Aaron Rodgers og félagar klúðruðu þessu: Svona lítur úrslitakeppni NFL út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2023 10:00 Aaron Rodgers eftir tap Green Bay Packers á móti Detroit Lions á heimavelli sínum í nótt. AP/Morry Gash Lokaumferð deildarkeppni NFL-deildarinnar fór fram um helgina og nú er því endanlega ljóst hvaða lið komust í úrslitakeppnina, hvaða lið eru á leið í sumarfrí og hvaða lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem byrjar strax um næstu helgi. Stærsta frétt helgarinnar var líklegast að Aaron Rodgers og félagar í Green Bay Packers misstu af úrslitakeppninni eftir 20-16 tap á heimavelli á móti Detroit Lions. Sigur hafði nægt Packers liðinu og andstæðingarnir áttu heldur ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Rodgers, mikilvægasti leikmaður deildarinnar undanfarin tvö ár, kastaði boltanum frá sér á úrslitastund og nýliðinn Kerby Joseph varð fyrsti leikmaðurinn til að komast inn í þrjár sendingar hjá Aaron Rodgers á sama tímabilinu. The #NFLPlayoffs start with #SuperWildCard Weekend! pic.twitter.com/blHs0K3j7n— NFL (@NFL) January 9, 2023 Þetta gæti alveg eins verið síðasti leikur Aaron Rodgers á ferlinum en óvíst er hvað hann gerir á næstu leiktíð þrátt fyrir að eiga ár eftir af samningi sínum. Seattle Seahawks græddi á þessu tapi Green Bay liðsins og komst í úrslitakeppnina eftir sigur á Los Angeles Rams í framlengingu. Miami Dolphins komst líka inn í úrslitakeppni eftir 11-6 sigur í baráttuleik á móti New York Jets en leikmenn Pittsburgh Steelers sátu eftir með sárt ennið þrátt fyrir flottan sigur á Cleveland Browns. Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers máttu tapa síðasta leik sínum en þetta er fyrsta tímabilið hjá Brady þar sem lið hans tapar fleiri leikjum en það vinnur. Brady og félagar spila lokaleik næstu helgar á móti liði Dallas Cowboys sem steinlá líka um helgina en komst samt inn í úrslitakeppnina. Kansas City Chiefs og Philadelphia Eagles voru með bestan árangur í deildunum tveimur og sitja því hjá í fyrstu umferðinni um næstu helgi. Hér fyrir neðan má sjá hvernig þessi fyrsta umferð úrslitakeppninnar lítur út um næstu helgi. Allir leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Úrslitakeppnin 2023: Fyrsta umferð Laugardagur 14. janúar San Francisco 49ers - Seattle Seahawks (Klukkan: 21:30 að ísl. tíma) Jacksonville Jaguars - Los Angeles Chargers (Klukkan: 01:15) Sunnudagur 15. janúar Buffalo Bill - Miami Dolphins ((Klukkan: 18:00) Minnesota Vikings - New York Giants (Klukkan: 21:30) Cincinnati Bengals - Baltimore Ravens (Klukkan: 01:15) Mánudagur 15. janúar Tampa Bay Buccaneers - Dallas Cowboys (Klukkan: 01:15) View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) NFL Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Þróttur | Halda gestirnir sér í titilbaráttu? Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Í beinni: Breiðablik - Zrinjski | Hundruð milljóna í húfi Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Sjá meira
Stærsta frétt helgarinnar var líklegast að Aaron Rodgers og félagar í Green Bay Packers misstu af úrslitakeppninni eftir 20-16 tap á heimavelli á móti Detroit Lions. Sigur hafði nægt Packers liðinu og andstæðingarnir áttu heldur ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Rodgers, mikilvægasti leikmaður deildarinnar undanfarin tvö ár, kastaði boltanum frá sér á úrslitastund og nýliðinn Kerby Joseph varð fyrsti leikmaðurinn til að komast inn í þrjár sendingar hjá Aaron Rodgers á sama tímabilinu. The #NFLPlayoffs start with #SuperWildCard Weekend! pic.twitter.com/blHs0K3j7n— NFL (@NFL) January 9, 2023 Þetta gæti alveg eins verið síðasti leikur Aaron Rodgers á ferlinum en óvíst er hvað hann gerir á næstu leiktíð þrátt fyrir að eiga ár eftir af samningi sínum. Seattle Seahawks græddi á þessu tapi Green Bay liðsins og komst í úrslitakeppnina eftir sigur á Los Angeles Rams í framlengingu. Miami Dolphins komst líka inn í úrslitakeppni eftir 11-6 sigur í baráttuleik á móti New York Jets en leikmenn Pittsburgh Steelers sátu eftir með sárt ennið þrátt fyrir flottan sigur á Cleveland Browns. Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers máttu tapa síðasta leik sínum en þetta er fyrsta tímabilið hjá Brady þar sem lið hans tapar fleiri leikjum en það vinnur. Brady og félagar spila lokaleik næstu helgar á móti liði Dallas Cowboys sem steinlá líka um helgina en komst samt inn í úrslitakeppnina. Kansas City Chiefs og Philadelphia Eagles voru með bestan árangur í deildunum tveimur og sitja því hjá í fyrstu umferðinni um næstu helgi. Hér fyrir neðan má sjá hvernig þessi fyrsta umferð úrslitakeppninnar lítur út um næstu helgi. Allir leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Úrslitakeppnin 2023: Fyrsta umferð Laugardagur 14. janúar San Francisco 49ers - Seattle Seahawks (Klukkan: 21:30 að ísl. tíma) Jacksonville Jaguars - Los Angeles Chargers (Klukkan: 01:15) Sunnudagur 15. janúar Buffalo Bill - Miami Dolphins ((Klukkan: 18:00) Minnesota Vikings - New York Giants (Klukkan: 21:30) Cincinnati Bengals - Baltimore Ravens (Klukkan: 01:15) Mánudagur 15. janúar Tampa Bay Buccaneers - Dallas Cowboys (Klukkan: 01:15) View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
Úrslitakeppnin 2023: Fyrsta umferð Laugardagur 14. janúar San Francisco 49ers - Seattle Seahawks (Klukkan: 21:30 að ísl. tíma) Jacksonville Jaguars - Los Angeles Chargers (Klukkan: 01:15) Sunnudagur 15. janúar Buffalo Bill - Miami Dolphins ((Klukkan: 18:00) Minnesota Vikings - New York Giants (Klukkan: 21:30) Cincinnati Bengals - Baltimore Ravens (Klukkan: 01:15) Mánudagur 15. janúar Tampa Bay Buccaneers - Dallas Cowboys (Klukkan: 01:15)
NFL Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Þróttur | Halda gestirnir sér í titilbaráttu? Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Í beinni: Breiðablik - Zrinjski | Hundruð milljóna í húfi Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Sjá meira