Heitir því að draga „skemmdarvarga og fasista“ til ábyrgðar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. janúar 2023 22:55 Lula var ómyrkur í máli þegar hann ræddi um árásina á opinberar byggingar í Brasilíu, höfuðborg Brasilíu. Horacio Villalobos/Getty Forseti Brasilíu hefur fordæmt múginn sem réðst inn í opinberar byggingar í höfuðborg landsins í kvöld. Hann heitir því að þeir sem eiga hlut að máli, sem hann kallar „skemmdarvarga og fasista,“ verði dregnir til ábyrgðar. Forsetinn, Luiz Inácio Lula da Silva, oftast þekktur sem Lula, sagði ekkert fordæmi fyrir atburðum dagsins. Múgurinn réðst inn í þinghúsið, hæstarétt Brasilíu og umkringdi forsetahöllina. Um var að ræða stuðningsmenn Jairs Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, sem laut í lægra haldi fyrir Lula í kosningum síðastliðið haust. Stuðningsmenn Bolsonaros hafa ítrekað neitað að viðurkenna sigur Lula í kosningunum og telja brögð hafa verið í tafli, án þess að sýnt hafi verið fram á slíkt. Múgnum var mætt með táragasi en lögreglu tókst þrátt fyrir það ekki að koma í veg fyrir að fólk kæmist inn í byggingarnar, en hefur síðan náð stjórn á aðstæðum. Gagnrýndi lögreglu Lula kallaði fólkið sem réðst inn í „byggingarnar skemmdarvarga og fasista“ og hét því að draga það til ábyrgðar. Þá var hann einnig óánægður með vinnubrögð lögreglunnar. „Það sést vel á myndum að [lögreglumenn] beina fólki inn í Praca dos Tres Poderes,“ sem er byggingin sem um ræðir. Í myndböndum frá Brasilíu má sjá einhverja lögreglumannanna taka myndir af sér og hlæja með mótmælendum. „Við munum finna út hver stendur að baki skemmdarvörgunum og þeir munu fá að finna fyrir lagalegum afleiðingum þessa,“ hefur BBC eftir Lula. Lögregla virðist nú hafa náð stjórn á aðstæðum í byggingunum en til mikilla átaka kom milli múgsins og einhverra úr liði lögreglu. Þá var ráðist á slökkviliðsmenn auk þess sem rúður þinghússins voru brotnar og mótmælendur brutu sér leið inn í þingsalinn sjálfan, þar sem þeir létu öllum illum látum. Fjöldi fólks hefur verið handtekinn, en þó liggur ekki fyrir hversu margir. Lula er ekki staddur í höfuðborginni sem stendur, heldur er hann í São Paulo í suðurhluta Brasilíu. Brasilía Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Forsetinn, Luiz Inácio Lula da Silva, oftast þekktur sem Lula, sagði ekkert fordæmi fyrir atburðum dagsins. Múgurinn réðst inn í þinghúsið, hæstarétt Brasilíu og umkringdi forsetahöllina. Um var að ræða stuðningsmenn Jairs Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, sem laut í lægra haldi fyrir Lula í kosningum síðastliðið haust. Stuðningsmenn Bolsonaros hafa ítrekað neitað að viðurkenna sigur Lula í kosningunum og telja brögð hafa verið í tafli, án þess að sýnt hafi verið fram á slíkt. Múgnum var mætt með táragasi en lögreglu tókst þrátt fyrir það ekki að koma í veg fyrir að fólk kæmist inn í byggingarnar, en hefur síðan náð stjórn á aðstæðum. Gagnrýndi lögreglu Lula kallaði fólkið sem réðst inn í „byggingarnar skemmdarvarga og fasista“ og hét því að draga það til ábyrgðar. Þá var hann einnig óánægður með vinnubrögð lögreglunnar. „Það sést vel á myndum að [lögreglumenn] beina fólki inn í Praca dos Tres Poderes,“ sem er byggingin sem um ræðir. Í myndböndum frá Brasilíu má sjá einhverja lögreglumannanna taka myndir af sér og hlæja með mótmælendum. „Við munum finna út hver stendur að baki skemmdarvörgunum og þeir munu fá að finna fyrir lagalegum afleiðingum þessa,“ hefur BBC eftir Lula. Lögregla virðist nú hafa náð stjórn á aðstæðum í byggingunum en til mikilla átaka kom milli múgsins og einhverra úr liði lögreglu. Þá var ráðist á slökkviliðsmenn auk þess sem rúður þinghússins voru brotnar og mótmælendur brutu sér leið inn í þingsalinn sjálfan, þar sem þeir létu öllum illum látum. Fjöldi fólks hefur verið handtekinn, en þó liggur ekki fyrir hversu margir. Lula er ekki staddur í höfuðborginni sem stendur, heldur er hann í São Paulo í suðurhluta Brasilíu.
Brasilía Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira