Bandarískir bændur fá leyfi til að gera sjálfir við traktorana sína Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. janúar 2023 06:59 John Deere er einn stærsti framleiðandi traktora og landbúnaðarvéla í heiminum. Bændur í Bandaríkjunum hafa unnið sigur í baráttunni gegn einum stærsta framleiðanda landbúnaðarvéla í heiminum og munu héðan í frá geta gert við eigin traktora eða látið gera við þá á verkstæðum sem eru ekki í eigu Deere & Co. Regnhlífasamtök aðila í landbúnaði (AFBF) og forsvarsmenn Deere & Co. undirrituðu samkomulag í gær sem felur í sér að eigendur landbúnaðarvéla megi gera sjálfir við tækin eða leita til sjálfstæðra verkstæða. Á sama tíma skuldbinda þeir sig til að gera ekki breytingar á grunn- og öryggisbúnaði vélanna. Þá mega þeir ekki „gefa upp viðskiptaleyndarmál“. Bændur sem hafa barist fyrir því að geta sjálfir gert við vélarnar sínar í stað þess að leita til viðurkenndra John Deere þjónustuaðila, sem rukka jafnan meira fyrir viðgerðir og varahluti, eru hluti stærri hreyfingar neytenda sem krefjast þess að viðgerðir verði gefnar frjálsar, ef svo má að orði komast. Það er að segja, að neytendum verði heimilt að gera sjálfir við eða leita til sjálfstæðra verkstæða, án þess að það hafi áhrif á ábyrgðarskilmála umræddrar vöru. Apple svaraði kallinu í fyrra, þegar eigendur iPhone fengu heimild til að skipta sjálfir um rafhlöður, skjái og myndavélar. Ástandið í Bandaríkjunum er öllu verra en í Evrópu, þar sem reglur eru í gildi sem skikka framleiðendur til að sjá til þess að varahlutir séu fáanlegir fyrir bæði neytendur og sjálfstæða viðgerðaraðila. Bandaríkin Landbúnaður Neytendur Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Sjá meira
Regnhlífasamtök aðila í landbúnaði (AFBF) og forsvarsmenn Deere & Co. undirrituðu samkomulag í gær sem felur í sér að eigendur landbúnaðarvéla megi gera sjálfir við tækin eða leita til sjálfstæðra verkstæða. Á sama tíma skuldbinda þeir sig til að gera ekki breytingar á grunn- og öryggisbúnaði vélanna. Þá mega þeir ekki „gefa upp viðskiptaleyndarmál“. Bændur sem hafa barist fyrir því að geta sjálfir gert við vélarnar sínar í stað þess að leita til viðurkenndra John Deere þjónustuaðila, sem rukka jafnan meira fyrir viðgerðir og varahluti, eru hluti stærri hreyfingar neytenda sem krefjast þess að viðgerðir verði gefnar frjálsar, ef svo má að orði komast. Það er að segja, að neytendum verði heimilt að gera sjálfir við eða leita til sjálfstæðra verkstæða, án þess að það hafi áhrif á ábyrgðarskilmála umræddrar vöru. Apple svaraði kallinu í fyrra, þegar eigendur iPhone fengu heimild til að skipta sjálfir um rafhlöður, skjái og myndavélar. Ástandið í Bandaríkjunum er öllu verra en í Evrópu, þar sem reglur eru í gildi sem skikka framleiðendur til að sjá til þess að varahlutir séu fáanlegir fyrir bæði neytendur og sjálfstæða viðgerðaraðila.
Bandaríkin Landbúnaður Neytendur Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Sjá meira