Dæmi um að börn hafi verið hætt komin vegna streptókokkasýkingar Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 10. janúar 2023 21:01 Valtýr Stefánsson Thors er sérfræðingur í barna-og smitsjúkdómalækningum við Barnaspítala Hringsins. Hann hefur áhyggjur af hættulegum sýkingum sem herja á börn þessi misserin. Vísir/Sigurjón Dæmi er um að börn hafi verið hætt komin og verið lögð inn á gjörgæslu vegna hættulegrar streptókokkasýkingar sem nú gengur yfir. Sérfræðingur í barnasmitsjúkdómum segir alla á tánum vegna ástandsins. Á þessum árstíma er alvanalegt að flensur og umgangspestir herji á landann. Í ár er þetta þó óvenjulegt af þeim sökum að mun meira er um sýkingar og það sem gerir ástandið sérstaklega erfitt er að fólk og ekki síst börn eru að fá sýkingar ofan í aðrar sýkingar. Valtýr Stefánsson Thors er sérfræðingur í barna-og smitsjúkdómalækningum við Barnaspítala Hringsins. Hann segir gríðarlega mikið álag vera á barnaspítalanum um þessar mundir. „Það hefur verið ótrúlega mikið í gangi síðustu mánuði hjá okkur á Barnaspítalanum og í rauninni öllum heilbrigðisstarfsmönnum sem eru að sinna veikum börnum. Í venjulegu árferði kemur þetta í einhverjum bylgjum og eftir því hvaða sýkingar ráðandi eru en þetta hefur verið meira og minna viðvarandi í marga mánuði," segir Valtýr. Sýkingar ofan í sýkingar Valtýr segir engan vafa á því að ástandið sé verra í ár en undanfarin ár. „Við höfum enga klára skýringu á því hvers vegna. Auðvitað er auðvelt að kenna Covid og innilokum síðustu ára um. Og vafalaust hefur það einhver áhrif og við máttum alveg búast við því að þessi vetur yrði svona.“ Gríðarlegt álag er á Barnaspítala Hringsins líkt og öðrum heilbrigðisstofnunum landsins þessa daganaVísir/Vilhelm En hvaða veirur eru þetta sem eru helst að ganga? „Þetta er til dæmis RS veiran sem kemur á hverju ári, inflúensuveiran blandast inní þetta og margar aðrar veirur, niðurgangs og uppkastsveirur. Síðustu vikur höfum við séð meira af bakteríusýkingum og streptókokkasýkingum sem oft koma í kjölfarið. Þetta veldur talsverðu álagi.“ Dæmi um börn á gjörgæslu vegna streptókokka Börn geta orðið mjög alvarlega veik og fréttastofa hefur heimildir fyrir því að svæfa hafa þurft fjögurra ára barn í nokkra daga sem meðferð við heiftarlegri streptókokkasýkingu. Valtýr segir fleiri slík tilfelli hafa komið upp. „Já, það eru fleiri um dæmi um börn sem hafa lent á gjörgæslu núna síðustu vikurnar bæði vegna bakteríu-og veirusýkinga sem koma í kjölfarið. Meðferð er auðvitað stuðningsmeðferð og svo sýklalyf þegar það á við.“ Streptókokkasýkingar þekkja margir og Valtýr segir að venjulega sé um að ræða tilölulega einföld veikindi, hálsbólgu, sem meðhöndla megi með sýklalyfjum. „En það sem veldur meiri áhyggjum eru svokallaðar ífarandi streptókokkasýkingar sem geta valdið blóðsýkingum eða alvarlegum lungnabólgum. Það eru börnin sem eru að leggjast inn hjá okkur.“ Allir á tánum Valtýr segir Barnaspítalann fullan og þannig hafi ástandið verið lengi. „Auðvitað eru alls konar aðstæður fyrir innlögnum. En venjan hjá okkur er að við höfum geta sinnt öllum en síðustu vikur hafa reynt verulega á. Starfsfólk er auðvitað orðið langþreytt þó allir hlaupi aðeins hraðar og geri sitt allra besta. En álagið er mjög mikið.“ Hafið þið áhyggjur af ástandinu? „Já við höfum alltaf áhyggjur af ástandinu og það eru allir á tánum. Sérstaklega varðandi þessar hættulegu sýkingar. En það þýðir ekki að öll börn sem eru með hita þurfi endilega að leggjast inn á spítalann, en við hvetjum foreldra til að láta lækni kíkja á barnið sitt ef það hefur verulegar áhyggjur,“ segir Valtýr Stefánsson Thors, sérfræðingur í barna-og smitsjúkdómalækningum. Heilbrigðismál Börn og uppeldi Landspítalinn Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Á þessum árstíma er alvanalegt að flensur og umgangspestir herji á landann. Í ár er þetta þó óvenjulegt af þeim sökum að mun meira er um sýkingar og það sem gerir ástandið sérstaklega erfitt er að fólk og ekki síst börn eru að fá sýkingar ofan í aðrar sýkingar. Valtýr Stefánsson Thors er sérfræðingur í barna-og smitsjúkdómalækningum við Barnaspítala Hringsins. Hann segir gríðarlega mikið álag vera á barnaspítalanum um þessar mundir. „Það hefur verið ótrúlega mikið í gangi síðustu mánuði hjá okkur á Barnaspítalanum og í rauninni öllum heilbrigðisstarfsmönnum sem eru að sinna veikum börnum. Í venjulegu árferði kemur þetta í einhverjum bylgjum og eftir því hvaða sýkingar ráðandi eru en þetta hefur verið meira og minna viðvarandi í marga mánuði," segir Valtýr. Sýkingar ofan í sýkingar Valtýr segir engan vafa á því að ástandið sé verra í ár en undanfarin ár. „Við höfum enga klára skýringu á því hvers vegna. Auðvitað er auðvelt að kenna Covid og innilokum síðustu ára um. Og vafalaust hefur það einhver áhrif og við máttum alveg búast við því að þessi vetur yrði svona.“ Gríðarlegt álag er á Barnaspítala Hringsins líkt og öðrum heilbrigðisstofnunum landsins þessa daganaVísir/Vilhelm En hvaða veirur eru þetta sem eru helst að ganga? „Þetta er til dæmis RS veiran sem kemur á hverju ári, inflúensuveiran blandast inní þetta og margar aðrar veirur, niðurgangs og uppkastsveirur. Síðustu vikur höfum við séð meira af bakteríusýkingum og streptókokkasýkingum sem oft koma í kjölfarið. Þetta veldur talsverðu álagi.“ Dæmi um börn á gjörgæslu vegna streptókokka Börn geta orðið mjög alvarlega veik og fréttastofa hefur heimildir fyrir því að svæfa hafa þurft fjögurra ára barn í nokkra daga sem meðferð við heiftarlegri streptókokkasýkingu. Valtýr segir fleiri slík tilfelli hafa komið upp. „Já, það eru fleiri um dæmi um börn sem hafa lent á gjörgæslu núna síðustu vikurnar bæði vegna bakteríu-og veirusýkinga sem koma í kjölfarið. Meðferð er auðvitað stuðningsmeðferð og svo sýklalyf þegar það á við.“ Streptókokkasýkingar þekkja margir og Valtýr segir að venjulega sé um að ræða tilölulega einföld veikindi, hálsbólgu, sem meðhöndla megi með sýklalyfjum. „En það sem veldur meiri áhyggjum eru svokallaðar ífarandi streptókokkasýkingar sem geta valdið blóðsýkingum eða alvarlegum lungnabólgum. Það eru börnin sem eru að leggjast inn hjá okkur.“ Allir á tánum Valtýr segir Barnaspítalann fullan og þannig hafi ástandið verið lengi. „Auðvitað eru alls konar aðstæður fyrir innlögnum. En venjan hjá okkur er að við höfum geta sinnt öllum en síðustu vikur hafa reynt verulega á. Starfsfólk er auðvitað orðið langþreytt þó allir hlaupi aðeins hraðar og geri sitt allra besta. En álagið er mjög mikið.“ Hafið þið áhyggjur af ástandinu? „Já við höfum alltaf áhyggjur af ástandinu og það eru allir á tánum. Sérstaklega varðandi þessar hættulegu sýkingar. En það þýðir ekki að öll börn sem eru með hita þurfi endilega að leggjast inn á spítalann, en við hvetjum foreldra til að láta lækni kíkja á barnið sitt ef það hefur verulegar áhyggjur,“ segir Valtýr Stefánsson Thors, sérfræðingur í barna-og smitsjúkdómalækningum.
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Landspítalinn Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira