Japanir saka Kínverja um hefndaraðgerðir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. janúar 2023 07:28 Sendiráð Kína í Tókýó. AP/Kyodo News/Kazushi Kurihara Stjórnvöld í Japan hafa mótmælt þeirri ákvörðun Kínverja að hætta að gefa út vegabréfsáritanir til Japana og segja um að ræða hefndaraðgerðir vegna ákvörðunar japanskra stjórnvalda að krefjast neikvæðrar niðurstöðu úr Covid-19 skimun frá kínverskum ferðalöngum. Kínverjar tóku ákvörðunina í gær og hættu á sama tíma að gefa út skammtíma vegabréfsáritanir til ríkisborgara Suður-Kóreu. Japan og Suður-Kórea eru meðal þeirra ríkja sem brugðu á það ráð að krefja kínverska ferðamenn um neikvæða niðurstöðu úr Covid-19 prófi áður en þeim yrði hleypt inn í landið, í kjölfar þess að stjórnvöld í Kína drógu mjög úr sóttvarnaaðgerðum. Litlar upplýsingar liggja fyrir um stöðu kórónuveirufaraldursins í Kína en hún er talin vera mun verri en Kínverjar hafa viljað gefa upp. Þess ber að geta að Kínverjar sjálfir gera enn kröfu um að erlendir ferðamenn framvísi neikvæðri niðurstöðu áður en þeir fá að koma inn í Kína. Yoshimasa Hayashi, utanríkisráðherra Japan, segist harma að Kínverjar hafi ákveðið að grípa til takmarkana á útgáfu vegabréfsáritana af öðrum ástæðum en vegna Covid. Um takmarkanir Japana gegn Kínverjum sagði hann þær eins vægar og mögulegt væri. Fylgst væri með stöður faraldursins í Kína og ákvarðanir teknar útfrá þróun mála þar. Wen-ti Sung, stjórnmálafræðingur við Australian Centre on China in the World, segir aðgerðir Kínverja gegn Suður-Kóreu snúast um að gjalda líku líkt en gagnvart Japan snúist þær einnig um að mótmæla auknu samstarfi Japana við Bandaríkjamenn í málefnum Taívan. Kína Japan Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Taívan Bandaríkin Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira
Kínverjar tóku ákvörðunina í gær og hættu á sama tíma að gefa út skammtíma vegabréfsáritanir til ríkisborgara Suður-Kóreu. Japan og Suður-Kórea eru meðal þeirra ríkja sem brugðu á það ráð að krefja kínverska ferðamenn um neikvæða niðurstöðu úr Covid-19 prófi áður en þeim yrði hleypt inn í landið, í kjölfar þess að stjórnvöld í Kína drógu mjög úr sóttvarnaaðgerðum. Litlar upplýsingar liggja fyrir um stöðu kórónuveirufaraldursins í Kína en hún er talin vera mun verri en Kínverjar hafa viljað gefa upp. Þess ber að geta að Kínverjar sjálfir gera enn kröfu um að erlendir ferðamenn framvísi neikvæðri niðurstöðu áður en þeir fá að koma inn í Kína. Yoshimasa Hayashi, utanríkisráðherra Japan, segist harma að Kínverjar hafi ákveðið að grípa til takmarkana á útgáfu vegabréfsáritana af öðrum ástæðum en vegna Covid. Um takmarkanir Japana gegn Kínverjum sagði hann þær eins vægar og mögulegt væri. Fylgst væri með stöður faraldursins í Kína og ákvarðanir teknar útfrá þróun mála þar. Wen-ti Sung, stjórnmálafræðingur við Australian Centre on China in the World, segir aðgerðir Kínverja gegn Suður-Kóreu snúast um að gjalda líku líkt en gagnvart Japan snúist þær einnig um að mótmæla auknu samstarfi Japana við Bandaríkjamenn í málefnum Taívan.
Kína Japan Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Taívan Bandaríkin Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira