Greint var frá því í gær að slagsmála hafi brotist út að loknu vel heppnuðu Áramótaskopi Ara Eldjárn.
Að sögn lögreglu var annar mannanna færður í fangaklefa og til stendur að yfirheyra hann í dag. Hinn var fluttur særður á bráðamóttöku þar sem kom í ljós að hann hafði hlotið varnarsár á útlim, hugsanlega eftir eggvopn.
Vísi hafði borist ábending um að um hnífstunguárás hafi verið að ræða en lögreglan vísar því á bug og segir líklegra að gripið hafi verið til eggvopns í hita leiksins.