sjást frá fyrsta degi. „Það verður mikla betra spor, breiðari brautir og bara betur lagt,“ segir Ingólfur. Og aðrir útivistargarpar græða líka. „Við samnýtum brautirnar hérna. Þetta snýst ekki bara um skíðamenn. Nú ganga allir úti einhvers staðar fjórum sinnum í viku og þetta víkkar um þannig að menn hafa bara meira pláss til að athafna sig í brautunum hérna,“ segir Ingólfur. Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga er í skýjunum með nýja troðarann.Vísir/Tryggvi Útbúnaður troðarans gerir það að verkum að hægt verður að halda góðu skíðagönguspori lengur en ella. „Þetta er mjög mikilvægt fyrir okkur að geta haldið skóginum opnum allt árið. Svona mannvirki, það snjóar mikið hérna á Akureyri og það væri bara lokað hér frá október og fram í júní ef að brautir væru ekki gerðar klárar,“ segir Ingólfur. Troðarinn var prufukeyrður á föstudaginn og fékk fréttamaður að fylgjast með Ingólfi læra á nýja tækið. „Eins og þú sérð ég mjög einbeittur við aksturinn. Margir nýjar takkar sem þarf að læra á. Þetta er náttúrulega bara himnaríki að sitja í svona græju,“ segir Ingólfur. Troðarinn lætur snjóinn ekki stoppa sig.Vísir/Tryggvi Aðeins tók um eitt ár að safna þeim um það bil fjörutíu milljónum sem þurfti til að kaupa troðarann „Mér þótti svakalega vænt um hvað samfélagið allt tók þátt. Bara notendurnir hérna með sínar fjárhæðir, fyrirtækin stór, lítil og samfélagið allt bara lagði í þetta mál og græjaði þetta og hér erum við eftir það.“ Skógrækt og landgræðsla Skíðasvæði Akureyri Eyjafjarðarsveit Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Kjarnaskógur við Akureyri er sannkölluð útivistarperla, ekki síst á veturna þökk sé ötullum starfsmönnum Skógræktarfélags Eyfirðinga, sem sjá um að halda gönguleiðum opnum og útbúa spor fyrir gönguskíði. Allt þetta verður mun auðveldara nú þegar glænýr troðari af bestu gerð tekur við mun eldra tæki. Munurinn á tækjunum er mikill. „Ætli það sé nú ekki himinn og haf bara. Þetta er bara nýr troðari af bestu gerð með besta búnaði og hann á eftir að breyta miklu fyrir okkur hérna í Kjarnaskógi,“ segir Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins, sem hefur verið manna duglegastur við að sinna gönguskíðafólki í skóginum. Munurinn mun sjást frá fyrsta degi. „Það verður mikla betra spor, breiðari brautir og bara betur lagt,“ segir Ingólfur. Og aðrir útivistargarpar græða líka. „Við samnýtum brautirnar hérna. Þetta snýst ekki bara um skíðamenn. Nú ganga allir úti einhvers staðar fjórum sinnum í viku og þetta víkkar um þannig að menn hafa bara meira pláss til að athafna sig í brautunum hérna,“ segir Ingólfur. Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga er í skýjunum með nýja troðarann.Vísir/Tryggvi Útbúnaður troðarans gerir það að verkum að hægt verður að halda góðu skíðagönguspori lengur en ella. „Þetta er mjög mikilvægt fyrir okkur að geta haldið skóginum opnum allt árið. Svona mannvirki, það snjóar mikið hérna á Akureyri og það væri bara lokað hér frá október og fram í júní ef að brautir væru ekki gerðar klárar,“ segir Ingólfur. Troðarinn var prufukeyrður á föstudaginn og fékk fréttamaður að fylgjast með Ingólfi læra á nýja tækið. „Eins og þú sérð ég mjög einbeittur við aksturinn. Margir nýjar takkar sem þarf að læra á. Þetta er náttúrulega bara himnaríki að sitja í svona græju,“ segir Ingólfur. Troðarinn lætur snjóinn ekki stoppa sig.Vísir/Tryggvi Aðeins tók um eitt ár að safna þeim um það bil fjörutíu milljónum sem þurfti til að kaupa troðarann „Mér þótti svakalega vænt um hvað samfélagið allt tók þátt. Bara notendurnir hérna með sínar fjárhæðir, fyrirtækin stór, lítil og samfélagið allt bara lagði í þetta mál og græjaði þetta og hér erum við eftir það.“
Skógrækt og landgræðsla Skíðasvæði Akureyri Eyjafjarðarsveit Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira