Frumvarp um lágmarksþjónustu í verkfallsaðgerðum lagt fram í breska þinginu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. janúar 2023 12:54 Umfangsmiklar verkfallsaðgerðir standa yfir á Bretlandseyjum þessa dagana. AP/Kirsty Wigglesworth Breska ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp sem er ætlað að tryggja lágmarksþjónustu í verkfallsaðgerðum. Frumvarpið er afar umdeilt og meira að segja sagt skaðlegt í skýrslu stjórnvalda um möguleg áhrif þess. Grant Shapps, ráðherra viðskipta-, orku- og iðnaðar, sagði í samtali við Sky News í morgun að eins og sakir stæðu væri það hreint lotterí hvort íbúar fengju lágmarksþjónustu í verkfallsaðgerðum. Sums staðar væri þjónustan tryggð en annars staðar ekki. Þannig hefðu hjúkrunarfræðingar til að mynda tryggt lágmarksþjónustu á landsvísu þegar þeir færu í verkfallsaðgerðir en það gerðu sjúkraflutningamenn ekki. Gert er ráð fyrir að deilt verði um frumvarpið á þinginu og að verkalýðshreyfingin muni láta kanna lögmæti lagasetningarinnar fyrir dómstólum. Shapps sagðst í viðtalinu vonast til þess að stjórnvöld þyrftu ekki að grípa til þess að beita lögunum, heldur myndi umræðan verða til þess að allir sættust á að tryggja lágmarksþjónustu. Þá sagði hann óboðlegt að almenningur byggi við óáreiðanleika og mismunun eftir búsetu. Industrial action is disruptive for all - from those relying on vital services for work, to those caring for their family. Meanwhile businesses suffer.Government is doing all it can to avoid prolonged strikes & will introduce Minimum Safety Levelshttps://t.co/WNDQhTiVis— Rt Hon Grant Shapps MP (@grantshapps) January 5, 2023 Stjórnvöld létu gera mat á mögulegum áhrifum lagasetningarinnar og þar kemur fram að hún muni mögulega leiða til tíðari verkfallsaðgerða og aukinna skaðlegra áhrifa til lengri tíma litið. Paul Nowak, framkvæmdastjóri Trades Union Congress, ítrekar þessar áhyggjur og sagði lögin hafa það í för með sér að þegar fólk hefði greitt um það atkvæði í lýðræðislegri kosningu að fara í verkfall, þá væri engu að síður hægt að neyða það til að vinna eða segja því upp ella. Nowak sagði frumvarpið eitur fyrir vinnumarkaðinn. Verkamannaflokkurinn hefur varað við því að frumvarpið opni fyrir þann möguleika að atvinnurekendur gætu farið í mál við verkalýðsfélög og sagt félagsmönnum þeirra upp. Flokkurinn muni tala gegn frumvarpinu og fella lögin úr gildi ef og þegar hann kemst til valda. Umfangsmiklar verkfallsaðgerðir setja mark sitt á daglegt líf á Bretlandseyjum um þessar mundir, þar sem hjúkrunarfræðingar, kennarar og lestarstarfsmenn krefjast kjarabóta allir á sama tíma. Bretland Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Grant Shapps, ráðherra viðskipta-, orku- og iðnaðar, sagði í samtali við Sky News í morgun að eins og sakir stæðu væri það hreint lotterí hvort íbúar fengju lágmarksþjónustu í verkfallsaðgerðum. Sums staðar væri þjónustan tryggð en annars staðar ekki. Þannig hefðu hjúkrunarfræðingar til að mynda tryggt lágmarksþjónustu á landsvísu þegar þeir færu í verkfallsaðgerðir en það gerðu sjúkraflutningamenn ekki. Gert er ráð fyrir að deilt verði um frumvarpið á þinginu og að verkalýðshreyfingin muni láta kanna lögmæti lagasetningarinnar fyrir dómstólum. Shapps sagðst í viðtalinu vonast til þess að stjórnvöld þyrftu ekki að grípa til þess að beita lögunum, heldur myndi umræðan verða til þess að allir sættust á að tryggja lágmarksþjónustu. Þá sagði hann óboðlegt að almenningur byggi við óáreiðanleika og mismunun eftir búsetu. Industrial action is disruptive for all - from those relying on vital services for work, to those caring for their family. Meanwhile businesses suffer.Government is doing all it can to avoid prolonged strikes & will introduce Minimum Safety Levelshttps://t.co/WNDQhTiVis— Rt Hon Grant Shapps MP (@grantshapps) January 5, 2023 Stjórnvöld létu gera mat á mögulegum áhrifum lagasetningarinnar og þar kemur fram að hún muni mögulega leiða til tíðari verkfallsaðgerða og aukinna skaðlegra áhrifa til lengri tíma litið. Paul Nowak, framkvæmdastjóri Trades Union Congress, ítrekar þessar áhyggjur og sagði lögin hafa það í för með sér að þegar fólk hefði greitt um það atkvæði í lýðræðislegri kosningu að fara í verkfall, þá væri engu að síður hægt að neyða það til að vinna eða segja því upp ella. Nowak sagði frumvarpið eitur fyrir vinnumarkaðinn. Verkamannaflokkurinn hefur varað við því að frumvarpið opni fyrir þann möguleika að atvinnurekendur gætu farið í mál við verkalýðsfélög og sagt félagsmönnum þeirra upp. Flokkurinn muni tala gegn frumvarpinu og fella lögin úr gildi ef og þegar hann kemst til valda. Umfangsmiklar verkfallsaðgerðir setja mark sitt á daglegt líf á Bretlandseyjum um þessar mundir, þar sem hjúkrunarfræðingar, kennarar og lestarstarfsmenn krefjast kjarabóta allir á sama tíma.
Bretland Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira