Bókaverslanir opnuðu á miðnætti þegar Spare fór í sölu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. janúar 2023 07:22 Það var handagangur í öskjunni þegar bókin fór í sölu á miðnætti. AP/Alberto Pezzali Bókaverslanir í Lundúnum opnuðu á miðnætti í nótt, þegar æviminningar Harry Bretaprins fóru í sölu. Raðir mynduðust fyrir utan verslanirnar og talsmenn keðjunnar Waterstone sögðu um að ræða eina mestu forsölu bókar síðasta áratuginn. Mikið hefur verið fjallað um bókina síðustu viku, bæði vegna viðtala við Harry beggja vegna Atlantshafsins og vegna þess að bókin var sett of snemma í sölu á Spáni. Bókin, sem ber heitið Spare, er nú þegar sú mest selda á Amazon á Bretlandseyjum. Unnendur hljóðbóka munu geta tryggt sér eintak, lesið af prinsinum sjálfum. Eins og þekkt er orðið fjallar Harry ítarlega um átök sín við konungsfjölskylduna í bókinni og veigrar fáum; Vilhjálmur bróðir hans, mágkona hans Katrín og Camilla stjúpmóðir hans eru meðal þeirra sem fá miður góða umsögn. Þá opnar hann sig um andlát móður sinnar, Díönu prinsessu, og hvernig hann trúði því ekki í langan tíma að hún væri raunverulega dáin. Fyrsta skiptið, eiturlyfjaneysla og herþjónusta Harry í Afganistan eru einnig meðal umfjöllunarefna en ekki síst ósættið við aðra meðlimi konungsfjölskyldunnar eftir að hann hóf samband sitt við núverandi eiginkonu sína, Meghan Markle. Konungsfjölskyldan hefur löngum verið þekkt fyrir að tjá sig ekki opinberlega um mál fjölskyldunnar en Harry segir um að ræða misskilning. Raunar hafi heilu fréttirnar verið skrifaðar af Buckingham-höll, byggðar á stöðugum lekum frá fjölskyldumeðlimum og starfsmönnum þeirra. Hann segir bókina leið til að koma sinni sögu á framfæri í eitt skipti fyrir öll. Hann útiloki ekki sættir en áður verði að koma til uppgjörs. Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Bókaútgáfa Bókmenntir Tengdar fréttir Segir Vilhjálm hafa ráðist á sig í kjölfar samtals um Meghan árið 2019 Harry Bretaprins lýsir því í væntanlegum endurminningum sínum hvernig Vilhjálmur bróðir hans, sem mun að óbreyttu verða konunugur að föður þeirra gengnum, réðst á hann á heimili Harry og Meghan Markle árið 2019. 5. janúar 2023 06:14 „Ég vildi fjölskylduna, ekki stofnunina“ „Ég vil fá föður minn aftur, ég vil fá bróður minn aftur,“ segir Harry Bretaprins í viðtali við ITV sem verður birt 8. janúar næstkomandi, tveimur dögum fyrir útgáfu bókarinnar Spare. 3. janúar 2023 08:06 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um bókina síðustu viku, bæði vegna viðtala við Harry beggja vegna Atlantshafsins og vegna þess að bókin var sett of snemma í sölu á Spáni. Bókin, sem ber heitið Spare, er nú þegar sú mest selda á Amazon á Bretlandseyjum. Unnendur hljóðbóka munu geta tryggt sér eintak, lesið af prinsinum sjálfum. Eins og þekkt er orðið fjallar Harry ítarlega um átök sín við konungsfjölskylduna í bókinni og veigrar fáum; Vilhjálmur bróðir hans, mágkona hans Katrín og Camilla stjúpmóðir hans eru meðal þeirra sem fá miður góða umsögn. Þá opnar hann sig um andlát móður sinnar, Díönu prinsessu, og hvernig hann trúði því ekki í langan tíma að hún væri raunverulega dáin. Fyrsta skiptið, eiturlyfjaneysla og herþjónusta Harry í Afganistan eru einnig meðal umfjöllunarefna en ekki síst ósættið við aðra meðlimi konungsfjölskyldunnar eftir að hann hóf samband sitt við núverandi eiginkonu sína, Meghan Markle. Konungsfjölskyldan hefur löngum verið þekkt fyrir að tjá sig ekki opinberlega um mál fjölskyldunnar en Harry segir um að ræða misskilning. Raunar hafi heilu fréttirnar verið skrifaðar af Buckingham-höll, byggðar á stöðugum lekum frá fjölskyldumeðlimum og starfsmönnum þeirra. Hann segir bókina leið til að koma sinni sögu á framfæri í eitt skipti fyrir öll. Hann útiloki ekki sættir en áður verði að koma til uppgjörs.
Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Bókaútgáfa Bókmenntir Tengdar fréttir Segir Vilhjálm hafa ráðist á sig í kjölfar samtals um Meghan árið 2019 Harry Bretaprins lýsir því í væntanlegum endurminningum sínum hvernig Vilhjálmur bróðir hans, sem mun að óbreyttu verða konunugur að föður þeirra gengnum, réðst á hann á heimili Harry og Meghan Markle árið 2019. 5. janúar 2023 06:14 „Ég vildi fjölskylduna, ekki stofnunina“ „Ég vil fá föður minn aftur, ég vil fá bróður minn aftur,“ segir Harry Bretaprins í viðtali við ITV sem verður birt 8. janúar næstkomandi, tveimur dögum fyrir útgáfu bókarinnar Spare. 3. janúar 2023 08:06 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Segir Vilhjálm hafa ráðist á sig í kjölfar samtals um Meghan árið 2019 Harry Bretaprins lýsir því í væntanlegum endurminningum sínum hvernig Vilhjálmur bróðir hans, sem mun að óbreyttu verða konunugur að föður þeirra gengnum, réðst á hann á heimili Harry og Meghan Markle árið 2019. 5. janúar 2023 06:14
„Ég vildi fjölskylduna, ekki stofnunina“ „Ég vil fá föður minn aftur, ég vil fá bróður minn aftur,“ segir Harry Bretaprins í viðtali við ITV sem verður birt 8. janúar næstkomandi, tveimur dögum fyrir útgáfu bókarinnar Spare. 3. janúar 2023 08:06