Hlýjasta sumar í Evrópu frá því mælingar hófust Fanndís Birna Logadóttir og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 10. janúar 2023 16:18 Síðasta sumar var það hlýjasta í Evrópu frá því að mælingar hófust og annað hlýjasta árið í álfunni. Hitinn náði þó ekki yfir meðaltal á Íslandi. EPA Síðasta sumar var það hlýjasta í Evrópu frá því að mælingar hófust og annað hlýjasta árið í álfunni. Í öllum löndum Evrópu, nema á Íslandi, var hitinn yfir meðaltali samanborið við árin 1991 til 2020. Á heimsvísu var árið 2022 fimmta hlýjasta árið frá því að mælingar hófust. Það hlýnar áfram hratt á Norðurhveli jarðar en við Kyrrahafið, þar á meðal í Ástralíu og Suður-Ameríku, var kaldara í fyrra miðað við meðaltal síðustu ára. Þetta kemur fram í gögnum Copernicus, loftslagsstofnunar Evrópusambandsins. Samantha Burgess, einn af yfirmönnum stofnunarinnar, segir í tilkynningu að gögnin sýni að heimurinn sé þegar byrjaður að finna fyrir afleiðingum hlýnandi jarðar. 2022 væri áttunda árið í röð þar sem hitinn væri eina gráðu yfir meðaltali frá því fyrir iðnbyltingu. Meðalhiti var 1,2 gráðum hærri frá því fyrir iðnbyltingu en markmið Parísarsáttmálans er að halda hlýnun jarðar undir einni og hálfri gráðu. Meðal þeirra afleiðinga sem sýndu sig vegna hitabreytinganna á nýliðnu ári var lítill ís á Antarktíku og hæsti hiti sem mælst hefur á veðurmælingarstöðinni í Vostok. Hitastigið fór upp í -17,7 °C. Þá kvörtuðu Evrópubúar yfir lítilli rigningu, þurrkum, og heiðskírum himin sem hafði áhrif á bruna og eldhættu og flutning sem reiddi sig á vatnsmagn í ám. Þá hafði hækkun hitastigsins einnig nokkur áhrif á landbúnað í álfunni. Í þessari nýju samantekt kemur einnig fram að magn gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu jókst árið 2022 líkt og árin áður. Bráðabirgðaniðurstöður sýna að magn koltvíoxíðs í andrúmsloftinu jókst um 2,1 milljónustu hluta og metan um 12 milljörðustu hluta. Að meðaltali hafi magn þessara gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu á heimsvísu verið 417 milljónustu hlutar af kolvíoxíð og 1894 milljörðustu hlutar af metani. Miðað við þessar niðurstöður hefur magn þessara lofttegunda ekki verið meira í andrúmsloftinu í mörg hundruð þúsund ár. Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira
Á heimsvísu var árið 2022 fimmta hlýjasta árið frá því að mælingar hófust. Það hlýnar áfram hratt á Norðurhveli jarðar en við Kyrrahafið, þar á meðal í Ástralíu og Suður-Ameríku, var kaldara í fyrra miðað við meðaltal síðustu ára. Þetta kemur fram í gögnum Copernicus, loftslagsstofnunar Evrópusambandsins. Samantha Burgess, einn af yfirmönnum stofnunarinnar, segir í tilkynningu að gögnin sýni að heimurinn sé þegar byrjaður að finna fyrir afleiðingum hlýnandi jarðar. 2022 væri áttunda árið í röð þar sem hitinn væri eina gráðu yfir meðaltali frá því fyrir iðnbyltingu. Meðalhiti var 1,2 gráðum hærri frá því fyrir iðnbyltingu en markmið Parísarsáttmálans er að halda hlýnun jarðar undir einni og hálfri gráðu. Meðal þeirra afleiðinga sem sýndu sig vegna hitabreytinganna á nýliðnu ári var lítill ís á Antarktíku og hæsti hiti sem mælst hefur á veðurmælingarstöðinni í Vostok. Hitastigið fór upp í -17,7 °C. Þá kvörtuðu Evrópubúar yfir lítilli rigningu, þurrkum, og heiðskírum himin sem hafði áhrif á bruna og eldhættu og flutning sem reiddi sig á vatnsmagn í ám. Þá hafði hækkun hitastigsins einnig nokkur áhrif á landbúnað í álfunni. Í þessari nýju samantekt kemur einnig fram að magn gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu jókst árið 2022 líkt og árin áður. Bráðabirgðaniðurstöður sýna að magn koltvíoxíðs í andrúmsloftinu jókst um 2,1 milljónustu hluta og metan um 12 milljörðustu hluta. Að meðaltali hafi magn þessara gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu á heimsvísu verið 417 milljónustu hlutar af kolvíoxíð og 1894 milljörðustu hlutar af metani. Miðað við þessar niðurstöður hefur magn þessara lofttegunda ekki verið meira í andrúmsloftinu í mörg hundruð þúsund ár.
Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira